Draugagangur í sálinni

Í kærleikans kirkjugarð
klöngrast dáin þrá.
Rís þess vofa' er aldrei varð
vill mig láta sjá.

Í dimmu draumalandi
dansar vonin feig.
Því ást á eyðisandi
aldrei verður fleyg.

Aftur svíða gömul sár,
sorgin leikur brag.
Flæða aftur tregatár,
taktfast muldra lag.

Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.


Ég endursamdi þetta (eins og ég var hvött til). Er ég ekki bara að ná hrynjandinni?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir