mánudagur, nóvember 14, 2005

Draugagangur í sálinni

Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa' er aldrei varð
vill mig láta sjá.

Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.

Aftur svíða gömul sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.

Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.


Ég endursamdi þetta (eins og ég var hvött til). Er ég ekki bara að ná hrynjandinni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...