Ég gerðist hugdjörf mjög og fór út úr húsi. (Þetta er áhersludrama, ég hef farið út úr húsinu.) Fór loksins að leita mér að gönguleiðum í dalnum. Gekk út í móa og lenti á girðingu. Gekk upp götu og lenti á (næstum) á hlaðinu á nokkrum sveitabæjum. Fólk heldur nú örugglega að pipraða kennslukonan úr Reykjavík sé stórskrítin. Tilvonandi samstarfskona mín bauðst til þess í kaffiboðinu um daginn að sýna mér einhverjar gönguleiðir, ég ætla að herma það upp á hana fljótlega. Ég fann hins vegar kirkjuna og er hún hin fallegasta. Mér skildist í sumar að það vantaði alltaf í kirkjukórinn og ég er nú söngfugl...
DVD spilarinn er harðákveðinn í því að vera bilaður. Hvers vegna hann gat ekki andskotast til þess í Reykjavíkinni er mér fyrirmunað að skilja. Nú er að finna viðgerðarmann eða kaupa nýjan á Akureyri. Fann gamla spólu með St. Elmo's Fire. Það sem manni fannst þetta æðisleg mynd á sínum tíma. Ég verð nú reyndar að játa að mér finnst hún ágæt enn en hugsa samt að gamlar minningar spili þar inn í. Og það sem hann Rob Lowe var sætur!
Þrátt fyrir að vera með ameríska kjálka. Hvað er eiginlega með þessa voða kjálka?
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli