Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá. 
Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti.
Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017. 

Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir.






Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá.

Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út. Það er hægt að höggva á þennan hnút á morgun.

Nei, ég skil þetta ekki heldur.

Sá sem semur fyrr fær meira. Þegar annar er búinn að selja þá þurfum við ekki að kaupa hinn út.
Eruð þið góðir vinir? Getið þið treyst hvor öðrum í blindni?
Er þínum hagsmunum virkilega best borgið þannig?

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir