Meint uppsögn

Einn daginn komu gestir í gistihúsið og Sá-sem-ekki-má-nefna ekki heima. Ég sendi honum SMS með spurningu um hvort húsið sé tilbúið. Hann svaraði ekki strax svo ég geri ráð fyrir að hann ætli að hunsa mig og sendi honum þá endurtekin skilaboð þar til hann svarar. Gestirnir voru mættir. Seinna frétti ég að honum þætti þetta mikið áreiti.
Sá-sem-ekki-má-nefna fór til Skotlands í nokkra daga í lok ágúst 2017. Ég kom heim úr vinnu og ætlaði út í gistihús að þrífa þegar ég sá að vinafólk hans, bókari búsins og kona hans, voru þar. Þau komu aftur næsta dag svo Marteinn fór að tala við þau. Þau sögðust vera að hjálpa Þeim-sem-ekki-má-nefna því ég hafi sagt mig frá fyrirtækinu. Hvenær nákvæmlega ég gerði það veit ég ekki. Af hverju ætti ég líka að segja mig frá fyrirtæki sem ég sótti stíft að stofna og vildi reka? Líklega var hann og er enn að oftúlka SMS frá mér þar sem ég segi að hann geti keypt Martein út úr fyrirtækinu (sem hann hefur ekki gert enn) og að hann (H.) geti séð um þvottinn úr gistihúsinu.


Það er alveg ljóst að þau standa með Þeim-sem-ekki-má-nefna í þessari deilu og ég set spurningarmerki við hæfi mannsins sem bókara búsins. Marteinn vildi hins vegar ekkert gera í því, kallaði þau vinafólk þótt þau séu greinilega talsvert meira vinafólk Þess-sem-ekki-má-nefna en okkar. Eins og hefur komið í ljós.
Þessi kona mætti svo seinna með þessum sérstaka vini þeirra til lögfræðings og tilkynnti að enginn gæti rekið búið en hann. Þegar Marteinn hringdi í hana og bað hana að standa fyrir máli sínu þóttist hún hafa verið þarna sem "vitni". Svo tilkynnti hún Marteini að ég hefði sagt upp. Marteinn sagði það ekki rétt. Þá sagði hún að ég "færi á bak við hann og leyndi hann upplýsingum." Hvað gengur manneskjunni til?

Því miður þarf meirihluti stjórnarmanna að segja upp skoðunarmanninum og oddamaðurinn getur ekki tekið neina ákvörðun. Ég skora því hér með á bókarann að segja af sér. Ef hann hefur snert af sómatilfinningu gerir hann sér grein fyrir að hann er algjörlega óhæfur.



Við Marteinn tókum engu að síður á móti gestunum þegar þeir komu þessa viku.
Ég vissi ekki hreinlega hvað ég átti að gera við gistihúsið á þessum tímapunkti. Ég gat ekki komið nálægt því á meðan hann var heima þar sem ég var augljóslega ekki velkomin. Hvers vegna átti ég að sinna samskiptum við fólk og halda uppi síðu í fyrirtæki sem annar eigandinn fullyrti að ég hefði sagt mig frá? Ég svaraði öllum skilaboðum og tók a móti öllum pöntunum. Allan tímann, líka þegar við vorum úti í Danmörku og í Reykjavík. Líka eftir meinta uppsögn. Síðan var á mínu nafni og einkunnirnar voru farnar að lækka. Af hverju ætti ég að standa í því að búa til peninga fyrir hann? Ég tók því til þess ráðs að loka síðunni. Ég sá ekki fram á það að geta verið í einhverju samstarfi við hann.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir