Fara í aðalinnihald
Þegar ég gafst upp á svefnbarningnum dreif ég mig í heimsókn til múttunnar og kattanna. Þá hringdi smiðurinn og vildi endilega fá parkettlistana, helst núna. Svo ég dróst dauðsyfjuð upp úr stólnum og af stað. Það lék grunur á því að mín eðalkerra myndi ekki hafa nóg pláss fyrir listana svo við við fórum á Hiluxnum sem er ágætur bíll en enginn ægilegur innanbæjarsnattari. Það var svo sem er í lagi nema fyrir svefnleysið og það að ég er orðin vön sjálfskiptingu enda á klassa Amerískum.
Í Húsasmiðjunni þurftum við að labba nokkrum sinnum fram og til baka í leit að starfsfólki þar sem slatti er í sumarfríi. Svo þurftum við að sækja listana út í Timbursölu sem er auðvitað ekkert biggie af því ég veit nákvæmlega hvar hún er. Nema hvað það eru sems é fleiri byggingar á staðnum svo okkur var vísað nokkrum sinnum fram og til baka. En við komumst loks á áfangastað og ég ætlaði að sækja listana sem ég hélt að væru svona 1-2 metrar en reyndust 3.6metrar. Nú, skottið er svona ca. 1.2 metrar svo þyngdarlögmálið var okkur heldur óhagstætt. (Þetta þyngdarlögmál hefur reyndar alltaf verið mér til bölvunar en það er annað mál.) Afgreislumaðurinn benti mér á að setja varadekkið ofan á endana til að halda við svo ég þurfti að skreiðast upp í skottið. Um leið og ég lyfti öðrum fæti gerði bak-mjaðma-rassverkurinn heiftarlega vart við sig svo ég sá fram á að þetta hæfist ekki öðruvísi en með hávaða, látum og skelfilega stirðbusalegum klifurtilburðum. Gat ekki hugsað mér að verða mér þannig til skammar svo ég reyndi þetta ekki einu sinni. Afgreiðslumaðurinn sem er ca. 50 árum eldri en ég sá aumur á mér og klifraði fyrir mig.
Ég hef áður sagt frá þessum bakverk. Hann var lengi vel ofarlega á hægri rasskinn en hefur verið á flakki upp í mjóbak, hina kinnina, mjaðmirnar almennt, leitt niður í fætur og verið almennt og yfirleitt til leiðinda. Þetta er ekki brjósklos heldur líklega bólgur í vöðvafestingum. Ég fór til læknis út af þessu og niðurstaðan af þeim fundi var að þetta stafaði af:
a) elli
b) offitu
c) aumingjaskap
d) all above.
Ég hallast að d. Þetta er ógeðslega vont en ég fer aldrei og læt nudda á mér rassinn! Aldrei nokkurn tíma! Ég hef einu sinnu farið í sjúkraþjálfun sem var stútfull af konum og einum ungum og myndarlegum manni. Og hver ætli að hafi verið sjúkraþjálfarinn hennar Ástu?
Svo þurfti ég að keyra með fínu parkettlistana langt lafandi út úr bílnum á ská og var í nettu sjokki að þeir myndu detta út eða berja niður gangandi vegfarendur eða skrapast utan í ljósastaura. Svo ég keyrði auðvitað á 20 og var algjört pain í umferðinni. Á áfangastað gat ég klöngrast upp í bílinn því það voru engin vitni nema múttan og þá var ekkert eftir nema bera þá upp á 4. hæð. Nú, fjölbýlishúsastigagangar bjóða ekki upp 3.6 metra snúninga. En þegar ég var búin að berja listunum utan í öll horn og veggi til að komast að þessu þá fékk ég þá hugljómun að nýta mér stigahandriðaopið. Það kallaði hins vegar á að ég gat ekki borið heldur þurfti að lyfta og toga á víxl. Og núna er ÉG ER AÐ DREPAST Í BAKINU!!!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

Æviveginn arkar hrund, ellin handan bíður. Langt í hennar lokastund Lofar aldur þýður. Lífið allt hið ljúfast er. Lægðir þó á köflum. Veginn stundum skrattinn sker, skakar illum öflum. Tröllum birginn bauð og hló. Barðist eins og fjárinn. Litlar skeinur skapar þó, skreppa fram þá tárin. Allt í einu skrugguský. Skelfur allt af ótta. Tættur vegur, drulludý. Dregið fyrir flótta. Fellur kona´á fætur sér, finnur kaldan náinn. Undir kufli beinin ber. Blikar nótt á ljáinn. Skekur skelfing líf og sál, skuggar fylla hjarta. Vona’ og drauma brennur bál, beiskum tárum skarta. Móðir óttast, örvingluð. Allar bænir biður: “Leyfðu mér að lifa, guð Ljóstu meinsemd niður.”

Að greinast með krabbamein

 

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Fasteignasalan Byggð.  Vegna aðstæðna viljum við selja fallega einbýlishúsið okkar í sveitinni. Húsið er byggt 2010, 161 fm steypt. Fjögurra herbergja. Samliggjandi stofa og eldhús. Tvö baðherbergi. Búið er aðallega kúabú/mjólkurbú með ýmsum aukaverkefnum.  Einnig er hægt að fá lítið gistikot sem stendur við húsið og gefur ágætar tekjur.  Húsið er í leigu með góðum og skilvísum leigjendum. Fyrir liggur nýlegt verðmat á öllum eignum sem og skýrsla um rekstur búsins. Þessar eignir seljast saman. Vert er að benda á að skv. Reiknilíkani byggingarkostnaðar kostar rúmar 80 milljónir að byggja 161 fm hús í dag. Vinsamlegast hafið samband við Martein ef áhugi er fyrir hendi, hann veit allt um búreksturinn. GSM 893-3611 Email marteinngunnars@gmail.com