Sáttamiðlarinn

Við höfum samband við sáttamiðlara. Hann talar alla vega tvisvar við Þann-sem-ekki-má-nefna sem samþykkir við sáttamiðlarann að mæta á sáttafund með okkur Marteini 20. ágúst 2017.
Sáttamiðlarinn vill að við sendum honum líka skilaboð um fundinn og hann á að svara okkur. Sá-sem-ekki-má-nefna svarar engu. Bregð ég þá á það ráð að setja sérsniðna færslu á facebook, eitthvað á þá leið hvort líklegt sé að maður sem virði mann ekki viðlits sé að fara að sættast.


Enginn sér þetta nema bróðir hans og frændfólkið sem er hjá honum í von um að þau ýti á hann að svara. Viðbrögðin sem ég fékk við því voru talsvert önnur en ég hafði vonast eftir.




Ekki mikið verið að ýta undir sættir.



Ég sendi sáttamiðlaranum bréf um það:



Sáttamiðlarinn las þetta fullkomlega rétt.

Ekkert svar berst. Hann ætlar ekki að sættast heldur halda þessum leiðindum áfram.
Ég þarf að mæta í vinnu á Húsavík 17. ágúst svo við snúum aftur 16. ágúst. Við erum hunsuð fyrir utan SMS sem Marteini berst. Það snýst aðallega um að skíta mig út en engu svarað um fundarboðið.

Næst: Meint uppsögn.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir