O, skrambans, þar urðu mér á mistök. Er svona rétt að byrja á síðasta Parísardeginum en nennti svo ekki alveg að skrifa hann núna svo ég ætlaði að vista sem uppkast en ýtti auðvitað á publish. En fyrst ég er byrjuð að blogga, þótt óvart sé...
Ég er búin að vera Bubba aðdáandi í 22 ár. Keypti fyrst Egó-ímynd og hef verið húkked síðan. Þótt ég eigi allt sem að Bubbi hefur gefið út og ævisöguna líka þá hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á honum sem persónu. Ég hlusta auðvitað á slúðrið eins og gengur en ég er ekkert að fríka út af áhuga. Ég hef alltaf haft grun um að real life persónan myndi eyðileggja fyrir mér söngvaskáldið og rokkarann sem ég fíla. Því verður ekki neitað að Bubbi sjálfur hefur hleypt okkur ansi langt inn í sitt líf. Þá segir sumir: ,,Hann getur ekki valið ig hafnað. Að alþjóð eigi bara að fá að vita það sem hann vill að hún viti." Ég er algjörlega ósammála því. EF Bubbi væri í sínu opinbera stafi sem Idoldómari að hygla einhverjum keppandanum þá eiga fjölmiðlar vissulega skotleyfi á hann. Munurinn er sem sagt sá að þegar kemur að opinberu starfi manns þá má setja það undir smásjá. En einkalífið manns hlýtur að vera prívat og maður hlýtur að ráða því sjálfur hvert langt maður hleypir fólki. Mér finnst þetta Bubba&Brynju mál ekkert sérstaklega merkilegt og mig grunar m.a.s. að þetta sé publicity stunt. Færlsan hans Stefáns um sjálfbæran fréttaflutning er t.d. góð. En eftir situr að þessi blöð eru farin að ganga of langt og það verður að setja mörk. ,,Svikna eiginkonan" og börn beggja eru saklaus fórnarlömb þarna. Fólk heldur framhjá og skilur alveg í hrönnum án þess að neinum finnist það merkilegt nema til að smjatta á í kaffi. Eina ástæðan fyrir því að þessi kona er komin í fjölmiðla er vegna þess að kallinn hennar hélt við konu Bubba. Það má vel vera að konan hafi kjaftað öllu en framhjáhald, höfnun, skilnaður þetta er allt vont og sársaukafullt og fólk fer í tilfinningalegan rússíbana. Að grípa fólk í viðtal á þeim tímapunkti er bara siðlaust.
Að síðustu vil ég bara segja þetta: Ég er á lausu, Bubbi minn.

Ummæli

  1. Hey hann er með tannlækninum mínum!

    SvaraEyða
  2. Hva! Er það ekki bara re-bound samband? :)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir