Sköllóttir súkkulaðistrákar
Var að horfa á Once upon a time in Mexico mér til gleði og ánægju. Hef alltaf gaman af því þegar fullt af sætum og myndarlegum mönnum er safnað saman í eina mynd. Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles slær nú samt allt út í þeim geira. Jemundur eini, sætleikinn sem lak af tjaldinu. Eina skiptið sem Tom Cruise hefur ekki purrað mig.
Banderas leikur líka í Once upon a time... en það er farið að slá svolítið í kallinn. Eldast illa þessir Spánverjar. Hins vegar voru Johnny Depp
og Enrique Iglesias
í myndinni. Johnny Depp er náttúrulega bara klassískt sjarmatröll og Enrique er alveg ofsalega sætur. Fyrst til að byrja með sá ég aldrei neitt nema þennan brúna blett í andlitinu á honum en svo þegar ég fór að gægjast á bak við blettinn þá kom þessi sæti strákur í ljós. Eini gallinn við þessa sætu stráka er sá að þeir eru farnir að missa hárið. Nú finnst mér ekkert athugavert við það að karlmenn missi hárið, held að meirihlutinn geri það með tímanum. Mér finnst samt bara sanngjarnt að þeir hafi líka viðkvæmt útlitsdæmi, nóg höfum við konurnar af þeim. Hins vegar geta súkkulaðistrákar ekki verið sköllóttir. Það gengur bara ekki upp. Eftir nákvæmar rannsóknir þa sýnist mér á öllu að George Michael vinur minn, og hann er aðalsúkkulaðigæinn bara svo það sé á hreinu, hafi farið í e.k. hárígræðslu. Hann vill að vísu ekki vera kyntákn og fór í mál og alles út af því en þegar maður er búinn að markaðsetja sig sem súkkulaði strák þá eru góð ráð dýr.
Þessi undarlega hárgeiðsla á Enrique er náttla algjört comb-over og Johnny er byrjaður að stunda þetta líka eða mæta með hatt.
sunnudagur, júlí 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli