Keypti tvær vekjaraklukkur í gær svo ég svæfi nú örugglega ekki yfir mig. Ég hef þær sérþarfir að það má alls ekki heyrast tikk í klukkunum. Gjörsamlega þoli það ekki. Stóð því í helstu verslunum nágrannabæjarins og hlustaði klukkur. Það er kannski ekki skrítið að verslunarfólk sé farið að heilsa mér. Gat svo ekki sofnað síðustu nótt. hefur væntanlega vantað bláa diskóljósið til að blikka mig í svefn.
Hér er farið að verða jólalegt. Kirkjukórarnir eru líka farnir að æfa fyrir aðventuna. Milliraddir syngja mest eintóna. Mér finnst það auðvitað ekki nógu gaman og laumast reglulega yfir í sópran. Það er svo auðvelt að afvegaleiða mig, ég syng bara með þeim sem ég heyri ´mest í.
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli