Fifty-fifty

Ég kvartaði við H. undan því að hann væri að hagnast á húsinu á sama tíma og ég sá Martein varla því hann var alltaf í vertöku fyrir búið. Best að taka fram að launin hans hækkuðu ekkert þótt hann ynni myrkranna á milli og sást ekki heima hjá sér. Þá stakk H. upp á því að við myndum hækka launin hjá Marteini. Við gerðum það einn mánuð en ekki lengur því við vildum ekki að launaskuld H. yrði meiri en Marteins og hann gæti sölsað undir sig stærri hlut í búinu.
Vegna þessarar útleigu H. sótti ég það stíft að við myndum stofna ferðaþjónustufyrirtæki utan um suðurbæinn. H. var mjög tregur til og samþykkti það ekki fyrr en ég stakk upp á að Marteinn ætti það með honum en ekki ég. Þá samþykkti hann það loksins. Hann samþykkti einnig að ég yrði framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ég talaði alltaf um að ég fengi laun og hann fengi leigu fyrir húsið sem væri sú sama og launin svo myndu þeir tveir skipta hagnaði. Hann einn fengi því 50% og við tvö 50%. Þetta samþykkti hann allt saman.
Hann ætlaði sér líka að leigja út herbergi í Gamla bæ til að það væri ekki, eins og hann sagði sjálfur, pláss fyrir ættingjana.* Þegar ég spurði hann hvort Hálsbú ehf. eða Tveir bræður sf. ættu að fá leiguna þá kom á hann. Að lokum svaraði hann að réttast væri að Hálsbú fengi leiguna. Það var því alveg ljóst að hann ætlaði að stinga þeirri leigu í eigin vasa. Það varð svo ekkert úr þeirri útleigu þar sem verðandi leigutaka fannst húsnæðið ekki boðlegt. Húsnæði sem H. ætlaði að gera upp.

*Hann var nefnilega orðinn dauðleiður á þessum langdvölum sjálfur þótt þau séu bestu vinir hans núna.

ATH! Breytt plan! Færslurnar munu núna birtast annan hvern dag til að þetta taki lengri tíma. 

Næst: Ferðaþjónustan.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir