Afi og amma fluttu fyrst til Akureyrar þar sem afi vann hjá sýslumanni. En svo fékk afi útibússtjórastöðu á Siglufirði svo fjölskyldan flutti þangað. Þeir bræður voru ungir menn þegar síldarævintýrið var í algleymi og tóku þátt í því. Hér er mynd af pabba á planinu.
(Mér er alveg sama hvað OV segir, þetta er hann!)
Ég skannaði þessa mynd eitthvað illa inn svo ef einhver hefur áhuga þá er hún í betri gæðum hér..
Pabbi talaði oft um síldarárin og sagði okkur með annars það að þegar þeir fóru á morgnana þá beið eftir hvorum sex samlokur og tveir Camel pakkar. Og þegar þeir komu heim á kvöldin þá beið eftir þeim sitthvort mjólkurglasið og konfektmolinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli