þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Vekjaraklukkan mín er biluð svo ég hef notað gemsann sem vekjara undanfarinn mánuð. Gemsinn lýsist allur upp og blikkar bláum bjarma ef hann vill segja eitthvað. Eins og t.d. vekja mig. Nú eða leita að signal, sem hann gerir ansi oft. Eina nóttina þegar svefnherbergið mitt lýsist allt upp í bláum bjarma þá svona hvarflaði að mér að þetta væri kannski ekki sniðugt. Hvað gæti fólk haldið?
Ég sem sagt að hugsa um að fara til Húsavíkur og kaupa mér vekjaraklukku þótt það sé skítakuldi og snjófjúk. Ég gæti nefnilega keypt mér nammi í leiðinni:)

2 ummæli:

  1. Hvað gætu nágrannarnir svosem haldið? :o

    SvaraEyða
  2. Eru einhverjir nágrannar í sveitinni? Annars skaltu kæra þig kollótta um hvað öðrum finnst!

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...