Ætti ég að vera statisti í bíómynd? Vantar víst aukaleikara í umferðaslys. Kannski verð ég uppgötvuð, og svo fræg og rík með eindæmum. Af hverju ekki að daðra aðeins við kvikmyndastjörnudrauminn, ég er búin að daðra við poppstjörnudrauminn. Við kennararnir vorum með þvílíkt atriði á síðustu árshátíð að ég er bara yfir mig bit að við skyldum ekki komast á vinsældalista.

Ég er farin að rifja upp gamlar minningar. Þetta endar með því að ég skrifa ævisöguna hérna. Er ekki að finna mig í því að þrífa og taka til. Mér skilst að heimili grunnskólakennara landsins ilmi nú og glansi af skúripúlver og fínheitum.

Ummæli

  1. Ekki mitt heimili. Það er meira að segja með versta móti í dag.....

    SvaraEyða
  2. Við fengum grunnskólakennara í heimsókn, sem ryksugaði og þurrkaði af. Fín þjónusta í verkfallinu. Kærar þakkir. ;)

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir