Þá er vinnan að taka á sig mynd. Ég kenni líka ensku í 10. bekk. Það er gaman, gott að fá tilbreytingu og vera með tengsl inn í skólann. Annars heimsótti ég vinnustaðinn minn í dag. Mér líst vel á þetta allt saman. Ég er nú á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman.
Það er búið að bjóða mér í gönguklúbb sem ég þáði auðvitað með þökkum. Við fórum út áðan í rúmlega klukkutíma túr. Ég er þá loksins búin að sjá hina víðfrægu Laxá í Aðaldal. Og finna gönguleiðir án þess að lenda á hlaðinu hjá fólki. Ég lagði líka inn umsókn í kirkjukórinn, kórstjórinn virtist bara ánægður með það. Verður örugglega enn hrifnari þegar ég hef upp undurfagra raust mína.
Þar sem þetta var fyrsti vinnudagurinn með mínum vinnufélögum þá fór ég fínlega í að forvitnast um karlpening staðarins. ,,Ég kom hingað til að ná mér í mann. Hvar eru einhleypu karlmennirnir?" Mér skilst að það sé víst ekki um mjög auðugan garð að gresja. Ég er ekki ánægð með það. Ég verð að stækka leitarsvæðið.

Ummæli

  1. Eru ekki einhverjir einsetubændur þarna, a la Gísli í Uppsölum? :lol:

    SvaraEyða
  2. Blessuð góða þetta endar með hanaslag óðalserfingja á hlaðinu hjá þér.

    SvaraEyða
  3. Ég stólaði alveg á einsetubændurna en þeir eru víst gengnir út.
    Ég myndi nú alveg þola það að láta slást um mig:)

    SvaraEyða
  4. Mér líst vel á að þú stækkir leitarsvæðið. Hér á Akureyri eru til dæmis margir fagrir sveinar og örugglega einhverjir ólofaðir. Þú verður bara að líta í höfuðstaðinn (norðurlands) einhverja helgina og sjá hvað er í boði. Vertu velkomin í kaffi í leiðinni! :)

    SvaraEyða
  5. Takk kærlega fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég kíki á úrvalið þarna:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir