fimmtudagur, júlí 14, 2005

Nettur pirringur.
Var að fá tilboð í búslóðaflutingana. Nema hvað að tilboðið er í einhverju and.. Office viðhengi og ég er með makka. Ekki málið, fer bara til litlu systur og downloada þessu þar. Nei. Tölvan hennar er eina and.. tölvan á jarðríki sem neitar að opna Hotmail. Ég downloadaði tveimur öðrum vöfrum. ,,Nei, mér hennar hátign (a.k.a. and.. helv..tölvufjan...!!!!) þóknast allra náðsamlegast ekki að opna Hotmail." Punktur og basta. Það fer ekkert jafn svakalega á taugarnar á mér og tölvuvesen. Þetta er það alversta sem ég veit. Og mér er það fullkomlega ljóst að pirringurinn stafar af því að ég veit að það er ég sem er ekki að fatta eitthvað. Ég rauk heim í fússi og skipaði litlu systur að vera við tölvuna þegar ég forwardaði tilboðinu til hennar. Það er líka dálítið vesen af því að hún er með StarOffice en ekki bara venjulegt Office svo þetta gat mögulega kallað á smá fifferí sem hún hefur aldrei staðið í. En tölvan var svo elskuleg að opna viðhengið strax fyrir hana. Hjúkk itt.
Var líka að komast að því að Fræðslumiðstöð var að snuða mig um eingreiðsluna. Hún byrjaði á því að snuða mig um helminginn af mánaðarlaununum. Svo beið ég bara stillt eftir eingreiðslunni sem aldrei kom enda átti hún að fylgja laununum! Urrr!!!!
En af því að þetta er búin að vera soddan pirringsfærsla þá ætla ég að enda hana á dálitlu sætu.
Græneygða dísin
Litla sæta kisustelpan mín sem má ekki koma með mér í Aðaldalinn. Kettir eru víst með græna augnbotna en fólk með rauða. Það er ástæðan fyrir rauðum augum á myndum. Myndaforritið mitt býður upp á að laga rauð augu en ekki svona skærgræn.

4 ummæli:

  1. Eru kettir bannaðir í Aðaldal? Það væri nú eftir þessu norðlenzka fólki.

    SvaraEyða
  2. Nei, ekki alveg í öllum Aðaldalnum:) Húsdýrahald er bannað í húsnæði á vegum skólans og ég er að fara að leigja húsnæði á vegum skólans...

    SvaraEyða
  3. Það er rosaleg fúlt að þú fáir ekki að taka kisu með. Er engin leið til að þú fáir undanþágu?

    SvaraEyða
  4. Kisa býr nú reyndar þegar í góðu yfirlæti hjá mömmu og hinum kisunum. Mamma var reyndar búin að segja að hún ætlaði ekkert að sleppa henni svo þetta svo sem allt í lagi.
    Slæmt ofnæmi er víst ástæðan fyrir þessu banni.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...