Fara í aðalinnihald

Þöggun kvenna.

 Nýverið var ég að hlusta á hlaðvarpsþátt hjá Poppsálinni um Stanford fangelsistilraunina. Í seinni hluta þáttarins (Ca. 23:30 mín.) ræðir Elva Björk þáttastjórnandi um það hvað þessi rannsókn segir okkur: „Skv. Zimbardo sýndi þessi rannsókn okkur svart á hvítu að hegðun okkur ræðst mun frekar af ytri þáttum eða aðstæðum frekar en innri þáttum eins og persónuleika.“

Þarna sperrti ég eyrun enn frekar því þetta kallast á við ýmislegt sem ég hef verið að hugsa.

Svo ég komi hreint fram; ég er miðaldra kona. Eftir að ég varð miðaldra kona þá er ég afskaplega hallærisleg og gamaldags. En fyrst og fremst virðist ég vera algjörlega ómarktæk. Mér finnst þetta satt best að segja mjög skrítið. Núna er ég búin að vera á jörðinni í rúma hálfa öld og safnað að mér reynslu og visku. Ég er búin að reyna ýmislegt. Einhverjum gæti dottið í hug að fullorðnar lífsreyndar konur hefðu eitthvað til málanna að leggja – og auðvitað höfum við það. Það er bara hunsað.

Reyndar ýki ég aðeins. Ég hef meira eða minna verið ómarktæk alla mína ævi og það hefur mun meira með kyn mitt að gera en aldur. En aldurinn hjálpar ekki, það er mér mjög ljóst.

Við sjáum það strax í Hávamálum hversu ómarktækar konur eru:



Meyjar orðum
skyli manngi trúa
né því er kveður kona,
því að á hverfanda hveli
voru þeim hjörtu sköpuð,
brigð í brjóst um lagin.

 

Helga Kress ræddi um þöggun kvenna í bók sinni Máttugar meyjar.



Nöldrandi kona er þekkt minni. En konur „nöldra“ (endurtaka sig) vegna þess að á þær er ekki hlustað.

Við sjáum þessa orðræðu ítrekað út um allt; þolendur kynferðisofbeldis ljúga (eru ómarktækar).

Konur eru ítrekað sagðar erfiðar nú eða klikkaðar. Allt snýr þetta að því að gera okkur ómarktækar. Og hvers vegna er svona mikilvægt að konur séu ómarktækar gæti einhver spurt. Það er mjög einfalt svar við því; Ef konur eru ómarktækar þá þarf ekki að hlusta á þær. Þá er feðraveldinu ekki ógnað.




 

  

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út
Látið ekki sakleysislegt útlitið blekkja! Já, við fyrstu sýn virðist þetta ósköp eðlilegur köttur. En hún er það ekki! Ég var hringd út um tvöleytið í dag því að þessi vargur, þessi glæpaköttur hafði ráðist á litlu, sætu kisustelpuna mína þar sem hún svaf í sakleysi sínu. Þær voru í fangbrögðum þegar litla systir sleit þær í sundur! Og litla, sæta kisustelpan mín var öll útklóruð með, ég er gjörsamlega miður mín, bitsár á bringunni. Svo það var brunað upp á Dýraspítala þar sem hún var sprautuð með pensilínsprautu. Það er ekki nóg með að verða fyrir svona svívirðulegu launsátri heldur þurfti hún að fara í bíl! Og fá sprautu! Á meðan skraðræðisgripurinn var heima og hrósaði sigri og þóttist aldeilis hafa tekist að hrekja keppinautinn að heiman. Þegar við komum aftur heim og Snotra litla, fórnarlambið, faldi sig uppi í glugga og rétt gjóaði einu auga í genum rifu til að fylgjast með ofbeldisseggnum, þá lá Kolfinna í leyni fyrir Dúlla. Ég ætlaði að taka hana upp og ræða þessa hegðun