Ég ætla að viðurkenna það strax að ég veit ekki neitt. En ég bý í þessum heimi og hryðjuverk í Evrópu ógna mér. Þ.a.l. er ég á móti þeim. Ég er reyndar á móti stríði, ofbeldi, árásum og átökum almennt. Fólk á að geta gert út um deilur sínar á annan hátt.
Mér finnst Bandaríkin og Vesturveldin skipta sér alltof mikið af hlutum sem þeim koma ekki við. Ég skil t.d. ekki af hverju fv. Júgóslavía gat bara ekki fengið að útkljá sínar deilur svo að sigurvegari stæði uppi. Þannig hafa lönd og þjóðir alltaf orðið til. Ég held að afskiptin hafi orðið til þess eins að málin eru óútkljáð og stutt í illindi. Enda verið koma upp deilur hjá aðfluttum nemendum hér á landi. Það má vera að þessi skoðun sé í mótsögn við það að ég sé á móti stríði en ég held samt ekki. Ef mál eru kominn í þann farveg að ekki er hægt að útkljá þau öðruvísi þá sé best að hafa helv.. stríðið og klára það. Ekki láta þetta malla í ár og áratugi til þess eins að láta það enda í öðru stríði. Mannfallið verður meira.
Stofnun Ísraelsríkis er hið undarlegasta mál. Hvernig Könum og Tjöllum datt í hug að stofna bara eitt stykki ríki og ýta íbúunum í burtu er absurd. Reyndar dálítið klókt líka því á meðan hin forríku Arabaríki loga í innbyrðis deilum þá geta þau ekki ógnað okkur. Reyndar skil ég ekki af hverju Vesturlandabúar og Arabar geta ekki lifað í sátt og samlyndi er samt önnur saga. Ég skil það vel að Arabar vilji ráða yfir olíunni sinni og græða á henni. Mér er til efs að þeir geti stjórnað heiminum með því að loka á olíuflæðið. Við höfum reyndar bara mjög gott af því að minnka olíunotkunina.
Ég ætla að játa það hér og nú að mér er illa við Íslam. Af þeirri einföldu ástæðu að ég er kona. Íslam eru ekki kvenréttindatrúarbrögð. Trúarbrögð sem leyfa eiginmanni að ,,dangla" í konuna sína ef hún er ,,mjög óþekk" eru ekki jafnréttissinnuð. Þetta blæjumál er bara út í hött. En konur geta verið ánægðar með að þær ,,þurfa ekki" að vinna fyrir sér ef þær vilja það ekki. Ef eiginmaður er ekki til staðar þá ber næsta náskylda karlmanni að sjá fyrir viðkomandi konu. Þannig að konur mega vera börn ef þær vilja. Júbbíjei.
Ég veit ekki af hverju það var raðist á tvíburaturnana í New York. Ég skal alveg kyngja því að Kanar hafi átt þetta inni eftir afskipti sín og vestrænar þjóðir bera ábyrgð á dauðsföllum og þjáningum. Allt í lagi. Ég skil samt ekki af hverju saklaust fólk þurfti að gjalda fyrir það. En það er víst alltaf saklaust fólk sem þarf að líða.
Ég studdi innrásina í Afganistan. Aðallega vegna þess að mér fannst löngu orðið tímabært að Talibanar væru hraktir frá völdum. Þeir fóru illa með konur. Það mátti líka alveg hafa hendur í hári Osama Bin Laden.
Ég hvorki skildi né studdi innrásina í Írak. Innrásin í Írak afsakar samt ekki hryðjuverkin í London. Engan veginn. Það eru ákveðnar reglur í stríði. Írakar vissu að það átti að ráðast á þá. Þeir voru látnir vita. Fólkið í London hafði ekki hugmynd um að það væri stríð í gangi, frekar en fólkið í New York. Ég veit að saklaust fólk deyr unnvörpum í Írak en af hverju er það? Eru það ekki Írakar sjálfir sem eru að drepa fólkið sitt? Ég er ekki að segja að líf þessara saklausu Íraka sé minna virði en Vesturlandabúa en af hverju eiga Lundúnabúar að gjalda fyrir þetta?
Ég er ekki að segja að það eigi að ráðast á þessar þjóðir. Það hlýtur að vera hægt að leysa þennan vanda einhvern veginn öðruvísi. Ég trúi því og treysti að með tímanum verði jafnréttisþróun í Íslam og þá get ég lifað í sátt og samlyndi með Múslimum. En núna liggur samúð mín hjá Evrópu og Jesú.
sunnudagur, júlí 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Mig langar bara að minna á að Biblían er ágætis bók fyrir kvenhatara og svo býð ég þér að koma með mér í Hammam næst þegar þú átt leið um París. Þar getur þú hitt alvöru íslamskar konur og fengið að vita ýmislegt um líf þeirra sem hentar W og öðrum vestrænum valdafíklum alls ekki að útvarpa á netinu.
SvaraEyðaJá, ég veit en flest okkar lifa ekki lengur bókstaflega eftir Biblíunni. Einhvern tíma heyrði ég líka að þetta viðhorf gagnvart konum væri mistúlkun á Kóraninum en ég hef ekki fundið neitt um það enn þá.Ég er að vitna í þessa síðu sem ég fann og mér finnst mórallinn þar vera ,,við erum svo góðir við konur, við leyfum þeim þetta og hitt. En ég er sem sagt að leita mér upplýsinga um viðhorf Íslam gagnvart konum og vil endilega vita meira.
SvaraEyðaEinu síðurnar sem ég veit um eru á frönsku.
SvaraEyðaEn það er nákvæmlega jafn mikið mark tekið á upprunalegu bókinni hjá "eðlilegum" islömum eins og hjá "eðlilegum" kristnum, því get ég lofað þér.
Ég gúgglaði islam and women og fyrsta síðan sem birtist virðist mjög áhugaverð við fyrstu sýn. Farðu neðarlega og þar eru ýmis greinasöfn.
SvaraEyða