Þá er vinnan byrjuð. Það er ágætt, ég er alveg til. Í dag var Þingdagur, þ.e. flest allir skólarnir á horninu komu, frá Mývatni til Þórshafnar. Fyrirlestrar og málstofur, kjöt og kaffi. Fínt, fínt, fínt.
Að vísu kom loksins glampandi sól í dag en það var byrjað að dimma yfir um fjögurleytið. Núna er komin úrhellisdemba. Týpískt.
Fyrir fyrirlestrana kom húsvörðurinn til mín og sagði að rafvirkinn væri að koma og spurði svo hvort það væri ekki bara opið. Opið! Are you from you! Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hjá mér er læst! En Stöð 2 var þetta líka skínandi fín þegar ég kom heim.
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli