miðvikudagur, október 06, 2004

Fór með fína bílinn minn, Ford Orion '87, í skoðun. Hann flaug ekki í gegnum skoðun mér til mikillar furðu, nánast nýr úr kassanum. Hann hefur stundum tilhneigingu til að drepa á sér hist og her og þurfti akkúrat að vera þannig í morgun svo ég var búin að keyra stóran hring til að hita hann upp og gefa vel í á öllum ljósum. Svo talaði skoðunarmaðurinn um að það væri mikil bensínlykt af honum. Ég kom auðvitað alveg af fjöllum. En það er svona ýmislegt sem þarf að ditta að. Þarf að íhuga hvort það borgi sig eður ei.

Af því að ég er í verkfalli (ef það hefur farið fram hjá einhverjum) þá er ég að sinna ýmsum praktískum málum eins og í morgun. Hef verið að sinna hlutum sem lúta að húsinu enda gjaldkeri stigagangsins. Átti merkilegt samtal um daginn við mann sem skuldar. Nei, honum kemur það bara ekkert við að það séu útistandandi reikningar á hans nafni. Hverjum kemur það þá við, ég bara spyr. Þetta er ekki mitt vandamál heldur hans og hans að leysa það. Það eina sem kemur mér við er að mæta til lögfræðingsins og skrifa undir að ég vilji að þetta fari innheimtu. Sem ég mun að sjálfsögðu gera.

1 ummæli:

  1. við jörðuðum okkar '86 módel einmitt í fyrra og keyptum okkur einn '96!

    um að gera að láta slúbbertinn ekki komast upp með svona kjaftæði! jú gó görl!

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...