Euro Disney
Mánudagur 20. júní. Dagur V
Það lá alveg ljóst fyrir frá upphafi hjá litlu frænku að meginmarkmið þessarar ferðar var að fara í Euro-Disney. Allt annað var bara bónus. Nú má alveg deila um það hvort Disney í París sé eitthvað sem maður fílar eða hvort yfirtaka Bandaríkjanna á Evrópu sé af hinu góða. Hins vegar fíla ég París og ég fíla Disney og ákvað að leggjast ekki mikla stúdíu um þetta heldur bara skemmta mér.
Stóra systir skipuleggjandinn sá um að koma okkur á staðinn. Metrómiðarnir góðu dugði til. Þegar á staðinn var komið var talsverð biðröð en hún gekk fljótt. Það hefði verið hægt að kaupa miða fyrirfram í Disney-búðinni á Champs Elysee en við nenntum ekki að gera okkur erindi þangað.
Þegar inn er komið þá virkar þetta hvorki mjög stórt né mikið en annað kemur á daginn. Fyrst voru bara búðir og svoleiðis svo loks þegar við sáum eitthvert tæki þá drifum við okkur í röð sem var mjög löng. Þegar við vorum búnar að standa í henni í svolítinn þá sáum við að þetta var frekar ómerkilegt tæki, Dúmbó að fljúga upp og niður, svo við yfirgáfum röðina, eftir sma dilemmu því við vorum búnar að eyða tíma í henni, og leituðum annað. Þá fundum við lest sem keyrði dálítinn hring svo sáum í kringum okkur. Sáum m.a. báta sem við drifum okkur í. Þá fórum við að leita að meira spennandi hlutum og sáum svakalega græju sem bar nafnið Space Mountain og drifum okkur í röð. Það er bara sá skelfilegasti rússibani sem ég hef á ævi minni komið í!
Það er búið að stilla upp myndavélum á leiðinni til græða sem mest auðvitað á´túristunum. Ég er að reka þarna upp herópið ,,Vúú!" Af hverju nákvæmlega veit ég ekki. Hristingurinn var þvílíkur að ég rak hausinn sitt á hvað í púðana og stórslasaðist á pinnaeyrnalokkunum mínum. Blæddi og allt!
Eftir þessi ósköp leituðum við að matsölu til að jafna okkur og fundum Real American Hamburger Joint. Það skemmtilega við hana var að þar fara fram leiksýningar á Lion King. Sýningin var mjög skemmtileg. Í salnum voru alls konar fígúrur hist og her.
Eftir sýninguna stóð til að fara í Adventure Park og leituðum við ráða hjá starfsstúlku til að komast þangað. Hún benti okkur á að sjá Tarzan sýninguna líka svo þá vorum við komnar með plan. Fara á sýninguna, Adventure Park og Indiana Jones rússibanann og stúdíóin. Biðum lest en vorum stoppaðar því starfsmaðurinn ákvað að lestin væri full. Það voru samt 10 sæti eftir. Maðurinn var bara með issjú! Issjú, segi ég! Hann varð þess alla vega valdandi að við misstum af sýningunni sem við ætluðum á svo við þurftum að breyta og fara á seinni sýningu. Svo þá demdum við okkur í stúdíóin. Ég er nú ekki alveg alveg með það á hreinu hvað er svo merkilegt við þau að það þurfi að borga sérstaklega fyrir að fara í þau en við fórum í þau. Þegar við komum þangað sá ég kaffisölu og fékk mér kaffi í lokuðu pappamáli. Svo fórum við inn í sýningarsal þar sem ég var stoppuð. Hentistefnareglur túristavarða. Kom seinna á daginn að annað fólk mátti drekka í salnum. Fussum svei! Ég er lögð í einelti.Sem betur fer var myndin sýnd frammi líka svo ég stóð bara þar og sötraði kaffið mitt en þegar henni var lokið þá komu ferðafélagar mínir ekki út úr salnum! Þá var hleypt út annars staðar. Ég fór út og beið en enginn birtist. Síminn var auðvitað batteríslaus svo ég gat ekki hringt. Fór á útgangana en enginn þar. Fann símasjálfssala sem tók bara símakort. Ókey, time to panick! Hjálp! Ég er týnd! Ég er týnd í Euro-Disney í París! Sem betur fer fann stóra systir mig á því augnabliki. Þá hafði fólkinu verið ýtt inn í annan sal og á aðra stuttmynd og hún fór að leita að mér um leið og hún komst út. Ég var fljót að jafna mig. Ég er hetja.
Fyrir utan stúdíóið hittum við svo þennan garp
sem stillti sér upp með litlu frænku. Þá var kominn tími a að fara á Tarzan sýninguna og hún var í Garði sem var eins og villta vestrið. Sú sýning var líka mjög skemmtileg og Tarzan alveg svaðalega flottur. Náði því miður ekki almennilegri mynd:( Eftir það fórum við í Draugahúsið sem var æðislegt!
Þá fundum við Adventure Park og ég litla frænka fórum í rússíbanann. Það var ein lykkja á honum! Samt ekki jafn svakalegur og hinn. Þá fundum við sjóræningjagarðinn þar sem stærri litla frænka lenti í vandræðum. Not really.
Þar fundum við vatnsrússibana sem við demdum okkur auðvitað í. Þá var kominn tími á kvöldmat og við fórum á Blue Lagoon sem stóra systirvar búin að panta á. þar fengum við alveg ljómandi mat. Garðurinn lokar klukkan átta á kvöldin og klukkan var að verða það um þetta leyti. Minjagripaverslanir voru hins vegar enn opnar og é´g var búin að sjá húfu sem ég bara varð að eignast. Skiljanlega. Algjört ævintýraland.
Þegar við komumst út úr garðinum þá heimsóttum við Disney Village. Þar fann ég svaka flotta cowboy skó. Klukkan var orðin 10 um kvöldið þegar við komumst í lestina sem þóknaðist samt ekki að leggja alveg strax af stað. Í þreytunni og svefngalsanum sem var kominn í fólkið spratt The Mouse of the House upp og tók Metróinn í gíslingu. Samferðafólk okkar var hálf hvumsa en við hlógum okkur máttlausar. Ég hef samt miklar áhyggjur af því að verða persona non grata í Frakklandi. Það voru þreyttar en ánægðar konur sem fóru heim á hótel þetta kvöld.
þriðjudagur, júní 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli