Ég hakkaði niður brauðenda um daginn og gaf fuglunum. Skömmu eftir að ég setti þetta út þá frétti ég að nágranni minn berst við mikinn músagang. Þær eru búnar að naga gúmmí úr botninum á bílnum og ein dauð á hverjum morgni í músagildrunni. Þetta er jú árstíminn sem þær fara að leita skjóls. Kennslustofan á meðferðarheimilinu er í kjallara og við fengum eina á gluggann um daginn. Alla vega, ég hafði miklar áhyggjur af því að ég væri bara að gefa músunum og hef því aðeins haft auga með brauðhrúgunni. Þegar ég leit út um gluggann áðan þá sá ég í fyrsta skipti einhvern að snæðingi. Það var ekki mús og ekki fugl heldur köttur. Svo ég ætla bara að halda áfram að gefa kisu að borða. Bæði í algjöru hefndarskyni vegna þess að hér er bannað að vera með gæludýr og hún hlýtur að halda músunum frá.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir