föstudagur, ágúst 12, 2005
Þá er sveitavargurinn búinn að bregða sér í kaupstaðarferð. Þar sem hvorki Bónus né Hagkaup eru á Húsavík þá var ég búin að fá upplýsingar um að það væri hagkvæmast að kaupa inn í Kaskó. Svo ég fór auðvitað þangað. Þeir áttu reyndar ekki hnetunammið mitt svo ég keypti það í Úrval. Sá líka bókaverslun en ákvað að hemja mig með það. Á slatta af ólesnum fræðibókum. Keypti heilan helling af hreinlætisvöru. Ætla að láta laugardaga vera tiltektardaga svo ég detti nú ekki í sama farið og í Reykjavík. Ég skildi fjölskylduna eftir í djúpum skít. Ég hef samt fulla trú á að þeim finnist svakalega gaman að þrífa íbúðina fyrir mig og bonda rosa mikið og allt:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...

-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Eins og flesta rekur minni til þá gekk Covid 19 yfir heimsbyggðina fyrir nokkrum árum. Covid 19 er það sem í sögulegu samhengi er yfirleit...
Það er ekki málið að þrífa. Það er allt draslið sem varð eftir sem er að drepa mig. Veit ekki hvað ég er búin að fara margar ferðir upp á fjórðu hæð og er ekki búin.
SvaraEyðaHreyfing er nú svo góð fyrir líkama og sál:)
SvaraEyðaÞess vegna hefur Hel verið svona ódugleg við að skrifa á bloggið sitt!
SvaraEyða