Fræðslumiðstöð fundar nú með kennararáðum vítt og breitt um borgina vegna nýrrar starfsáætlunar sem fulltrúum kennararáða er gert að kynna sér fyrir fundi. Fundurinn var á milli þrjú og fimm en eins og alþjóð veit þá vinna kennarar ekki lengur en til fjögur og vinnutímarammi sumra er jafnvel styttri þennan daginn. Ég átti t.d. að vinna til þrjú í gær en sat á skyldufræðslufundi til 16:10. Ætlaði mér þ.a.l. vegna ,,sveigjanleikans" að fara klukkan þrjú í dag en gat ekki vegna þessa fundar. Í lok fundarins var spurt hvernig við fengjum greitt fyrir tímann. ,,Þau laun sem þið þiggið fyrir að vera í kennararáði dekka þetta." ,,Nei, reyndar ekki" svarar spyrjandi ,,það er ekki greitt fyrir það að vera í kennararáði. Svo eigum vð að senda reikning til Fræðslumiðstöðvar?" ,,Hvaða rugl er þetta? Þið eruð hér af fúsum og frjálsum vilja." Dálítið dæmigert þegar kemur að tíma og vinnu kennara.

Ummæli

  1. Jebb! Það var líka nefnt að við fengum kaffi og kökur. Maður má bara þakka fyrir að hafa ekki þurft að borga með sér.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir