Búinn að vera rólegur og góður dagur. Reyndi mitt ítrasta í húsmóðurhlutverkinu en komst ekki lengra en að hengja upp plakatið sem datt niður fyrir tveimur mánuðum. Þetta er bara of erfitt. Ætli að það séu til húslegir karlmenn? Ef svo er ætti ég þá að fá mér svoleiðis stykki? Það truflar mig líka talsvert mikið að ég var ægilega húsleg í fyrra (ég hef samt aðeins tínt upp og ryksugað í millitíðinni) og fékk þennan líka skelfilega tennisolnboga. Ég var farlama í marga mánuði. Fannst það gríðar óspennandi í alla staði.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista