Fyrst ég fór til Húsavíkur í gær á annað borð þá kom ég við í Húsasmiðjunni til að fjárfesta í pönnukökupönnu og kökuformum. Ég er þvílíkt að uppgötva mitt feminin self hérna í sveitinni. Komin með bökunardillu og hengdi upp gluggatjöld í eldhúsinu þótt þess þyrfti ekki. Það var bara meira kósý.
Í Húsasmiðjunni rakst ég á former lover frá því í öðru lífi. Ég er að vona að fyrst gamlir elskhugar eru að skjóta upp kollinum að nýir fylgi í kjölfarið.

Ummæli

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista