Þetta er nú meira dásemdarveðrið enda bara útstáelsi á manni. Fór með litlu systur að skoða hross og aldrei þess vant var ekki rok á Kjalarnesinu. Svo fórum við upp í bústað og reyttum arfa. Voða gott fyrir sálina að vera svona í tengslum við náttúruna:)
Gerði merka uppgötvun í dag. Þegar viðgerðir stóðu yfir hér um árið þá borgaði hver stigagangur sinn hluta fyrst í byrjun. Í eitt skiptið var venjulegur þjónustufulltrúi í fríi og afleysingafulltrúinn borgaði allan reikninginn en ekki bara okkar hluta. Þess vegna fékk verktakinn alltof mikið borgað og það dekkaði næsta reikninginn. Svo að er ekki skrítið að ég finni ekki kvittunina fyrir þeim reikningi. Mér er svo létt við þessa uppgötvun að mér er eiginlega alveg sama þótt ég hafi eytt síðastliðnum fjórum dögum í að leita að þessari kvittun og sett bankann í það líka.
miðvikudagur, júlí 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli