Jæja, sólarhringurinn er að komast á réttan kjöl enda ekki seinna vænna, kvöldvakt í kvöld og morgunvakt á morgun. Fjögurra daga fríið mitt er sem sagt farið veg allrar veraldar og nýtt í ósköp lítið. Nema hvíld náttúrulega, alltaf spurning hvort það sé slæm nýting á fríi. Hins vegar líður tíminn alltaf hratt, hann spænist áfram eins og einhver túrbómaskína.

Sé að Blogger hefur verið eitthvað að breyta og betrumbæta. Býður t.d. upp á að maður breyti tíma og dagsetningu eftir hentugleikum. Hélt ég hefði himinn höndum tekið þar sem ég get ekki rambað rétt á klukkuna og breytti í gær. En færslan kom nú samt með gömlu tímasetningunni. Finnst þetta ekki nógu sniðugt. Sá fram á alveg gríðarlega sniðuga fjarvistarsönnun ef ég myndi einhvern tíma fremja glæp. ,,Já, en sjáðu nú til herra varðstjóri. Ég get ómögulega hafa framið glæpinn af því að ég var að blogga á þessum tíma."
Ekki svo að skilja að ég ætli mér að fremja glæp en mér finnst samt vanta raffinerað bankarán í íslenska sögu. Ekki svona sokkabuxur á hausnum dæmi heldur þar sem er grafið inn í hvelfinguna og allt útspekulerað og flott.

Ummæli

  1. Það er til gömul saga sem heitir "Allt í lagi í Reykjavík" eftir Ólaf Friðriksson, og fjallar einmitt um svona bankarán.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Blikar á ljáinn

161 fm einbýlishús, 1/3 í kúabúi og gistikot til sölu á 73,5 milljónir

Að semja við narsissista