Ég er með algjört Egó æði í dag. Búin að brenna disk með lögunum sem voru spiluð í gær. Gleymdi samt Rækju-reggíinu! Ég á auðvitað allt sem goðið hefur gefið út. Fyrir utan örfáar smáskífur. Þau lög eru á safndiskum. Mér finnst goðið vera með æðislegt come-back. Mér fannst vera orðinn dálítið gamall en hann afsannaði það í gær. Og btw. það er tvennt ólíkt að vera gamall og gamall. Ég er ennþá í losti yfir ástandinu á George Michael. Verð að taka það fram núna að ég er rokkari inn við beinið, Michaelinn tilheyrir bara unglingsárunum svo sterkum böndum.
Talandi um það. Í sumar þegar vesenisdagarnir voru í skólanum þá var verið að grilla úti og litla fólkið úr barnadeildinni var á vafri í unglingadeildinni. Þá stillti einn lítill sér fyrir framan mig og sagði aðdáunarrómi: ,,Þú ert rokkari!" Ég var þvílíkt ánægð.

Heyrist á öllu að fólk sé farið að tala saman í Karphúsinu. Það er hið besta mál. Það verður samt greinilega ekki vinna á morgun svo ég er búin að draga vídeóspólur í hús. Ekkert dónalegt, bara Star Wars.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir