Champs Elysee - Sigurboginn
Þriðjudagur 21. júní. Dagur VI

Vorum dálítið að vandræðast með þennan dag. Töldum okkur vera búnar að skoða helstu túristastaði. Mig langaði að skoða Bastilluna

þar sem árásin á hana 14. júlí 1789 er sögulegt upphaf. Bastillan er vist löngu hrunin og komið einhver illa hönnuð glerbygging staðinn. Þarf víst að gera við hana þótt hún sé rétt 16 ára. Örugglega eitthvað sem Mitterand hefur látið byggja, hann setti glerpýramídann á Louvre torgið líka. Við vildum ekki skoða glerhúsið, þekkjum nóg af fólki sem býr í svoleiðis ahaha, að við ákváðum að heimsækja Sigurbogann.
Það leyndi sér ekki þegar við vorum komnar á Champs Elysee, allt varð skyndilega mun dýrara og karlar í jakkafötum brustu fram! Það sem við vorum seint á ferðinni þá var kominn tími á hádegismat og við fundum einhvern indverskan sem heitir Nirvana. Hann var allt í lagi en ekkert spes.
Þá tók við gangan langa upp Champs Elysee. Þetta er nefnilega verslunargata. Það er náttúrulega ómögulegt að vera í háborg tískunnar án þess að kaupa föt. Er mér sagt. Svo má auðvitað deila um það þegar merkin segja Gap og Benetton og svoleiðis. Ég fékk mér nú bara sæti hvort sem var fyrir innan eða utan. Þegar ég sat fyrir utan fékk ég staðfestingu á því að ég er franskt Tyrkjagull. Franskir Tyrkir eru mjög hrifnir af mér. En ég vil bara íslenska karlmenn með sjó og brennivín í æðunum. Svo rákumst við á Virgin Megastore og þá varð ég ægilega ánægð. Þeir eiga mikið úrval DVD og loksins na´ði ég í Disney myndir. Eins undarlega og það hljómar þá selur Euro Disney ekki diskana.
En það hafðist alla vega eftir langa mæðu að komast að Sigurboganum.
Sigurboginn
Strike a pose!
Það voru hátíðahöld í gangi þarna. Fullt af gömlum mönnum í heiðursherbúningum og lúðrasveit. Þar með er vitneskja mín um þennan atburð upptalin. Talningin var kannski ekki alveg nákvæm en þrepin upp eru 284. Sem betur fer kemur smá´minjasalur um Napóleon inn á milli þar sem maður getur lesið um Mikla herinn og annað sem hann var að dunda sér við. Annars er dálítið merkilegt á svona minjasöfnum þá eru allar upplýsingar á frönsku, greinilega ekki gert ráð fyrir útlendingum. Nema þeir ætlist til að allir tali frönsku. Sweethearts, get a grip. Ekki heimsveldi, það sem einu sinni var eru gamlar minningar.
Útsýnið úr Sigurboganum var alveg jafn æðislegt og úr Eiffel og Notre Dame. Myndavélin ákvað hins vegar að verða ósátt við batteríin sem ég hafði sett í hana og slökkti á sér. Ég var í sjokki eftir það. Nýja myndavélin mín! Fréttum það uppi á boganum að Kvika, hryssa litlu systur, hafði eignast hestfolald. Við stungum umsvifalaust upp á að hann yrði látinn heita Viktor en því var hafnað.
Þá var ekkert eftir nema drífa sig niður og í mat. Fórum í næstu götu og fundum þar ágætan stað. Þangað komu síðan tvær skvísur um tvítugtsem önguðu af ilmvatni og slepptu ekki sígarettunum. Svo kom einhver kall til að hitta þær þarna. Og ég meina sko KALL. Örugglega einhvers staðar um sextugt. Þannig að ég fór að hugsa. Ef allar stelpurnar eru með köllunum hvert fara þá ungu strákarnir? Ætli að það sé eitthvað sem miðaldra piparjúnka ætti að spá frekar í?
Eftir að hafa villst pínulítið fórum við aftur upp á Champinn og fengum okkur ís. Ég hafði haft löngun í ís með heitri súkkulaðisósu og fékk einn slíkan plús rjóma náttla sem var hið besta mál. En það var líka marens í þessu! Þetta var mjög gott en þessi ís hlýtur að flokkast undir hámark óhófsins. Þar sem við sátum að borða ísinn barst hinum megin frá götunni mikil tónlist og held ég að einhverjir krakkar hafi verið að dansa og akróbatast eitthvað. Alla vega var mikið af fólki að horfa á svo við sáum ekkert. Þegar við gengum yfir til að skoða þetta þá voru þau að hætta, samt að spá í að halda áfram þegar löggan kom og stöðvaði allar slíkar hugmyndir. Við ákvá´ðum bara að forða okkur og lenda ekki í einhverjum óeirðum þarna. Svo fórum við bara heim á hótel ef ég man rétt.

Ummæli

  1. Þennan dag fór fram Fête de la musique í París sem skýrir tónlistina á götunni. Það voru eiginlega tónlistarmenn á hverju götuhorni um kvöldið. Maður gat því miður ekki notið þess sem skyldi þar sem maður var að undirbúa sig fyrir próf daginn eftir.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir