Ég gleymdi (aaalveg óvart) að taka vigtina með mér hingað norður. Búin að vera ægilega ánægð og sannfærð um að ég sé að grennast. Svo í gær rúntaði ég til Húsavíkur að kaupa ýmislegt eins og eldhúsljós og ákvað að kaupa baðvog því ég var orðin talsvert forvitin um hversu mikið ég væri búin að léttast. Þessi andstyggilega, húsvíska viðurstyggðarvigt er bara algjört drasl og handónýt. Handónýt, segi ég!

Ummæli

  1. Það er örugglega ekkert að marka svona tæki á landsbyggðinni. Þarna er komin skýringin á því af hverju akureyskar konur mældust svo þungar um árið. Þetta er allt svindl! ;)

    SvaraEyða
  2. hei, er þetta svona glær og óxla flott vigt? ég keypti svoleiðis í Heimilistækjum og hún virkar ekki fyrir fimmeyring. Þarf að skella henni í gólfið til að fá upp tölur og þá er nú ekki mikið að marka útkomuna. Fórum og skiluðum henni og fengum peningana til baka af því að hinar í búðinni virkuðu ekki heldur...

    SvaraEyða
  3. Samsæri!!! Vissi það.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir