fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Það er þemavika í skólanum og mikið í gangi. 10. bekkur er að setja upp Dýrin í Hálsaskógi og það virðist ætla að verða mikil og skemmtileg sýning. Kemur í ljós á árshátíðinni. Ég og 8. bekkur settum upp eitt atriði úr Animal Farm á samverustund í dag. Það var ekki stórkostlegur leikstjórnarsigur fyrir mig. Mér til afsökunar þá kom þetta seint til og æfingar voru litlar. Við sungum alla vega Ungar skepnur, aldnar skepnur við Njallann. Ég held að krakkarnir læri síst minna á svona vikum en hefðbundnum. Þar sem við æfðum lítið þá höfðum við bara sungið lagið einu sinni. Í morgun heyri ég svo lagið, þá höfðu krakkarnir átt lausa stund, gripið tónlistarkennaranema og beðið hann að hjálpa sér. Glæsilegt frumkvæði. Hvað eiga börn í grunnskóla að læra ef ekki að bjarga sér?

1 ummæli:

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...