Önnur eignaskipti

Þótt H. hafi “keypt” suðurbæ þá keypti hann ekki innbúið og hefði átt að skipta því. Það hefur ekki gerst.
Móðir þeirra lést í september 2016 og þar sem foreldrarnir voru ógiftir þá átti að skipta móðurarfinum. H. tók að sér að sjá um skiptin, þá lék allt í lyndi. Hann hefur ekki enn lokið þeim skiptum. Innbússkipti hafa að sjálfsögðu ekki farið fram. H. hefur yfirtekið Gamla bæ og heldur þar öllu innbúi. Hann hefur verið að deila því út eftir eigin geðþótta. A. hefur t.d. fengið ýmislegt en Marteini og G. hefur ekkert verið boðið. Enda er það ekki í verkahring H. að bjóða eitt eða neitt, það á að skipta hlutunum. H.bar í okkur lítil vatnsglös sem við höfðum lítinn áhuga á og tappatogarasett sem við báðum ekki heldur um fyrir eina rauðvínsflösku.
Ég sagði A. frá í spjalli að það væri sett í gamla bæ sem mér þætti fallegt. Ég var ekki að reyna að fá settið. A. reyndi samt að fá settið fyrir mig og tókst að ákveðnu leyti, ég fékk fjögur glös með en H. hélt fimm því hann var með þau "í notkun."
Faðir þeirra lést í janúar nú í ár. Hann og HH. drifu sig að sækja eigur gamla mannsins á Hvamm án þess að ræða það við neinn. Hvar ætli þær eigur séu núna? Eignaskipti hafa ekki einu sinnu verið nefnd, það treystir sér engin/n í þann slag við H.


Á morgun: Hluthafafundurinn.


Ekki gefast upp á ástinni.
Farðu og finndu hana.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir