Uppgjör
Einu sinni hefur ástin mig brennt
ekki skyldi blint í sjóinn rennt.
Rýndi vel í augna þinna blá blik
blundi þar í nokkurt vafahik.
Sem barn öllum trúði orðum þínum
eldvörnum hratt í burtu mínum.
Baða mig í sólarbjarmans geisla
beið mín þar hamingjunnar veisla.
Trúlegt allt þú gerðir, allt þú sagðir
á einn hátt reglulegt mynstrið lagðir.
Þar sem allir sáu, allir vissu
og öll við gerðum svo sömu skyssu.
Allvel minnist allrar þinnar ræðu,
orðin mín festu ekki næðu.
Allt þitt látbragð, allur góði leikur
lifir ei bál þótt sjáist reykur.
Hafa mér víst orðið mistökin á
en mjög svo aldregi áður fyrr brá
er í heimsókn kom að húsi þínu
og hurðin skall á andliti mínu.
Köld og undrandi stend ég utanhúss
Uppáklædd vel í fína mitt púss
Aðeins skerandi þjáning við mér skín.
Skuldfærist þetta bara á grín?
Vona’ að tár mín smá þér gleði gefi,
gönuhlaup mitt þinn trega sefi.
Reyndar mér að vita vænt um þætti:
Veröldin metur píslarvætti?
Nú ég þetta fíflahlutverk frábið
farsa þeim í þú settir á svið.
Eini sá er verkið gagnrýnt getur
Guðs er vörður hann Lykla-Pétur.
And that's the end of that.
sunnudagur, september 25, 2005
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...