Fara í aðalinnihald

Suðurbærinn

Haustið 2013 var orðið ljóst að föðurbræðurnir, Helgi og Hrólfur, höfðu fengið nóg af jarðvistinni og hugðu á brottför. Hrólfur hafði gert erfðaskrá þar sem hann arfleiðir þau systkini; Martein, A., H.H. , G. og H. að sínum eigum. (Gunnarsbörn.) Helgi hafði hins vegar ekki gert neina erfðaskrá. Ákveðið var að tryggja að eignarhald húss þeirra, svokallaður suðurbær, færi ekki út um víðan völl. Lögerfingjar Helga voru bræður hans og börn þess er var látinn. Leggur H. til að hann fái húsið. Eitthvað var það rætt, enda ekki eðlilegt að hann fái hús upp í hendurnar, en hann fullyrti að Marteinn myndi njóta góðs af ráðstöfuninni. Skildi ég þessa ráðstöfun á þann hátt að H. flytti í suðurhúsið og Gamli bær, húsið sem búið á, yrði notað undir ferðaþjónustu. Ég er ekki ein um þennan skilning, Marteinn og A. skildu þetta einnig svona.


H. greiddi ekki krónu fyrir húsið. Útbúið var afsal og talað um skuldabréf en það skuldabréf var aldrei útbúið. Þeir bræður þrír eignuðust Hálsbú á sínum tíma með sama hætti og A. og H.H. eignuðust hlutinn í R með þessum hætti.
Það er sennilega tilvalið að skjóta því hér inn í að yfirfærslan á Suðurbæ til H. má teljast mjög vafasamur gjörningur. Þeir bræður voru ekki orðnir andlega veilir á neinn hátt en yfirfærslan átti sér engu að síður stað rétt rúmum mánuði fyrir andlát þeirra og þeir skrifuðu undir pappírana þegar þeir lágu á sjúkrahúsi. Bara það eitt og sér getur vakið vafa.
En hvaða þýðingu hefur þetta?
Helgi og Hrólfur áttu húsið saman, sitthvor 50%. Hrólfur hafði gert erfðaskrá þar sem Gunnarsbörn erfðu allt hans svo 50% hússins eru strax kominn til þeirra systkina. Helgi hafði ekki gert erfðaskrá svo bræður hans voru lögerfingjar hans. Þeir voru fjórir svo hver átti að fá 12,5% af húsinu. (Hefði Hrólfur dáið á undan Helga hefðu þessi hlutföll breyst.) Þannig að 12,5% hefðu átt að ganga til Hrólfs sem hans erfingjar hefðu svo fengið, þ.e. Gunnarsbörn. Gunnar hefði líka átt að fá 12,5% . Eftir standa sitthvor 12,5% sem Sigurður hefði átt að fá annars vegar og Jakobsbörn hins vegar. Jakob átti 6 börn svo þessi 12,5% hefðu deilst niður og orðið rétt rúmlega 2% hlutur. Það er vissulega ekki mikið en samt vika ef hugsað er um húsið sem sumarbústað. Það er líka ákveðið tilkall, ákveðinn réttur sem var hunsaður.
Þá geta snuðaðir erfingjar velt því fyrir sér af hverju þeir fá ekki að dvelja í húsinu heldur er alltaf boðið upp á "óíbúðarhæfa" húsið með börnin sín.
Já, við Marteinn tókum fullan þátt í þessu og fórnuðum 12.5% eignarhlutdeild Marteins fyrir vikið. Og hinna systkinanna líka. Getum engum um kennt nema sjálfum okkur fyrir að trúa og treysta þessum manni.
Um voruð 2012 vorum við Marteinn svo lánsöm að eignast annan dreng. Í byrjun janúar 2013 fæ ég svo vinnu við framhaldsskóla. Ákveðum við Marteinn að hann fari í fæðingarorlof og fáum hingað, í samráði við H., hjón til að vinna við búið. Maðurinn er ráðinn og hluti af laununum er fæði og húsnæði fyrir hann og konuna. Þau voru með lítið barn en það borðaði auðvitað lítið. Þau bjuggu uppi í Gamla bæ, sem búið á, með H. en borðuðu alltaf hádegismat í Villa Nova á kostnað okkar Marteins. Búið greiddi launin.

Á morgun: Ættingjarnir.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Að greinast með krabbamein

 

Fáránleg staða

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir þá hef ég verið að endurbirta, lítillega uppfærða, greinargerð sem hefur verið aðgengileg á netinu frá því 7. júní í fyrra. Ég vakti reyndar ekki athygli á henni fyrr en í október eftir kattamálið og fékk hún talsverðan lestur þá.  Vegna þessarar endurbirtingar er núna verið að reyna að setja mér einhverja úrslitakosti. Það sem er nú kannski merkilegast við það er sú staðreynd að þetta er greinargerðin sem viðkomandi dreifði sjálfur út um allt í nóvember 2017.  Það eru ekki margar konur svo æðislegar að m.a.s. þegar menn hata þær þá vilja þeir samt búa sem næst þeim og gera allt til að svo verði sem lengst. En út á nákvæmlega það ganga þessir afarkostir. Ég verð að segja eins og er að þessi staða er einhver sú fáránlegasta sem ég hef upplifað og er þó orðin eins gömul og á grönum má sjá. Meðeigendurnir fullyrða báðir að þeir vilji selja. Við viljum kaupa. Peningarnir liggja í bankanum og bíða eftir að verða borgaðir út

Sannleikurinn, slúðrið og ástin.

  Eftir að ég varð “klikkaða kerlingin á Hálsi” þá hef ég tekið kjaftasögum með mun meiri fyrirvara en áður. Ég hef lært að orðatiltækið „sjaldan veldur einn er tveir deila“ er kjaftæði og sannleikann er ekki endilega að finna í miðjunni á sitthvorri hliðinni. Sumir eru fullfærir um að valda og viðhalda deilum alveg einir árum saman og ljúga út í eitt. Ég hef líka fengið staðfest að það virðist mega tala hvernig sem er um konur og miðaldra konur alveg sérstaklega séu mun ómarktækari en aðrar. Þá eiga konur sem veikjast að einbeita sér að veikindum sínum. Ekki eyða orkunni í eitthvað annað. Ekki samt tala um veikindin. Bara halda kjafti. Helst úti í horni. Með þessa reynslu í farteskinu hefur mér fundist erfitt að fylgjast með fréttaflutningi og umræðum um Sólveigu Önnu annars vegar og mál Jóns Baldvins hins vegar. Orðræðan um Sólveigu Önnu hjó mjög nærri; klikkuð og erfið. Þetta er mjög algeng orðræða um konur, sérstaklega þær sem neita að læðast meðfram veggjum. Sólveig Anna benti