Fór í Apple búðina í dag og ætlaði að kaupa Office 2004 : Mac pakkann en hann var sem betur fer ekki til. Komst að því að þetta kostar rétt tæpar 20.000,- kr. og næg eru fjárútgjöldin samt! Keypti í staðinn imic sem er rosa sniðugt tengi sem ég set í tölvuna og tengi plötuspilarann við og ætti að geta yfirfært allar vinylplöturnar mínar á disk núna. Komst að vísu að því eftir að hafa barist við að losa hann í entertainment center (og slasað mig á þumlinum sem er enn aumur eftir bílflautuna) að plötuspilarinn er bilaður. Damn... Þarf að skella honum í viðgerð fyrir brottflutning.
Ætla ekki að ræða meira um konur íslam í bili. Er að lesa mér til um efnið á milli þess sem ég pakka og geng frá praktískum málum. Talandi um það þá fór ég í bankann í dag og bað um afrit af greiðslukvittun eða einhverja sönnun þess efnis að reikningurinn hefði verið greiddur. Mundi ekkert bankanúmer, engar kennitölur og engin aðgangsorð. Ég held í alvöru að litla systir sem var með mér hafi skammast sín fyrir mig:) Húsfélagsþjónustufulltrúinn var veikur og hann er vanur að finna þetta allt án vandkvæða. Ég skildi bara ekkert í því hvað þetta var erfitt.
Að síðustu vil ég óska frændum mínum til hamingju með daginn. Sjötugir?
mánudagur, júlí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Eg pantadi Office 2004 frà Amazon a fostudegi og sendingin kom à mànudegi. Mun òdyrara en hjà Apple budinni.
SvaraEyðaÓkey, takk fyrir þetta:)
SvaraEyða