Fara í aðalinnihald
Fór í Apple búðina í dag og ætlaði að kaupa Office 2004 : Mac pakkann en hann var sem betur fer ekki til. Komst að því að þetta kostar rétt tæpar 20.000,- kr. og næg eru fjárútgjöldin samt! Keypti í staðinn imic sem er rosa sniðugt tengi sem ég set í tölvuna og tengi plötuspilarann við og ætti að geta yfirfært allar vinylplöturnar mínar á disk núna. Komst að vísu að því eftir að hafa barist við að losa hann í entertainment center (og slasað mig á þumlinum sem er enn aumur eftir bílflautuna) að plötuspilarinn er bilaður. Damn... Þarf að skella honum í viðgerð fyrir brottflutning.
Ætla ekki að ræða meira um konur íslam í bili. Er að lesa mér til um efnið á milli þess sem ég pakka og geng frá praktískum málum. Talandi um það þá fór ég í bankann í dag og bað um afrit af greiðslukvittun eða einhverja sönnun þess efnis að reikningurinn hefði verið greiddur. Mundi ekkert bankanúmer, engar kennitölur og engin aðgangsorð. Ég held í alvöru að litla systir sem var með mér hafi skammast sín fyrir mig:) Húsfélagsþjónustufulltrúinn var veikur og hann er vanur að finna þetta allt án vandkvæða. Ég skildi bara ekkert í því hvað þetta var erfitt.
Að síðustu vil ég óska frændum mínum til hamingju með daginn. Sjötugir?

Ummæli

  1. Eg pantadi Office 2004 frà Amazon a fostudegi og sendingin kom à mànudegi. Mun òdyrara en hjà Apple budinni.

    SvaraEyða
  2. Ókey, takk fyrir þetta:)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com