Um daginn voru baðkúlur á útsölu í 10-11. Af því að ég er svo kven- og dömuleg með afbrigðum þá greip ég eina og ákvað að prófa þetta. Við heimkomu var rennt í bað og kúlunni grýtt út í. Hún sökk til botns og frussaðist svo í sundur. Svo lá ég í bláu baðvatni með fljótandi rósarblöðum. Nú. Skinnið varð hvorki mjúkt né unaðslegt við þetta og ekki lagði af mér dásemdarilminn langar leiðir heldur. Hins vegar var ég að tína dauð rósablöð úr hárinu á mér lengi á eftir. Ég er ekki alveg að fatta tilganginn með baðkúlum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir