Þá eru fregnir af eiginmannsleitinni loksins farnar að berast um sveitir og hafa borist einum hagyrðingi sýslunnar. Fékk ég þetta upplesið og afhent í morgun:
Ein er mær í maka leit
mætt í Aðaldalinn,
æskufögur ung og heit
afbragðs kvinna talin.
Piparsveinar pússa tönn
punta sig og laga,
raka sig í óða önn
inn svo magann draga.
Árangur það bestan ber
að byrja strax frá grunni.
Á Hraunsréttinni hreyktu þér
og hrútasýningunni.
Ef þeir ljósið ekki sjá
eða fara að reyna,
andskotinn þá eiga má
alla piparsveina.
Gangi þetta illa er
ekkert sem að heitir,
fljótt þú leitar fyrir þér
og ferð í aðrar sveitir.
Friðrik Steingr.
fimmtudagur, september 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Frábær vísa. Leiðinlegt komment.
SvaraEyðaÞessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyðaSkemmtileg vísa. Það verður gaman að fylgjast með þessu.
SvaraEyðaÞakka ykkur fyrir, fannst þetta mjög skemmtilegt:)
SvaraEyðaÞessir helv... kommenta-spammarar eru greinilega búnir að finna mig. Reyni að eyða þessu út.
Snilldarvísur!
SvaraEyðaFlott vísa. Það er gaman að þessu. :)
SvaraEyða