Fara í aðalinnihald
Sveitavargurinn brá sér í mikla menningarreisu í höfuðstað Norðurlands í dag. Bilaður DVD spilari fékk allra náðsamlegast að fljóta með en var hvorki vinsæll né vel metinn ferðafélagi. Maður er ca. 45 mínútur að keyra þetta (1.5 fram og til baka) og bara fínt að keyra þótt það væri rigningarsúld. Mér tókst að syngja hástöfum alla leiðina og er orðin hálf rám. Skil ekkert í því.
Tókst að láta einhverja bílstjóra fara í taugarnar á mér nálægt höfuðstaðnum og blótaði svo Akureyringunum í sand og ösku þegar ég lenti á öllum rauðu ljósunum. Svo voru allir bara ferlega næs hvert sem ég fór og fór ég nokkuð víða!
DVD spilarinn var dæmdur og léttvægur fundinn af tveimur aðilum og keypti ég því nýjan. Strákurinn hjá BT lét mig hafa þennan nýja á útsöluverði þótt útsölunni væri lokið því þessi bilaði kom frá þeim (og er runninn út á ábyrgð). Ég hef aldrei fengið neitt nema framúrskarandi þjónustu hjá BT og svo sannarlega halda áfram að beina viðskiptum mínum til þeirra.
Svo vil ég taka fram að bilaðar græjur og græjukaup eru tilvalinn vettvangur til að hitta karlmenn og hana nú!

Ummæli

  1. Spennandi.... hittirðu þá einhvern?

    SvaraEyða
  2. Öh... Ja, ég hitti náttúrulega nokkra en tilvonandi eiginmaður var nú ekki þar á meðal. Held ég. Nema annað komi í ljós. Það kviknuðu alla vega engir neistar. En ég á samt nýjan DVD spilara:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti