Voðalega finnst mér misráðið í hlutverk í Sjónvarps-Njálu. Hilmir Snær passar engan veginn sem Gunnar á Hlíðarenda. Sætur og myndarlegur strákur en of fíngerður einhvern veginn. Mér fannst alveg fáránlegt að sjá í þennan granna háls undan hjálminum. Ekki er Margrét Vilhjáms betri sem Hallgerður, jedúddamía. Og Skarphéðinn njálsson ein helsta hetja Íslendingasagnanna. Neeii!! Það hljóta líka að vera til einhverjir fleiri leikarar í landinu en þessar eilífðar sömu alltaf hreint. Otkell og Skammkell voru samt góðir.

Ummæli

  1. Ég missti því miður af þessu, en get verið sammála þér um að Hilmir Snær passi engan veginn sem Gunnar.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir