Deilan er í hnút og engin lausn í sjónmáli. Verkfallssjóðurinn endist ekki endalaust og hvað er þá til ráða? Ég neyðist væntanlega til að fá mér vinnu. Þar sem ég hef tilhneigingu til að brenna brýrnar að baki mér þá verð ég væntanlega að reyna eitthvað nýtt. Einu sinni var mikið auglýst eftir ráðskonum í sveit, ætli að það sé alveg hætt? Ég gæti alveg hugsað mér að verða sveitamaddama og slár tvær flugur í einu höggi. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að krækja í bóndann.
reyndar bý ég svo vel að hafa unnið í sumar fyrir bárujárni sem reyndist síðan skemmtilega ódýrara en ég hélt það yrði svo ég ligg enn á smá sumarhýru. Ég er líka ógift og barnlaus og 90. þús duga til að halda mér uppi. Þ.e.a.s.ef ég geri ekkert annað en að halda mér á lífi. Mér finnst reyndar undarlegt að ég borga í verkalýðsfélagið af launinum mínum sem er tekinn skattur af og svo þarf ég að borga staðgreiðslu af verkfallsbótunum. Er þetta ekki tvísköttun? Og ná þessar bætur skattleysismörkum. Mér finnst þetta eitthvað undarlegt.
föstudagur, október 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Er það hrikalega fordómafullt af mér ef ég segi að ég sé að missa umburðarlyndið með umburðarlyndinu? Ég var nefnilega að horfa á fréttirnar...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli