Var að fá gjörsamlega skelfilegan reikning frá Símanum. Fyrir utan það að vera sá hæsti símreikningur sem ég hef fengið um ævina þá er hann einnig merkilegur fyrir þær sakir að ég er ekki skráður notandi hjá Símanum. Þar sem ég þarf að borga grunnáskrift fyrir línuna því mitt fyrirtæki er ekki með grunnlínu í Aðaldalinn þá ákváðu þeir að rukka mig bara líka fyrir notkunina. Hæsti hlutinn er netsambandið en Síminn er með hærra mínútugjald sem og innhringigjald sem mitt fyrirtæki er ekki með. Þannig að ég hef verið að fara á netið nokkrum sinnum á dag í svo og svo langan tíma í trausti þess að ég þurfi ekki að borga neitt innhringigjald. Þegar ég fékk reikningi9nn hringdi ég í Símann til að spyrja hvernig þeim dytti þetta í hug og þurfti að biða í 25 mínútur eftir samtalsbili. Ekki ánægð. Þetta hefur verið leyst svona nokkurn veginn. Mínum kostnaði verður mætt en mér reiknast samt til að ég sé að tapa einhvað á þessu. Fyrirtækin kenna hvort öðru um og alsaklaus neytandinn tapar. Týpískt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir