Samkennarar mínir voru að líkja mér við fellibylinn Rítu ég væri farin að sækja svo í mig veðrið. Skil ekkert í þessu, hélt ég væri að fara varlega að þeim. Tóku því samt mjög góðlega að ég stæli bæði bekkjum og tímum í dag til að sýna Forrest Gump. Verkefnið sem þau eiga að vinna er á flottu síðunni minni. (Ég er ferlega ánægð með sjálfa mig, sko!)
Að mínum prívatmálum þá er ég búin að panta tíma í klippingu svo faxið fer að fjúka. Og það er búið að hafa samband við einn ógiftan bróður fyrir mína hönd og fleiri í sigtinu. Þetta er allt að bresta á:)
PS: Það er mynd af sætum smáhundi í flottri lopapeysu í Skránni (húsvískur fréttamiðill)í dag. Mér finnst ég hafa séð módelið og peysuna áður?
fimmtudagur, september 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Á að láta allt hárið fjúka?
SvaraEyðabara stutt?
Ó já, alveg búin að gefast upp á þessu.
SvaraEyða