Sveitavargurinn brá sér í mikla menningarreisu í höfuðstað Norðurlands í dag. Bilaður DVD spilari fékk allra náðsamlegast að fljóta með en var hvorki vinsæll né vel metinn ferðafélagi. Maður er ca. 45 mínútur að keyra þetta (1.5 fram og til baka) og bara fínt að keyra þótt það væri rigningarsúld. Mér tókst að syngja hástöfum alla leiðina og er orðin hálf rám. Skil ekkert í því.
Tókst að láta einhverja bílstjóra fara í taugarnar á mér nálægt höfuðstaðnum og blótaði svo Akureyringunum í sand og ösku þegar ég lenti á öllum rauðu ljósunum. Svo voru allir bara ferlega næs hvert sem ég fór og fór ég nokkuð víða!
DVD spilarinn var dæmdur og léttvægur fundinn af tveimur aðilum og keypti ég því nýjan. Strákurinn hjá BT lét mig hafa þennan nýja á útsöluverði þótt útsölunni væri lokið því þessi bilaði kom frá þeim (og er runninn út á ábyrgð). Ég hef aldrei fengið neitt nema framúrskarandi þjónustu hjá BT og svo sannarlega halda áfram að beina viðskiptum mínum til þeirra.
Svo vil ég taka fram að bilaðar græjur og græjukaup eru tilvalinn vettvangur til að hitta karlmenn og hana nú!
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Spennandi.... hittirðu þá einhvern?
SvaraEyðaÖh... Ja, ég hitti náttúrulega nokkra en tilvonandi eiginmaður var nú ekki þar á meðal. Held ég. Nema annað komi í ljós. Það kviknuðu alla vega engir neistar. En ég á samt nýjan DVD spilara:)
SvaraEyða