Í gærkvöldi var haldið þingeyskt kennarapartý með grísku ívafi. Maturinn var mjög góður og tókst flestum að borða sér til óbóta. Svo var sungið. Það er sko ekkert íslenskt fyllerísgaul í þingeyskum partýum, neineinei, hér er sungið raddað og prófessjonalt. Ég sé ekki fram á að komast í kirkjukórinn.
Um miðbik var ég kölluð upp á svið og tilkynnt formlega að hingað væri komin einhleyp kennslukona með miklar væntingar. Best að taka það fram núna að það makar voru með svo þetta var ekki bara mitt samstarfsfólk. Því miður væri fátt um fína drætti eftir í sveitinni svo ekki víst að eiginmaður fyndist handa konunni. Það versta við þetta allt saman væri að pipraða kennslukonan hefði alveg sætt sig við að fá að hafa kött en það væri bannað. Því hefði konan keypt köttinn í sekknum. Svo fékk ég kött í sekk að gjöf. Þá þurfti líka að segja frá því að þegar þau voru að reyna að fá upplýsingar um óskir mínar þá hafði ég svarað því til að ég hefði engar sérþarfir, væri orðin 35 ára og örvæntingarfull. Að vísu kom ég því seinna á framfæri að ég vildi enga kvennabósa. Þessu var öllu komið formlega til skila í veislunni.
Kosturinn við þetta var sá að þar sem konur eru í meirihluta í starfsliðinu þá voru karlarnir þeirra mættir og karlar þekkja karla. Skyndilega var farið að ræða á öllum borðum um möguleg eiginmannsefni og treysti ég á að koma mín fari nú að berast um sveitir. Við komumst nefnilega að því um daginn að markaðssetningu minni væri eitthvað ábótavant.
Svo voru auðvitað kveðnar vísur og sungið meira og mjög gaman.

Ummæli

  1. oh, það er svo gaman í svona partíum þar sem allir kunna lögin í röddum. Hefði verið til í að vera þarna.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir