5 tilgangslausar staðreyndir um mig.
1) Ég er algjörlega ósynd og er haldin alvarlegri snú-snú fötlun. Kemst aldrei út úr hoppi og enda alltaf á því að snúa.
2) Það var ekki fyrr en ég var orðin 29 ára sem ég gat hlaupið einhverja vegalengd án þess að standa á öndinni. Þá fyrst uppgötvaðist að ég er með áreynslu- og ofnæmisasma og ég fékk púst.
3) Þegar ég var barn-táningur fóru amma Didda og afi Ármann til Parsar og komu með tvo langröndótta trefla handa mér og stóru systur. Minn var með skærari litum og ég gekk með hann lengi lengi. Var farin að þekkjast á honum. Litla systir nappaði honum síðan og hann varð þekktur á henni líka. Núna á ég trefil stóru systur og nota talsvert. Æðislegir treflar.
4) Maðurinn sem var sérhannaður handa mér á himnum neitar að horfast i augu við örlög sín og skyldur gagnvart alheiminum.
5) Það er þrennt sem mig langar til í lífinu: Gefa út bók, fara á þing og verða rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Maður á víst að klukka 5 aðra en mér sýnist flestallir vera búnir. Ég klukka því bara Veigu", BKNE manninn og Heljarreið.
Update. Þar sem Snjófus er tölvutengd (ég hrapaði að ályktunum) þá fær hún hér með klukk:)
þriðjudagur, september 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Það er sem mig gruni að allt þetta þrennt í lið 5. eigi eftir að rætast. Hef því miður enga tilfinningu gagnvart þessum sérhannaða manni en krosslegg fingur þín vegna.
SvaraEyða:o)
A-ha! Þú kemst í tölvu. Var einhvern veginn viss um að þú værir í útlöndum og kæmist ekki í tölvu, þess vegna klukkaði ég þig ekki. Því er hér með breytt og þú ert klukkuð.
SvaraEyða