Skrattans, ég vildi að
Rakel
kæmist áfram. Ég kaus hana m.a.s. Það stafar náttúrulega af því að þegar ég var ungur og drykkfelldur vitleysingur (nú er ég bara drykkfelldur vitleysingur ha ha)* þá eyddi ég tveimur sumrum á Raufarhöfn. (Það sem einu sinni var eru gamlar minningar og tölum ekki um syndirnar!) Ég held, ég er ekki alveg viss, en ég held að ég viti hver amma hennar er. Og það er hörkukvendi! Fyrir utan það augljósa að stelpan syngur bara mjög vel. Lýsist einhvern veginn öll upp þegar hún syngur.
Ég hélt reyndar líka með Júlíusi.
en mér finnst óneitanlega alltaf dálítið gaman að horfa á sæta stráka. Systir mín benti mér á að hann er í prófíl alveg sláandi líkur George Michael (þó ekki á þessari mynd). Og það er mikið rétt. M.a.s. með strípur og eyrnalokk.

PS. Látið mig endilega vita ef textinn dettur eitthvert niður út af myndunum. Það gerðist víst síðast.

*Þetta er ekki fyllerísfærsla. Ég er bara að fíflast bláedrú og pen. (Aldrei þess vant. Neeeiii....)

Ummæli

  1. textinn er fínn, á sínum stað

    ég hélt með Skúla, og kaus hann úr öllum okkar símum ;-) Held nú samt að þetta hafi verið alveg réttlátt, þær sem komust áfram voru rosa góðar.

    SvaraEyða
  2. Já Margrét Lára var alveg frábær. Hin oflék svo ofboðslega að ég heyrði bara ekki sönginn fyrir látum:)

    SvaraEyða
  3. ég sá hana sko ekki, var að horfa í ruglaðri, heyrði bara sönginn :-)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir