Náði Stöð 2 inn í gær mér til mikillar gleði. Hún er að vísu bæðu skýjuð og snjóug en það er betra en ekkert, í bili. Komst m.a.s. að því að ég næ Bíórásinni þegar Sýn er ekki að senda út.
Gat lagað kranann á þvottavélinni, ég hafði bara skrúfað eitthvað illa á í fyrra skiptið. Varð ægilega hamingjusöm og plöggaði rafmagninu í samband og byrjaði að þvo. Gleymdi þarna tiny little thing en baðherbergisgólfið er skínandi hreint fyrir vikið. Mikið er það æðislegt að hafa þvottavélina inni í íbúðinni hjá sér. Núna verð ég alltaf í hreinum fötum!
Eftir skúringuna setti ég afrennslisrörið á réttan stað en það eitt og sér dugar ekki til. Maður þarf að fóðra meðfram og eitthvað vesen. Er því búin að vera heima við og fylgjast með lekamálum. Fóðra upp á nýtt eftir hverja vél, ég er ekki að finna neina brilljant lausn á þessu. Hins vegar kom húsvörðurinn í heimsókn fyrr í dag og kom ofn og eldavél í gang. Það var nú ágætt, þá þarf ég ekki að hita pizzuna á útigrillinu aftur.
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Það er allt á uppleið hjá þér, veistu mig dreplangar að banka upp á hjá þér ef/þegar ég fer næst norður!
SvaraEyðaBara endilega:)
SvaraEyða