Þá er Da Vinci Code námskeiðinu lokið. Þótt presturinn hafi talað mikið á móti bókinni og hrakið flestallt sem Dan Brown heldur fram (ég á eftir að kanna heimildagildi beggja) þá sagði hann samt að Péturskirkjan í Róm ætti heldur að heita Maríukirkja Magdalenu. María er nefnilega postuli postulanna, það var hún sem uppgötvaði upprisuna og bar vitni um hana. Ég fyrirgaf honum talsvert mikið þegar hann sagði þetta. Hann sagði líka að konur hefðu verið mikils metnar í frumkirkjunni og það hefði ekki verið fyrr en um 300 sem karlremban varð algjör. Það er gaman þegar fulltrúi veldisins viðurkennir svona.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir