Jæja, þá er loksins komið jólafrí. Ég sat fram á síðustu stundu yfir prófum og einkunnagjöf, ég er nefnilega ekki ofurmenni eins og frændi minn.
Þar sem mér tókst að eyðileggja tölvuna hjá litlu systur þá er óvíst að mér takist nokkuð að blogga í jólafríinu. Annars er ég mjög ósátt við þessa tölvu. Litla systir fékk hana gefins og var fullt af einhverju drasli í henni. Harði diskurinn er ca. 95% fullur. Einhvers staðar heyrði ég að því fyllri sem diskurinn væri því hægar ynni tölvan. Svo ég tók mig til og hreinsaði út. Við notum jú ekkert nema Word og netið. En eftir tiltektirnar er ekki hægt að komast á netið. Tölvan kvartar linnulaust um að einhverju mwave hafi verið hent en það sagði hvergi að það snerti netið á nokkurn hátt. Þetta er eitthvað músikforrit sem á ekki að skipta neinu máli. Mér finnst að forritin eigi ekki að heita einhverjum skammstöfunum heldur nöfnum sem gefa notagildi þeirra til kynna. Eins og t.d. If you want to be able to get to the Internet you may not throw this out. Það myndi auðvelda mér lífið í alla staði. Ég er að reyna að kippa þessu í liðinn og vona að það takist sem fyrst því ég fæ þráhyggju yfir svona hlutum.
Ég er algjörlega fjúríus yfir hækkuninni á tóbaki. Ég veit að það er stórhættulegt að reykja, ég veit að ég á að hætta, ég vil hætta og ætla að hætta einhvern tíma. En ég þoli það gjörsamlega ekki að ríkisvaldið sé að neyða mig til að hætta. Mér finnst ríkisvaldið vera að segja við okkur: ,,Ok, nú er ég búið að segja ykkur hvað tóbak er hættulegt þó ég haldi áfram að selja það. En þið eruð svo heimsk að þið fattið ekki dæmið svo núna ætla ég að hækka verðið á þessu mjög svo ávanabindandi eiturlyfi svo þið venjulegu launþegarnir hafið ekki efni á því. Ég ætla samt ekki að hætta að selja það." Nei, ríka pakkið getur haldið áfram að reykja, sem er svo sem ágætt því þá losnum við fyrr við það. En að gera dópið mitt að einhverju forréttindadópi er fyrir neðan allar. Og að svipta mig frumkvæðinu að því að ákvarða líf mitt og heilsu er óþolandi líka.
Þetta er hrein og klár kúgun. Og ef ég held áfram að reykja þá er ég að gangast undir fjárkúgun. Djöfull þoli ég þetta ekki.
föstudagur, desember 20, 2002
þriðjudagur, desember 17, 2002
Sumir dagar eru tvímælalaust erfiðari en aðrir.
Þar sem prófin eru búin en skólinn ekki þarf auðvitað að hafa ofan af fyrir börnunum. Svo við fórum í Skautahöllina þar sem ég álappaðist til að reima á mig skauta. Orðatiltækið belja á svelli came to life og læt ég það duga um þá frammistöðu.
Þá var mér bent á það skýrt og skorinort að ég er víst mjög erfið í umgengni. Það stendur til að setja lítið borð og stól út í horn á kennarastofunni fyrir mig. Þá get ég átt mitt eigið sæti og þarf ekki að reka annað fólk upp frá borðum með frekju og yfirgangi. Ég geri fastlega ráð fyrir að borðið mitt verði nógu langt í burtu til að ég nái ekki að móðga einn eða neinn með hnitmiðuðum skotum mínum. Mér var nefnilega líka sagt að ég yrði að vera blíðari á manninn. Ég er sár.
Og til að kóróna allt saman þá á ég að skila einkunnum af mér á morgun svo ég verð greinilega við vinnu í alla nótt.
Þar sem prófin eru búin en skólinn ekki þarf auðvitað að hafa ofan af fyrir börnunum. Svo við fórum í Skautahöllina þar sem ég álappaðist til að reima á mig skauta. Orðatiltækið belja á svelli came to life og læt ég það duga um þá frammistöðu.
Þá var mér bent á það skýrt og skorinort að ég er víst mjög erfið í umgengni. Það stendur til að setja lítið borð og stól út í horn á kennarastofunni fyrir mig. Þá get ég átt mitt eigið sæti og þarf ekki að reka annað fólk upp frá borðum með frekju og yfirgangi. Ég geri fastlega ráð fyrir að borðið mitt verði nógu langt í burtu til að ég nái ekki að móðga einn eða neinn með hnitmiðuðum skotum mínum. Mér var nefnilega líka sagt að ég yrði að vera blíðari á manninn. Ég er sár.
Og til að kóróna allt saman þá á ég að skila einkunnum af mér á morgun svo ég verð greinilega við vinnu í alla nótt.
mánudagur, desember 16, 2002
Gvöð hvað það er þreytandi að fara yfir próf. Komin með verk í bakið og sé bara rautt. 2 down and 3 to go. Væri sennilega skynsamlegra að leysa prófið áður en ég byrja að fara yfir. Ætti ég að koma mér í færi, verða aumingjaleg og fiska annað faðmlag? Aðeins of áberandi kannski...
But then again, þeir fiska sem róa!
But then again, þeir fiska sem róa!
Þá er prófunum lokið hjá krökkunum og komið að mér að munda rauða pennann. Einkunnaafhending á föstudaginn, ég verð að fara að koma mér að verki.
Það er nú meira kæruleysið í þessu liði. Sat yfir í prófi og þurfti í alvöru að segja fólki að vera ekki að tala saman. Svo er ég orðin forpokuð líka. ,,Snúðu þér fram! Taktu lappirnar af borðinu! Sittu eins og manneskja!" Good grief, af hverju verður maður svona? Ég sem er ófær um að hafa lappirnar á gólfinu í sitjandi stöðu. Og ,,Sittu eins og manneskja" hvaða steypa er nú það?
Ú, ú. Fékk faðmlag í dag! Helvíti var það hyggelig.
Það er nú meira kæruleysið í þessu liði. Sat yfir í prófi og þurfti í alvöru að segja fólki að vera ekki að tala saman. Svo er ég orðin forpokuð líka. ,,Snúðu þér fram! Taktu lappirnar af borðinu! Sittu eins og manneskja!" Good grief, af hverju verður maður svona? Ég sem er ófær um að hafa lappirnar á gólfinu í sitjandi stöðu. Og ,,Sittu eins og manneskja" hvaða steypa er nú það?
Ú, ú. Fékk faðmlag í dag! Helvíti var það hyggelig.
sunnudagur, desember 15, 2002
Er að krepera úr leti og flakka bara á netinu. Þar sem flestir bloggarar sem ég les daglega eru líka að farast úr leti eða á kafi í jólaundirbúningi þá lét ég leiða mig áfram á ný mið. Get ekki sagt að ég sé mjög hrifin, full mikið af klámi og rassgataríðingum fyrir minn smekk. Ef meintir gagnkynhneigðir karlmenn hafa áhuga á því að sulla í saur þá geta þeir bara skitið á gólfið og runkað sér upp úr því. Undarlegt að það versta sem getur komið fyrir karlmann er að vera tekinn í rassgatið en það er allt í lagi að bjóða konum upp á það. Þetta snýst um niðurlægingu og ekkert annað. Eins og Litli Prinsinn í gömlu vinnunni sem fór í rassinn á kærustunni sinni og sagði öllum frá því voða stoltur.
Oj, bara hvað mig langar ekki að tala um analsex ég bara lenti á þessum síðum sem meint viti borið fólk linkar á...
Oj, bara hvað mig langar ekki að tala um analsex ég bara lenti á þessum síðum sem meint viti borið fólk linkar á...
laugardagur, desember 14, 2002
Til Eyþórs.
Fyrst ég opnaði á reynsluheim kvenna hér um daginn þá ætla ég að halda áfram.
Fyrirbærið fyrirtíðaspenna er alræmt. Karlmenn nota þetta orð reyndar miklu meira en konur nokkurn tíma og virðast mun nákunnugri því en við. Þetta orð er notað sem útskýring á órökréttri hegðun kvenna og ef hægt er að gera okkur órökréttar þá er hægt að gera okkur marklausar. Mjög hentugt, konan er marklaus og þarf þ.a.l. ekki að hlusta á hana. Kallað þöggun í bókmenntafræðinni.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er fyrirtíðaspenna það að hormónarnir taka öll völd í líkama og huga konunnar og hún er undirlögð að tilfinningasveiflum sem hún ræður ekki við. Eftir reglulegar blæðingar í 22 ár þá kannast ég ekki við þetta. Ég kannast hins vegar við eftirfarandi:
Nokkrum dögum fyrir þann tíma mánaðarins vakna ég upp með nettan hausverk. Ég fæ yfirleitt alltaf hausverk fyrir, á meðan eða eftir. Hann getur verið þolanlegur eða hann getur verið djöfullegur. Það er ekki nokkur leið að vita á hvaða styrk hann brestur á. ,,Great" hugsa ég og fer fram á bað. Þar blasir við mér í speglinum stór, rauð bóla einhvers staðar í andlitinu. Sem væri í sjálfu sér í lagi ef hörundsliturinn væri eins og venjulega. Hann er það ekki. Hann er einhver staðar á bilinu náfölur út í glært með grænum undirtón. Þá fer ég og klæði mig. Þægilegu buxurnar þrengja að. Útblásin og yndisleg sem sagt. Og ég veit með vissu að næstu dagar verða verri.
Núna bið ég karlkynslesendur að setja sig í þessi spor og spyrja sig heiðarlega. ,,Yrði ég ekki pirraður?"
Og nú skulum við hafa það í huga að karlmenn eru ekki undir jafnmiklum samfélagslegum þrýstingi að vera mjóir og sætir.
Þegar ég var í menntaskóla spurði ég líffræðikennarann minn hvernig stæði á því að við fengjum þessa túrverki, blæðingar hlytu að vera eðlilegt ástand. Ekki alveg var svarið, konur eiga eiginlega að vera barnshafandi alltaf. Það að vera barnshafandi er hið eðlilega ástand konunnar. En hvernig er talað um það? Konan er ,,ófrísk" eða sem sagt ekki frísk. Hún er ,,ólétt" ekki létt. Þunguð. Sem sagt þung. Oft er hún líka ,,feit" en sem betur fer eru það bara mjög óþroskaðir einstaklingar sem nota það orð. Eru þá ónefndar allar ,,hormónasveiflurnar" sem ganga yfir á meðan og eftir barnsburð sem gera konuna að sjálfsögðu órökrétta og þ.a.l. ómarktæka. Þannig að konan er alltaf ómöguleg hvort sem hún er í sínu ,,eðlilega" eða ,,óeðlilega" ástandi.
Og svo loksins þegar konan fer úr barneign og er ekki lengur ofurseld öllum þessum hormónasveiflum þá er hún orðin ,,gömul" og ,,uppþornuð".
Það að vera kona getur stundum virst vera algjört no win situation.
Fyrst ég opnaði á reynsluheim kvenna hér um daginn þá ætla ég að halda áfram.
Fyrirbærið fyrirtíðaspenna er alræmt. Karlmenn nota þetta orð reyndar miklu meira en konur nokkurn tíma og virðast mun nákunnugri því en við. Þetta orð er notað sem útskýring á órökréttri hegðun kvenna og ef hægt er að gera okkur órökréttar þá er hægt að gera okkur marklausar. Mjög hentugt, konan er marklaus og þarf þ.a.l. ekki að hlusta á hana. Kallað þöggun í bókmenntafræðinni.
Ef ég hef skilið þetta rétt þá er fyrirtíðaspenna það að hormónarnir taka öll völd í líkama og huga konunnar og hún er undirlögð að tilfinningasveiflum sem hún ræður ekki við. Eftir reglulegar blæðingar í 22 ár þá kannast ég ekki við þetta. Ég kannast hins vegar við eftirfarandi:
Nokkrum dögum fyrir þann tíma mánaðarins vakna ég upp með nettan hausverk. Ég fæ yfirleitt alltaf hausverk fyrir, á meðan eða eftir. Hann getur verið þolanlegur eða hann getur verið djöfullegur. Það er ekki nokkur leið að vita á hvaða styrk hann brestur á. ,,Great" hugsa ég og fer fram á bað. Þar blasir við mér í speglinum stór, rauð bóla einhvers staðar í andlitinu. Sem væri í sjálfu sér í lagi ef hörundsliturinn væri eins og venjulega. Hann er það ekki. Hann er einhver staðar á bilinu náfölur út í glært með grænum undirtón. Þá fer ég og klæði mig. Þægilegu buxurnar þrengja að. Útblásin og yndisleg sem sagt. Og ég veit með vissu að næstu dagar verða verri.
Núna bið ég karlkynslesendur að setja sig í þessi spor og spyrja sig heiðarlega. ,,Yrði ég ekki pirraður?"
Og nú skulum við hafa það í huga að karlmenn eru ekki undir jafnmiklum samfélagslegum þrýstingi að vera mjóir og sætir.
Þegar ég var í menntaskóla spurði ég líffræðikennarann minn hvernig stæði á því að við fengjum þessa túrverki, blæðingar hlytu að vera eðlilegt ástand. Ekki alveg var svarið, konur eiga eiginlega að vera barnshafandi alltaf. Það að vera barnshafandi er hið eðlilega ástand konunnar. En hvernig er talað um það? Konan er ,,ófrísk" eða sem sagt ekki frísk. Hún er ,,ólétt" ekki létt. Þunguð. Sem sagt þung. Oft er hún líka ,,feit" en sem betur fer eru það bara mjög óþroskaðir einstaklingar sem nota það orð. Eru þá ónefndar allar ,,hormónasveiflurnar" sem ganga yfir á meðan og eftir barnsburð sem gera konuna að sjálfsögðu órökrétta og þ.a.l. ómarktæka. Þannig að konan er alltaf ómöguleg hvort sem hún er í sínu ,,eðlilega" eða ,,óeðlilega" ástandi.
Og svo loksins þegar konan fer úr barneign og er ekki lengur ofurseld öllum þessum hormónasveiflum þá er hún orðin ,,gömul" og ,,uppþornuð".
Það að vera kona getur stundum virst vera algjört no win situation.
föstudagur, desember 13, 2002
Það hafa verið einhverjar sögusagnir og slúður í bloggheimum sem ég hef algjörlega misst af. Tók hins vegar eftir að Hilma er hætt að blogga en hef ekki hugmynd um af hverju. Las svo pistilinn hennar Salvarar um atburði síðustu daga svo ég er aðeins inni í málinu.
Þar sem ég er svo til nýbyrjaður bloggari þá hef ég ekki velt mikið fyrir mér siðferði á netinu. Bloggheimar eru hins vegar opinber staður það er ekki hægt að neita því og bera fyrir sig að þetta sé samfélag fárra. Ég er mjög hrifin af frelsinu sem hér ríkir, ég get skrifað allt sem mér sýnist án þess að eiga það á hættu að vera ritskoðuð. En það sem er á netinu geta allir séð. Svo rætnar kjaftasögur um nafgreinda einstaklinga eiga ekki hér heima. Það er engin skerðing á mínu frelsi þótt ég láti það eiga sig að drulla yfir nafngreinda einstaklinga eða einstaklinga sem allir geta áttað sig á hverjir eru. Ég hef talað illa um ónafngreinda einstaklinga, ég játa það fúslega. Og þeir sem til þekkja vita nákvæmlega um hverja ég var að tala enda var leikurinn til þess gerður. Það er kannski máttlaus afsökun en ég þekki fáa landsþekkta einstaklinga svo alþjóð gat ekki áttað sig hverjir þetta voru.
Ef við spáum í af hverju fólk bloggar þá er mín skoðun sú að öll skrif eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að setja sína eigin hugsun, skoðun og tilfinningar í rökrétt samhengi. Að geta tekið eitthvað sem sveimar um í sálardjúpunum á blað og horft á það hlutlaust. Í öðru lagi þá er það í eðli skrifta að vera lesið. Það skrifar enginn fyrir skúffuna. Ferlinu er ekki lokið fyrr en það er kominn lesandi að skrifunum. Fólk sem skrifar dagbækur gerir það í þeirri von að einhver lesi það. Dagbókin sem ,,ég" skrifa bara fyrir ,,mig" er ekki til. Lesendur ljúka ferlinu en að skrifa bara til þess að fá lesendur er röng forsenda.
Þar sem ég er svo til nýbyrjaður bloggari þá hef ég ekki velt mikið fyrir mér siðferði á netinu. Bloggheimar eru hins vegar opinber staður það er ekki hægt að neita því og bera fyrir sig að þetta sé samfélag fárra. Ég er mjög hrifin af frelsinu sem hér ríkir, ég get skrifað allt sem mér sýnist án þess að eiga það á hættu að vera ritskoðuð. En það sem er á netinu geta allir séð. Svo rætnar kjaftasögur um nafgreinda einstaklinga eiga ekki hér heima. Það er engin skerðing á mínu frelsi þótt ég láti það eiga sig að drulla yfir nafngreinda einstaklinga eða einstaklinga sem allir geta áttað sig á hverjir eru. Ég hef talað illa um ónafngreinda einstaklinga, ég játa það fúslega. Og þeir sem til þekkja vita nákvæmlega um hverja ég var að tala enda var leikurinn til þess gerður. Það er kannski máttlaus afsökun en ég þekki fáa landsþekkta einstaklinga svo alþjóð gat ekki áttað sig hverjir þetta voru.
Ef við spáum í af hverju fólk bloggar þá er mín skoðun sú að öll skrif eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að setja sína eigin hugsun, skoðun og tilfinningar í rökrétt samhengi. Að geta tekið eitthvað sem sveimar um í sálardjúpunum á blað og horft á það hlutlaust. Í öðru lagi þá er það í eðli skrifta að vera lesið. Það skrifar enginn fyrir skúffuna. Ferlinu er ekki lokið fyrr en það er kominn lesandi að skrifunum. Fólk sem skrifar dagbækur gerir það í þeirri von að einhver lesi það. Dagbókin sem ,,ég" skrifa bara fyrir ,,mig" er ekki til. Lesendur ljúka ferlinu en að skrifa bara til þess að fá lesendur er röng forsenda.
fimmtudagur, desember 12, 2002
Það er tvennt sem heyrir til algjörra nauðsynja í lífinu, þ.e. gott rúm og góðir skór. Svo eru ákveðnir hlutir sem eru bónus, eins og t.d. góðar bækur, góð tónlist og gott rauðvín. En eftir því sem árin líða og þyngdaraflið hefur meiri áhrif þá hef ég kmist að því að hinum algjöru nauðsynjum fjölgar. Góður brjóstahaldari er t.d. algjört must. Þótt ég sé feministi þá hef ég aldrei getað gengið um brjóstahaldaralaus. (Eftir kynþroskaaldur, þ.e.a.s.) Skil heldur ekki alveg frelsið í því að júllast út og suður og fá glóðarauga á bæði ef manni verður það á að hlaupa á eftir strætó. Hér áður fyrr lét ég mér það nægja að kaupa brjóstahaldara í Hagkaupum og svona hér og þar eftir því sem efni stóðu til. En svo fór ég að taka eftir ýmsum óþægindum. Einu sinni hélt ég að ég væri komin með krónískan bronkítis þegar ég hafði keypt of lítinn brjóstahaldara og hann var búinn að skerast í gegnum fitulagið og þrýsta rifbeinunum upp í lungun. Og ef skálarnar eru of litlar þá hoppar þetta upp úr og maður fær fjögur brjóst. Ef hann er ekki úr almennilegu efni þá er hann ónýtur eftir 50 þvotta. (Já, mér finnst að flíkur megi endast í meira en eitt ár.) Ef böndin eru of mjó þá skerast þau ofan í axlirnar á manni. Ef það er ekki spöng undir skálunum þá á sér stundum stað hinn laumulegasti flótti.
Til að kóróna allt saman þá fékk ég í hittífyrra fékk hinn undarlegasta vaxtakipp. Allir brjóstahaldararnir mínir urðu skyndlega of litlir. Buxurnar þrengdust ekki og vigtin varð ekki andstyggileg svo ég var ekki að fitna. (Í þetta skiptið.) Einn daginn laumaðist ég inn í Lífstykkjabúðina og var mæld. Var ég þá búin að vaxa um eitt númer og eina skálastærð. Þar fjárfesti ég í alvöru brjóstahöldum, þrjár nælur á bakinu svo hann rúllist ekki upp og skerist inn í mann og steypustyrktarjárn í spöngunum. Svo núna get ég gengið um ómeðvituð um ósköpin framan á mér.
Hvað viðkemur þessum undarlega vaxtakipp þá voru systur mínar með sitthvora kenninguna. Stóra systir hélt að skrokkurinn væri orðinn langþreyttur af karlmannsleysi og væri að grípa til sinna ráða til að laða að sér karlmenn. Litla systir hélt að skrokkurinn væri að benda mér á að ég væri kvenkyns og ætti að eignast börn. Að brjóstin væru að segja við mig: ,,Við erum hér af ástæðu." Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um þetta.
Til að kóróna allt saman þá fékk ég í hittífyrra fékk hinn undarlegasta vaxtakipp. Allir brjóstahaldararnir mínir urðu skyndlega of litlir. Buxurnar þrengdust ekki og vigtin varð ekki andstyggileg svo ég var ekki að fitna. (Í þetta skiptið.) Einn daginn laumaðist ég inn í Lífstykkjabúðina og var mæld. Var ég þá búin að vaxa um eitt númer og eina skálastærð. Þar fjárfesti ég í alvöru brjóstahöldum, þrjár nælur á bakinu svo hann rúllist ekki upp og skerist inn í mann og steypustyrktarjárn í spöngunum. Svo núna get ég gengið um ómeðvituð um ósköpin framan á mér.
Hvað viðkemur þessum undarlega vaxtakipp þá voru systur mínar með sitthvora kenninguna. Stóra systir hélt að skrokkurinn væri orðinn langþreyttur af karlmannsleysi og væri að grípa til sinna ráða til að laða að sér karlmenn. Litla systir hélt að skrokkurinn væri að benda mér á að ég væri kvenkyns og ætti að eignast börn. Að brjóstin væru að segja við mig: ,,Við erum hér af ástæðu." Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um þetta.
miðvikudagur, desember 11, 2002
Sat yfir stærðfræðiprófi í dag og þóttist kunna eitthvað og geta hjálpað. Ég sem er yfirlýstur húmanisti og stærðfræðihatari. Það var samt dálítið gaman að sjá gráðuboga og reglustiku aftur, minnti mig á gamla daga. Ég er með myndir af George Michael rúllandi í skjásvæfunni í stofunni hjá mér krökkunum til mikillar hrellingar. Þau bara vita ekki hver er flottastur. Justin Timberlake hvað? Fann fleiri 80s myndir til að bæta svolítið við nostalgíuna.
Ætli að það sé lægð aftur yfir landinu? Það er eitthvert óyndi í mér og leti. Setti loksins alvöru link á Þórdísi, frekar ófumlegt heiti því miður en sköpunargáfan er bara ekki meiri í dag.
Ætli að það sé lægð aftur yfir landinu? Það er eitthvert óyndi í mér og leti. Setti loksins alvöru link á Þórdísi, frekar ófumlegt heiti því miður en sköpunargáfan er bara ekki meiri í dag.
þriðjudagur, desember 10, 2002
Það eru bara próf og kósý-heit í dag. Sniðugt að vera nálægt prófi og vita öll svörin!!
Var að rifja upp með krökkunum fyrir ensku í gær og m.a. kom upp spurningin um was og were. Og af því að ég er alltaf að reyna að tengja út og suður þannig að þau átti sig á því að nám sé ekki bara bundið við skólastofuna þá spyr ég hvort þau hafi séð myndina The way we were með Barbra Streisand og Robert Redford. Ég fæ bara goose-lookið til baka. Bara sko, nei. Þá spyr ég hvort þau hafi heyrt lagið Wish you were here. Þá kemur svona þreytuvipringur í goose-lookið og: ,,Sko, Ásta, þú ert bara orðin svo gömul." Takk fyrir kærlega, ég ætla bara að pakka saman föggum mínum og fara á eftirlaun.
Var að rifja upp með krökkunum fyrir ensku í gær og m.a. kom upp spurningin um was og were. Og af því að ég er alltaf að reyna að tengja út og suður þannig að þau átti sig á því að nám sé ekki bara bundið við skólastofuna þá spyr ég hvort þau hafi séð myndina The way we were með Barbra Streisand og Robert Redford. Ég fæ bara goose-lookið til baka. Bara sko, nei. Þá spyr ég hvort þau hafi heyrt lagið Wish you were here. Þá kemur svona þreytuvipringur í goose-lookið og: ,,Sko, Ásta, þú ert bara orðin svo gömul." Takk fyrir kærlega, ég ætla bara að pakka saman föggum mínum og fara á eftirlaun.
mánudagur, desember 09, 2002
Ég ætla að klára þetta ljóða-egótripp fyrst ég byrjaði á því.
Á Rieben var karakter sem bjó á verbúðinni. Hann var búinn að díla við Bakkus í gegnum árin. Þetta var ágætis gaur en gjörbreytist algjörlega með víni og varð með eindæmum leiðinlegur. (Sumir eru að ljúga því upp á mig að ég verði leiðinleg með víni en ég viðurkenni ekki neitt sem ég man ekki eftir.) Einar þessi Íslendingur aka. Sólon, vildi meina að hann væri orðinn lífsleiður og vildi bara deyja en tækist ekki sama hvað hann reyndi. Eftir brotthvarf mitt frá Raufarhöfn komst hann í blöðin fyrir það að skjóta á sér eina tána.
Alla vega, ég samdi um hann kvæði og þessar raunir hans að geta ekki dáið sama hvað hann reyndi. Mér tókst ekki að slá í gegn með því frekar en öðru. (Hins vegar er það alkunna að allir bókmenntafræðingar eru misheppnuð skáld. Ég er bókmenntafræðingur með kennsluréttindi.)
Einar ódrepandi.
(sungið við Krummi svaf í klettagjá.)
Þótt ég gjarni vilji vel
velkominn er ekki' í hel.
:Geng á vondum vegi.:
Rembist eins og rjúpan við
reykja mig í grafarfrið.
:Langt frá dánardegi.:
Kolsvart kaffi þá ég drekk
kannski nú á hjarta slekk.
:Hamast mest það megi.:
Æði þá í alkahól
andlit vísar móti sól.
:Minni frá mér fleygi.:
Vakna upp á vondum stað
vil ei meira tala' um það.
:Sit ég þá og þegi.:
Best er kannski' að koma sér
í kunningsskap við stórdíler.
:Sjaldan frá því segi.:
Á Rieben var karakter sem bjó á verbúðinni. Hann var búinn að díla við Bakkus í gegnum árin. Þetta var ágætis gaur en gjörbreytist algjörlega með víni og varð með eindæmum leiðinlegur. (Sumir eru að ljúga því upp á mig að ég verði leiðinleg með víni en ég viðurkenni ekki neitt sem ég man ekki eftir.) Einar þessi Íslendingur aka. Sólon, vildi meina að hann væri orðinn lífsleiður og vildi bara deyja en tækist ekki sama hvað hann reyndi. Eftir brotthvarf mitt frá Raufarhöfn komst hann í blöðin fyrir það að skjóta á sér eina tána.
Alla vega, ég samdi um hann kvæði og þessar raunir hans að geta ekki dáið sama hvað hann reyndi. Mér tókst ekki að slá í gegn með því frekar en öðru. (Hins vegar er það alkunna að allir bókmenntafræðingar eru misheppnuð skáld. Ég er bókmenntafræðingur með kennsluréttindi.)
Einar ódrepandi.
(sungið við Krummi svaf í klettagjá.)
Þótt ég gjarni vilji vel
velkominn er ekki' í hel.
:Geng á vondum vegi.:
Rembist eins og rjúpan við
reykja mig í grafarfrið.
:Langt frá dánardegi.:
Kolsvart kaffi þá ég drekk
kannski nú á hjarta slekk.
:Hamast mest það megi.:
Æði þá í alkahól
andlit vísar móti sól.
:Minni frá mér fleygi.:
Vakna upp á vondum stað
vil ei meira tala' um það.
:Sit ég þá og þegi.:
Best er kannski' að koma sér
í kunningsskap við stórdíler.
:Sjaldan frá því segi.:
Úllala.. Ég sé að hróður minn hefur aukist. Búin að fá link hjá Þórdísi. Ég endurgeld það... En hvað á ég að kalla það?
sunnudagur, desember 08, 2002
Var að fara í gegnum hirslur mínar þegar ég fann ljóð sem ég hafði samið. Já, ljóð. Eitt sinn ætlaði ég nefnilega að verða stórskáld. Vala, ég veit að þú manst eftir þessu:
Kanntu að steppa?
Hald ei þú munir sleppa
ég ætla þig að hreppa.
Þegar að þér er farið að kreppa
og mikil orðin þín andarteppa
mun ég frá þínum buxum hneppa
taka af þér alla leppa
og í dansinn með þig skreppa.
Kanntu að steppa?
Þetta var samið í menntó, á þeim árum þegar ég talaði um mig sem hitt Nóbelsverðlaunaskáldið. (Oh, come on, ég var sextán.)
Þegar ég var 22 fór ég með Gumma æskuvini til Raufarhafnar. Þar vann ég í Fiskiðju Raufarhafnar og fílaði mig sem sannan Íslending. Verst var þó að ég var haldin hinni skelfilegustu bónusfötlun, það var alveg sama hvað ég reyndi ég náði aldrei upp almennilegum hraða. Og það er að sjálfsögðu ekki nóg að vinna hratt maður má ekki skera of mikið af fiskinum. Ef bein eða ormar sluppu í gegn þá fékk maður kassann aftur í hausinn. Minnir að það hafi verið 3 gallar þá kom hann aftur.
Örvæntingarfull kona með hníf í hendi.
Fletti' í gegnum flökin
fingra kann ég tökin.
Skoða alla skugga
sker í burtu ugga.
Ansi orðnar leiðar
orma djöfuls veiðar.
Verð þó til að vanda
vegferð minna handa.
(Veröld mín í voða
vil ei endurskoða.)
Strita ég og strita
stolt í mínum svita.
Núll á bónusblaði
bældur er minn hraði.
Það var kona af skrifstofunni sem dreifði bónusblöðunum og ég benti henni vinsamlegast á að einu sinni voru boðberar illra tíðinda drepnir.
Stálarinn, sá sem brýndi hnífana, var Skafti bóndi frændi Gumma. Einu sinni var Skafti fjarverandi og þá var Raggi aðstoðarverkstjóri að rembast við að stála en gekk frekar illa.
Raggi þykist stála stál
stelur frá oss biti.
Besti Raggi brýnt er mál,
brýndu af smá viti!
Engin hægt er flök að flá,
föllum hratt í svaðið.
Skafti betur skerpir þá
skelþunnt hnífablaðið.
Ég gaf Ragga þetta einhvern tíma á fylleríi (það er bara þrennt sem hægt er að gera á Rieben; vinna eins og hestur, drekka eins og svín and fuck like a rabbit) en hann vildi ekki trúa að ég hefði samið það. Svo hefur hann væntanlega týnt því.
Ef þið eruð að velta fyrir ykkur þessu nostalgíu-kasti þá bendi ég á menningarmyndina The Mummy Returns þar sem hunkið sagði: Maður sem sættist ekki við fortíð sína á ekki framtíð.
Og ég heiti Ásta Svavarsdóttir ef einhver hefur áhuga á að birta þessi stórbrotnu ljóð einhvers staðar. (As if.)
Kanntu að steppa?
Hald ei þú munir sleppa
ég ætla þig að hreppa.
Þegar að þér er farið að kreppa
og mikil orðin þín andarteppa
mun ég frá þínum buxum hneppa
taka af þér alla leppa
og í dansinn með þig skreppa.
Kanntu að steppa?
Þetta var samið í menntó, á þeim árum þegar ég talaði um mig sem hitt Nóbelsverðlaunaskáldið. (Oh, come on, ég var sextán.)
Þegar ég var 22 fór ég með Gumma æskuvini til Raufarhafnar. Þar vann ég í Fiskiðju Raufarhafnar og fílaði mig sem sannan Íslending. Verst var þó að ég var haldin hinni skelfilegustu bónusfötlun, það var alveg sama hvað ég reyndi ég náði aldrei upp almennilegum hraða. Og það er að sjálfsögðu ekki nóg að vinna hratt maður má ekki skera of mikið af fiskinum. Ef bein eða ormar sluppu í gegn þá fékk maður kassann aftur í hausinn. Minnir að það hafi verið 3 gallar þá kom hann aftur.
Örvæntingarfull kona með hníf í hendi.
Fletti' í gegnum flökin
fingra kann ég tökin.
Skoða alla skugga
sker í burtu ugga.
Ansi orðnar leiðar
orma djöfuls veiðar.
Verð þó til að vanda
vegferð minna handa.
(Veröld mín í voða
vil ei endurskoða.)
Strita ég og strita
stolt í mínum svita.
Núll á bónusblaði
bældur er minn hraði.
Það var kona af skrifstofunni sem dreifði bónusblöðunum og ég benti henni vinsamlegast á að einu sinni voru boðberar illra tíðinda drepnir.
Stálarinn, sá sem brýndi hnífana, var Skafti bóndi frændi Gumma. Einu sinni var Skafti fjarverandi og þá var Raggi aðstoðarverkstjóri að rembast við að stála en gekk frekar illa.
Raggi þykist stála stál
stelur frá oss biti.
Besti Raggi brýnt er mál,
brýndu af smá viti!
Engin hægt er flök að flá,
föllum hratt í svaðið.
Skafti betur skerpir þá
skelþunnt hnífablaðið.
Ég gaf Ragga þetta einhvern tíma á fylleríi (það er bara þrennt sem hægt er að gera á Rieben; vinna eins og hestur, drekka eins og svín and fuck like a rabbit) en hann vildi ekki trúa að ég hefði samið það. Svo hefur hann væntanlega týnt því.
Ef þið eruð að velta fyrir ykkur þessu nostalgíu-kasti þá bendi ég á menningarmyndina The Mummy Returns þar sem hunkið sagði: Maður sem sættist ekki við fortíð sína á ekki framtíð.
Og ég heiti Ásta Svavarsdóttir ef einhver hefur áhuga á að birta þessi stórbrotnu ljóð einhvers staðar. (As if.)
laugardagur, desember 07, 2002
Ég er með hausverk og hita og get ekki hugsað frumlega hugsun í dag svo ég endurútgef. Þetta þýðir ekki að ég mæti ekki í skólann á mánudaginn krakkar!
Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna.
Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu.
Foreldrar mínir voru ákaflega heppnir, þeir komu báðir úr rjúpufjölskyldum. Bæði afa- og ömmusettin höfðu alltaf rjúpu. Foreldrar mínir líka. Systir mín og börn líka. Svona gengur þetta kynslóð fram af kynslóð. Í samfélagi þar sem hefðir eru á hröðu undanhaldi er gott að hafa einhvern öruggan punkt í tilverunni.
Nú hefur fækkað mikið í kringum jólaborðið okkar. Afar og ömmur hafa gengið sinn veg og faðir minn líka. Sem dæmi um það að matur sé ekki bara matur þá virkjuðu vinir og starfsfélagar föður míns öll sín tengslanet um landið og miðin til að tryggja að hann fengi örugglega rjúpu síðustu jólin sín. Elskulegri virðingarvott get ég ekki ímyndað mér.
En af því að endurnýjun fjölskyldunnar gengur ekki jafnvel og úrelding hennar þá er nú bara fullorðið fólk í kringum jólaborðið. Engin ofurspennt börn að bíða eftir pökkunum, engar fljúgandi pappírsrifur, bara ljúf og notaleg kvöldstund með góðum minningum og góðum mat.
Undanfarin ár hefur sá orðrómur komið upp um hver jól að kannski fáist ekki rjúpa. Og ef hún fæst þá er hún á uppsprengdu verði. Slær út köldum svita á fjölskyldumeðlimum. En einhverra hluta vegna þá hefur hún alltaf fengist og þegar er farið í stórmarkaði á milli jóla og nýjárs hvað er þá frosið ofan í kælikistum annað en rjúpa! Uhmm... Það er eitthvað gruggugt í gangi. Og það er ekkert annað en hinn ömurlegi fylgifiskur jólanna, græðgin.
Þessi leikur hefur verið leikinn of oft, við og aðrir rjúpuunnendur erum búin að sjá í gegnum þetta og látum ekki glepjast. Við rjúkum ekki út í búð og kaupum rjúpur á uppsprengdu verði því við vitum að það er til nóg og þegar nær dregur jólum þá panikkera kaupmennirnir og lækka verðið.
En eins og við mátti búast þá er nú kominn krókur á móti bragði. Það hefur fækkað um of í rjúpustofninum. Ekki skrítið þar sem hefur verið skotið of mikið af henni en raunverulega selst og síðan reynt að okra upp í rjáfur. Sér einhver annar þversögnina hérna en bara ég?
Þannig að núna má ekki selja rjúpu, bara skjóta hana. Jú, jú, það er búið að stytta veiðitímann og stækka friðarsvæðið en það má skjóta eins margar og næst í. Ó, vei! Svartamarkaðsbrask! Aldeilis hægt að græða!
Þetta er mjög einfalt, fjölskyldan mín hefur alltaf borðað rjúpu á jólunum og heldur því áfram. Ef ég þarf að varpa margrómuðum, kvenlegum yndisþokka mínum fyrir róða, reima á mig bússur og vaða upp á heiðar þá geri ég það. En persónulega óska ég eftir betri lausn og hugsa að veiðimennirnir geri það líka. Ég efast um að frústireruð piparjúnka undir vopnum sé kompaní sem þeir kæra sig um.
Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna.
Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu.
Foreldrar mínir voru ákaflega heppnir, þeir komu báðir úr rjúpufjölskyldum. Bæði afa- og ömmusettin höfðu alltaf rjúpu. Foreldrar mínir líka. Systir mín og börn líka. Svona gengur þetta kynslóð fram af kynslóð. Í samfélagi þar sem hefðir eru á hröðu undanhaldi er gott að hafa einhvern öruggan punkt í tilverunni.
Nú hefur fækkað mikið í kringum jólaborðið okkar. Afar og ömmur hafa gengið sinn veg og faðir minn líka. Sem dæmi um það að matur sé ekki bara matur þá virkjuðu vinir og starfsfélagar föður míns öll sín tengslanet um landið og miðin til að tryggja að hann fengi örugglega rjúpu síðustu jólin sín. Elskulegri virðingarvott get ég ekki ímyndað mér.
En af því að endurnýjun fjölskyldunnar gengur ekki jafnvel og úrelding hennar þá er nú bara fullorðið fólk í kringum jólaborðið. Engin ofurspennt börn að bíða eftir pökkunum, engar fljúgandi pappírsrifur, bara ljúf og notaleg kvöldstund með góðum minningum og góðum mat.
Undanfarin ár hefur sá orðrómur komið upp um hver jól að kannski fáist ekki rjúpa. Og ef hún fæst þá er hún á uppsprengdu verði. Slær út köldum svita á fjölskyldumeðlimum. En einhverra hluta vegna þá hefur hún alltaf fengist og þegar er farið í stórmarkaði á milli jóla og nýjárs hvað er þá frosið ofan í kælikistum annað en rjúpa! Uhmm... Það er eitthvað gruggugt í gangi. Og það er ekkert annað en hinn ömurlegi fylgifiskur jólanna, græðgin.
Þessi leikur hefur verið leikinn of oft, við og aðrir rjúpuunnendur erum búin að sjá í gegnum þetta og látum ekki glepjast. Við rjúkum ekki út í búð og kaupum rjúpur á uppsprengdu verði því við vitum að það er til nóg og þegar nær dregur jólum þá panikkera kaupmennirnir og lækka verðið.
En eins og við mátti búast þá er nú kominn krókur á móti bragði. Það hefur fækkað um of í rjúpustofninum. Ekki skrítið þar sem hefur verið skotið of mikið af henni en raunverulega selst og síðan reynt að okra upp í rjáfur. Sér einhver annar þversögnina hérna en bara ég?
Þannig að núna má ekki selja rjúpu, bara skjóta hana. Jú, jú, það er búið að stytta veiðitímann og stækka friðarsvæðið en það má skjóta eins margar og næst í. Ó, vei! Svartamarkaðsbrask! Aldeilis hægt að græða!
Þetta er mjög einfalt, fjölskyldan mín hefur alltaf borðað rjúpu á jólunum og heldur því áfram. Ef ég þarf að varpa margrómuðum, kvenlegum yndisþokka mínum fyrir róða, reima á mig bússur og vaða upp á heiðar þá geri ég það. En persónulega óska ég eftir betri lausn og hugsa að veiðimennirnir geri það líka. Ég efast um að frústireruð piparjúnka undir vopnum sé kompaní sem þeir kæra sig um.
föstudagur, desember 06, 2002
Ég ætla að taka þátt í því að vera sorrí, svekkt og sár yfir þessum andstyggðarummælum á Kreml. Hún getur bara sleppt því að lesa bloggsíðurnar ef þeta fer svona í pirrurnar á henni!
Ástríkur er mín hetja. Hann er langflottastur. Það var einhvern tíma í fyrndinni að við vorum í heimsókn á Skólavörðustígnum og amma Didda gaf mér pening og sagði mér að kaupa Ástrík. Það var fyrsta bókin sem kom út og ég hef verið húkked síðan. Getur verið að það hafi verið bókabúð á Skólavörðustígnum? Mér finnst eins og amma hafi sagt mér að fara ,,niður" og kaupa bókina? Eða er bara minnið farið að gefa sig?
Hræðilegir atburðir hafa átt sér stað. Ég sat í sjálfselskukasti í stofunni um daginn að spegla mig í bloggsíðunni minni og krakkarnir sáu slóðina! Núna þarf ég að passa mig á því sem ég skrifa. Neyðist til að tala vel um þau! Oj, bara!
Ástríkur er mín hetja. Hann er langflottastur. Það var einhvern tíma í fyrndinni að við vorum í heimsókn á Skólavörðustígnum og amma Didda gaf mér pening og sagði mér að kaupa Ástrík. Það var fyrsta bókin sem kom út og ég hef verið húkked síðan. Getur verið að það hafi verið bókabúð á Skólavörðustígnum? Mér finnst eins og amma hafi sagt mér að fara ,,niður" og kaupa bókina? Eða er bara minnið farið að gefa sig?
Hræðilegir atburðir hafa átt sér stað. Ég sat í sjálfselskukasti í stofunni um daginn að spegla mig í bloggsíðunni minni og krakkarnir sáu slóðina! Núna þarf ég að passa mig á því sem ég skrifa. Neyðist til að tala vel um þau! Oj, bara!
fimmtudagur, desember 05, 2002
Er að reyna að búa til aukakassa.
Það tókst með elskulegri aðstoð Kristbjarnar. Hann fær að sjálfsögðu varanlegan link.
Það tókst með elskulegri aðstoð Kristbjarnar. Hann fær að sjálfsögðu varanlegan link.
miðvikudagur, desember 04, 2002
Var eitthvað að myndast við jólaundirbúning um helgina. Klöngraðist yfir staflann á skrifborðinu til að setja rauða ljósaseríu í stofugluggann. Var í hvítum stuttermabol og ljósgráum joggingbuxum og klesstist þarna út í rúðuna nágrönnum mínum til ánægju og yndisauka. "The white blob strikes again!!!"
Það er samt alltaf sama sagan, ég fer í bullandi jólaskap í byrjun desember og svo er það gengið yfir loksins þegar jólin koma. Grunar að það hafi eitthvað með það að gera að jólin séu hátið barnanna og ég á engin. (Grátur og gnístran tanna!!!) Enn eitt árið liðið argandi áminning um stanslausa framrás tímans.
Fór til tannlæknis í gær út af krónísku tönninni sem er búin að gera mér lífið leitt síðastliðin 12 ár. Það er tæpur helmingur eftir af henni og ég er alltaf að brjóta úr mér fyllinguna. It's a hard work being a tooth in my mouth. Hitti þó nokkrar fyllibyttur í strætó og niðri á Hlemmi. Ég hélt að það væri búið að hreinsa þær af götum borgarinnar en þarna spruttu þær fram klukkan 2 að degi til eins og ekkert væri. Ætli að það sé jólaandinn sem laðar þær út úr fylgsnum sínum eða jólaandinn sem fær þær til að detta í það? Maður er jú svo áþreifanlega minntur á einstæðingsskap sinn á þessum tíma. Er þetta ekki helv... fín afsökun til að detta í það?
Líður miklu verr eftir tannlæknaheimsóknina en fyrir. Mér finnst ægilega vont að láta deyfa mig, þegar það er verið að stinga þessari groddanál inn í góminn á manni. Svo ég var deyfð fyrir deyfingu. Er hægt að vera meiri aumingi? Efast um það. Holdið var farið að hjúfra sig upp að tannbrotinu í mestu makindum og það þurfti auðvitað að ryðja því frá. Ái...
Það er samt alltaf sama sagan, ég fer í bullandi jólaskap í byrjun desember og svo er það gengið yfir loksins þegar jólin koma. Grunar að það hafi eitthvað með það að gera að jólin séu hátið barnanna og ég á engin. (Grátur og gnístran tanna!!!) Enn eitt árið liðið argandi áminning um stanslausa framrás tímans.
Fór til tannlæknis í gær út af krónísku tönninni sem er búin að gera mér lífið leitt síðastliðin 12 ár. Það er tæpur helmingur eftir af henni og ég er alltaf að brjóta úr mér fyllinguna. It's a hard work being a tooth in my mouth. Hitti þó nokkrar fyllibyttur í strætó og niðri á Hlemmi. Ég hélt að það væri búið að hreinsa þær af götum borgarinnar en þarna spruttu þær fram klukkan 2 að degi til eins og ekkert væri. Ætli að það sé jólaandinn sem laðar þær út úr fylgsnum sínum eða jólaandinn sem fær þær til að detta í það? Maður er jú svo áþreifanlega minntur á einstæðingsskap sinn á þessum tíma. Er þetta ekki helv... fín afsökun til að detta í það?
Líður miklu verr eftir tannlæknaheimsóknina en fyrir. Mér finnst ægilega vont að láta deyfa mig, þegar það er verið að stinga þessari groddanál inn í góminn á manni. Svo ég var deyfð fyrir deyfingu. Er hægt að vera meiri aumingi? Efast um það. Holdið var farið að hjúfra sig upp að tannbrotinu í mestu makindum og það þurfti auðvitað að ryðja því frá. Ái...
þriðjudagur, desember 03, 2002
Gimme all your lovin' or I will kill you.
he drives a g wagon
and he looks just like my dream
I been climbin' all his mountains
I been swimming all his seas
no matter what or how I tried
I couldn't get the man to fall in love with me
turns out he likes the girls with long and wavy hair
mine is short and kinky
I have lost my mind
c'mon and
gimme all your lovin'
or I will kill you
put one through your head
gimme all your lovin'
or I will kill you
and cry when you're dead
his whole body was shaking
and he holla'd when he fell to his knees
I held tighter to my ak
he said please please whatever you need
see I have searched the wide world
to find the peace for the war in me
don't wanna look no further
but you refuse to give it to me
and I have lost my mind
c'mon and
gimme all your lovin'
or I will kill you
put one through your head
gimme all your lovin'
or I will kill you
and cry when you're dead
it's amazing what a gun to the head can do
my baby loves me now as hard as he can
my methods may be suspect
but you gotta get love however you can
I have lost my mind!
Mjög alvarlega að íhuga að reyna þetta.
he drives a g wagon
and he looks just like my dream
I been climbin' all his mountains
I been swimming all his seas
no matter what or how I tried
I couldn't get the man to fall in love with me
turns out he likes the girls with long and wavy hair
mine is short and kinky
I have lost my mind
c'mon and
gimme all your lovin'
or I will kill you
put one through your head
gimme all your lovin'
or I will kill you
and cry when you're dead
his whole body was shaking
and he holla'd when he fell to his knees
I held tighter to my ak
he said please please whatever you need
see I have searched the wide world
to find the peace for the war in me
don't wanna look no further
but you refuse to give it to me
and I have lost my mind
c'mon and
gimme all your lovin'
or I will kill you
put one through your head
gimme all your lovin'
or I will kill you
and cry when you're dead
it's amazing what a gun to the head can do
my baby loves me now as hard as he can
my methods may be suspect
but you gotta get love however you can
I have lost my mind!
Mjög alvarlega að íhuga að reyna þetta.
laugardagur, nóvember 30, 2002
Datt í jólaástandið í dag. Fór með litlu systur (Hún fékk það líka út að hún væri Donald Rumsfeld. En þið eruð líka skyld.) í Elko að fjárfesta í símum. Það var allt stappað af fólki að eyða peningum. Er það ekki hin eina sanna jólastemmning, að spandera peningum í eitthvað sem maður þarf ekki að nota?
Fórum eftir það í opið hús hjá Hússtjórnarskólanum. Vinkona litlu systur stundar nám þar. Þetta er alveg rosalega flott hús og ástunduð gamaldagshandiðn. Fyrir mig sen feminista er ég að reyna að fóðra þetta sem handverksskóla, á svo erfitt með að kyngja hinu. Svo fengum við kakó með rjóma, kleinur og skúffukökur. Ég datt alveg inn í gamla jólafílinginn hjá afa og ömmu á Hringbrautinni. Þetta var mjög gaman þótt mér skiljist að skólastjórinn eða forstöðukonan hafi aldrei ropað eða rekið við fyrir framan eiginmann sinn til 40 ára. Ég fann hana ekki svo ég gat ekki rætt þetta nánar.
Það er bara ein vika eftir af kennslu og ég er gjörsamlega að örmagnast. Það láðist alveg að segja okkur það í kennslufræðinni að þegar liði á misserið þá yrði maður alveg eins og undin tuska og eyddi öllum helgum farlama í rúminu.
Fórum eftir það í opið hús hjá Hússtjórnarskólanum. Vinkona litlu systur stundar nám þar. Þetta er alveg rosalega flott hús og ástunduð gamaldagshandiðn. Fyrir mig sen feminista er ég að reyna að fóðra þetta sem handverksskóla, á svo erfitt með að kyngja hinu. Svo fengum við kakó með rjóma, kleinur og skúffukökur. Ég datt alveg inn í gamla jólafílinginn hjá afa og ömmu á Hringbrautinni. Þetta var mjög gaman þótt mér skiljist að skólastjórinn eða forstöðukonan hafi aldrei ropað eða rekið við fyrir framan eiginmann sinn til 40 ára. Ég fann hana ekki svo ég gat ekki rætt þetta nánar.
Það er bara ein vika eftir af kennslu og ég er gjörsamlega að örmagnast. Það láðist alveg að segja okkur það í kennslufræðinni að þegar liði á misserið þá yrði maður alveg eins og undin tuska og eyddi öllum helgum farlama í rúminu.
föstudagur, nóvember 29, 2002
Það skiptast á skin og skúrir í þessu blessaða lífi. Þar sem þetta er fyrsta árið mitt í kennslu þá er ég alltaf bara nokkrum skrefum á undan krökkunum í efninu. Svo í gær var ég gripin því þótt ég þekki fornöfnin þá var ég ekki alveg með þetta allt saman á tæru enda ekki að kenna það heldur allt annað. Slapp nú með skrekkinn og sagði þeim að þau mættu ekki fara illa með mig þetta væri jú bara fyrsta árið mitt. Þá spurði ein stelpan: ,,En fyrst þetta er fyrsta árið þitt af hverju veistu þá svona mikið?" Ég lét ekki á neinu bera og vitnaði í Guðna rektor og sagðist vera gamall og vitur labbi sem væri búinn að vera lengi á jörðinni. En svo þurfti ég að halda mér fast í kennaratöfluna svo ég flygi ekki á eyrunum út um alla stofu. Svo var ég lamin í dag. Damn...
Nenni ekki að sinna endurminningunum í bili. Þurfti bara aðeins að viðra út, það er svo þreytandi að vera með draugagang í sálinni.
Nenni ekki að sinna endurminningunum í bili. Þurfti bara aðeins að viðra út, það er svo þreytandi að vera með draugagang í sálinni.
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
Spítalalíf 3. kapítuli.
Eins og áður hefur komið fram þá eru Landspítali og Kleppsspítali tveir ólíkir menningarheimar. Á Kleppi var deild sem var vel rekin og fúnkeraði mjög vel. Á Landspítala var deild sem var bara í hreinu og kláru hakkabuffi. (Það eru auðvitað fleiri deildir á báðum spítulum en ég er bara að tala um þær tvær sem mér viðkoma.) Meðal annars gekk deildin á Kleppi vel því þar var læknapar sem starfaði mjög vel saman og hafði gott samstarf við hjúkrunarsviðið. Það er sem sagt læknasvið og hjúkrunarsvið sem koma að deildunum, en deildir heyra undir hjúkrun. Þ.a.l. eru það hjúkkurnar og deildastjórinn sem er hjúkrunarfræðingur sem eru yfirmenn starfsmanna. Ekki læknar þótt sumir hrokagikkirnir haldi annað.
Það hlýtur því að teljast alveg einstök stjórnkænska að í 1. Leggja niður deildina á Kleppi. 2. Blanda henni saman við hakkabuffið á Landsanum. 3. Stía í sundur læknaparinu og í 4. eftirláta læknunum í rústunum deildina af því að þeir ,,áttu gólfið." Sérdeilis útspekúlerað.
Og eins og við mátti búast átti sér stað valdabarátta á milli menningarheima, þ.e. hjúkrunarsviðs af Kleppi og læknasviðs Landsans. Sú barátta leystist reyndar eftir nokkra mánuði en ég er ennþá með skófarið í andlitinu eftir að hafa lent á milli. Svo hafði meirihluti læknanna vit á því að drulla sér fljótlega í burtu. Af hverju þeir gátu ekki allir andskotast til þess strax er mér hins vegar spurn.
Og svo fór það að gerast sem var svarið og sárt við lagt að myndi ekki gerast. Skítamóralinn í húsinu fór að síast út úr veggjunum. Allt í einu skipti meira máli að hafa reglu á starfsmönnunum en sjúklingunum. Deildarreglur voru síbrotnar af vakthafandi hjúkrunarfræðingi, símatímar lengdir upp úr öllu valdi, reykingatímar hvenær sem var svo og svo giltu mismunandi reglur á vöktum allt eftir smekk og skapi vakthafandi hjúkrunarfræðings dæmi sé tekið. En almáttugur, starfsmennirnir voru í tölvunni! Þeir voru með gsm síma! Þeir lásu á yfirsetunum! Það varð náttúrulega að setja höft á þetta fólk.
Það skipti engu máli að það var einn tiltekinn starfsmaður sem sat límdur við tölvuna. Nei, nei. Aðgangurinn var tekinn af öllum. Og það skipti heldur engu máli þótt það væri einn tiltekinn starfsmaður sem væri alltaf í símanum og með gsm símann á sér. Allir voru skammaðir. Svo var algjörlega litið framhjá Litla Prinsinum sem gerði varla handtak og svaf jafnvel á vöktunum. Lá endalaust í símanum og skoðaði klámsíður á netinu. Nei, það var ekki hægt að skamma hann. Hann var svooo sætur. Það var bara látið bitna á öllum öðrum í staðinn. Feministadeildin, what a laugh.
Eins og áður hefur komið fram þá eru Landspítali og Kleppsspítali tveir ólíkir menningarheimar. Á Kleppi var deild sem var vel rekin og fúnkeraði mjög vel. Á Landspítala var deild sem var bara í hreinu og kláru hakkabuffi. (Það eru auðvitað fleiri deildir á báðum spítulum en ég er bara að tala um þær tvær sem mér viðkoma.) Meðal annars gekk deildin á Kleppi vel því þar var læknapar sem starfaði mjög vel saman og hafði gott samstarf við hjúkrunarsviðið. Það er sem sagt læknasvið og hjúkrunarsvið sem koma að deildunum, en deildir heyra undir hjúkrun. Þ.a.l. eru það hjúkkurnar og deildastjórinn sem er hjúkrunarfræðingur sem eru yfirmenn starfsmanna. Ekki læknar þótt sumir hrokagikkirnir haldi annað.
Það hlýtur því að teljast alveg einstök stjórnkænska að í 1. Leggja niður deildina á Kleppi. 2. Blanda henni saman við hakkabuffið á Landsanum. 3. Stía í sundur læknaparinu og í 4. eftirláta læknunum í rústunum deildina af því að þeir ,,áttu gólfið." Sérdeilis útspekúlerað.
Og eins og við mátti búast átti sér stað valdabarátta á milli menningarheima, þ.e. hjúkrunarsviðs af Kleppi og læknasviðs Landsans. Sú barátta leystist reyndar eftir nokkra mánuði en ég er ennþá með skófarið í andlitinu eftir að hafa lent á milli. Svo hafði meirihluti læknanna vit á því að drulla sér fljótlega í burtu. Af hverju þeir gátu ekki allir andskotast til þess strax er mér hins vegar spurn.
Og svo fór það að gerast sem var svarið og sárt við lagt að myndi ekki gerast. Skítamóralinn í húsinu fór að síast út úr veggjunum. Allt í einu skipti meira máli að hafa reglu á starfsmönnunum en sjúklingunum. Deildarreglur voru síbrotnar af vakthafandi hjúkrunarfræðingi, símatímar lengdir upp úr öllu valdi, reykingatímar hvenær sem var svo og svo giltu mismunandi reglur á vöktum allt eftir smekk og skapi vakthafandi hjúkrunarfræðings dæmi sé tekið. En almáttugur, starfsmennirnir voru í tölvunni! Þeir voru með gsm síma! Þeir lásu á yfirsetunum! Það varð náttúrulega að setja höft á þetta fólk.
Það skipti engu máli að það var einn tiltekinn starfsmaður sem sat límdur við tölvuna. Nei, nei. Aðgangurinn var tekinn af öllum. Og það skipti heldur engu máli þótt það væri einn tiltekinn starfsmaður sem væri alltaf í símanum og með gsm símann á sér. Allir voru skammaðir. Svo var algjörlega litið framhjá Litla Prinsinum sem gerði varla handtak og svaf jafnvel á vöktunum. Lá endalaust í símanum og skoðaði klámsíður á netinu. Nei, það var ekki hægt að skamma hann. Hann var svooo sætur. Það var bara látið bitna á öllum öðrum í staðinn. Feministadeildin, what a laugh.
Setti hnefann í borðið í dag og stöðvaði vídeóvítahringinn ógurlega.
Fór á Skrekk í gær. Fellaskóli stóð sig frábærlega en komst ekki áfram. Það eru bara svik og svínerí. Dómnefndin mútuþæg eða eitthvað þaðan af verra. Ég er að verða væminn og hallærislegur kennari, ég er svo stolt af börnunum að ég er að rifna.
Fór á Skrekk í gær. Fellaskóli stóð sig frábærlega en komst ekki áfram. Það eru bara svik og svínerí. Dómnefndin mútuþæg eða eitthvað þaðan af verra. Ég er að verða væminn og hallærislegur kennari, ég er svo stolt af börnunum að ég er að rifna.
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
Ég er komin í skelfilegan vídeó-vítahring sem ég sé ekki fram á að losna úr. Einn kennarinn var veikur um daginn svo afleysingakennarinn leyfði bekk að horfa á vídeó. Kemur svo yfir til mín og spyr hvort það sé ekki í lagi að þau fái að klára að horfa á myndina, það seú ekki nema 10-15 mín. eftir. Jú, elskan mín. Ekki málið. Nema hvað það voru 35 mín. eftir sem þýðir allur tíminn. Mínir krakkar taka eftir þessu og verða alveg brjáluð. Þau fái sko aldrei að horfa á vídeó og égsé sko bara alveg ógeðslega ósanngjörn! Takk fyrir. Þannig að ég neyddist til að leyfa þeim að glápa. Að vísu með skilyrðum, þau urðu að vera stillt og prúð í þrjá daga. Stóðu að sjálfsögðu ekki við það að mínu viti en alveg totally að þeitrra viti. Og þá urðu hinir bekkirnir alveg brjálaðir og ég er alveg hrikalega ósanngjörn and on and on and on.... Svo nú sit ég föst í þessum skelfilega vítahring og sé ekki nokkra leið út.
mánudagur, nóvember 25, 2002
Endurminningar ófaglærðs starfsmanns. Part tú.
Á Landsanum var tölva inni hjá ritaranum sem bara hann og hjúkkurnar máttu nota. Ein hjúkkan sat heilu og hálfu kvöldvaktirnar á irkinu og þótti það í góðu lagi. Einum starfsmanni (sumarafleysingamanni sem þekkti ekki sinn stað í heiminum) varð það á að fara í tölvuna og honum var sko vinsamlega bent á að ekki væri til þess ætlast að starfsmenn færu í tölvuna. Svo settist hún niður og hélt áfram að spjalla á irkinu eða fletta Banana Republic eða eitthvað annað álíka starfstengt.
Þegar allt var farið að loga í illdeilum því stjórnendur gátu ekki tekið á neinu og ég fékk höfuðverk upp á hvern einasta dag út af eiturspýjunni úr loftræstingunni sem aldrei er hreinsuð þá flutti ég mig á Kleppinn.
Ahh.. Kleppurinn er allt annar heimur. Ég hafði sagt frá því þegar ég bað um flutninginn að ég það væri betra ef ég fengi að kíkja í tölvu út af náminu. Kennslufræðin er mjög tölvusinnuð (enda tölvur hluti af nútíð okkar og framtíð) og við fengum allar upplýsingar á netinu. Og af því að ófaglærðir starfsmenn eru á skítakaupi þá hafði ég ekki efni á að kaupa tölvu. Nú, það var ekki nema sjálfsagt, á þessari deild mættu allir kíkja í tölvuna innan skynsamlegra marka (t.d. búið að taka út alla leiki af skiljanlegum ástæðum) og Landspítalinn rekur líka upplýsingaveitu á netinu sem allir (ég myndi undirstrika allir ef ég kynni það) eiga að hafa aðgang að.
En það sem meira var, samfélagið á Kleppnum var mun vinalegra í alla staði. Starfsmenn, hjúkkur og læknar voru samstarfsmenn og ekki til þessi stéttahroki sem ríkir á Landspítalanum. Ég varð hálfhissa til að byrja með þegar einn læknirinn fór að tala við mig eins og ég væri bara, tja, venjuleg manneskja. (Síðar kom það reyndar upp úr dúrnum að ég var að taka eitthvað frá einhverjum og var gert kristalljóst hvað til míns friðar heyrði.)
Þetta var mjög góður tími. Staðurinn er fallegur og góður andi í húsinu. En af því að Landsanum hélst svo illa á fólki (það þolir náttúrulega enginn við í þessum skítamóral) þá var ákveðið að sameina tvær deildir og flytja okkur nauðungaflutningum á Landsann. Starfsmenn voru að sjálfsögðu ekkert inntir álits á þessari ráðagerð, þeir fylgja bara með eins hver annar búfénaður. Ég mótmælti þessu kröftuglega en var bent á að menning fælist í fólki en ekki veggjum. Mikið skelfilega reyndist það rangt.
To be continued, fylgist með launamálum, tölvum og Litla Prinsinum sem allt leyfðist.
Á Landsanum var tölva inni hjá ritaranum sem bara hann og hjúkkurnar máttu nota. Ein hjúkkan sat heilu og hálfu kvöldvaktirnar á irkinu og þótti það í góðu lagi. Einum starfsmanni (sumarafleysingamanni sem þekkti ekki sinn stað í heiminum) varð það á að fara í tölvuna og honum var sko vinsamlega bent á að ekki væri til þess ætlast að starfsmenn færu í tölvuna. Svo settist hún niður og hélt áfram að spjalla á irkinu eða fletta Banana Republic eða eitthvað annað álíka starfstengt.
Þegar allt var farið að loga í illdeilum því stjórnendur gátu ekki tekið á neinu og ég fékk höfuðverk upp á hvern einasta dag út af eiturspýjunni úr loftræstingunni sem aldrei er hreinsuð þá flutti ég mig á Kleppinn.
Ahh.. Kleppurinn er allt annar heimur. Ég hafði sagt frá því þegar ég bað um flutninginn að ég það væri betra ef ég fengi að kíkja í tölvu út af náminu. Kennslufræðin er mjög tölvusinnuð (enda tölvur hluti af nútíð okkar og framtíð) og við fengum allar upplýsingar á netinu. Og af því að ófaglærðir starfsmenn eru á skítakaupi þá hafði ég ekki efni á að kaupa tölvu. Nú, það var ekki nema sjálfsagt, á þessari deild mættu allir kíkja í tölvuna innan skynsamlegra marka (t.d. búið að taka út alla leiki af skiljanlegum ástæðum) og Landspítalinn rekur líka upplýsingaveitu á netinu sem allir (ég myndi undirstrika allir ef ég kynni það) eiga að hafa aðgang að.
En það sem meira var, samfélagið á Kleppnum var mun vinalegra í alla staði. Starfsmenn, hjúkkur og læknar voru samstarfsmenn og ekki til þessi stéttahroki sem ríkir á Landspítalanum. Ég varð hálfhissa til að byrja með þegar einn læknirinn fór að tala við mig eins og ég væri bara, tja, venjuleg manneskja. (Síðar kom það reyndar upp úr dúrnum að ég var að taka eitthvað frá einhverjum og var gert kristalljóst hvað til míns friðar heyrði.)
Þetta var mjög góður tími. Staðurinn er fallegur og góður andi í húsinu. En af því að Landsanum hélst svo illa á fólki (það þolir náttúrulega enginn við í þessum skítamóral) þá var ákveðið að sameina tvær deildir og flytja okkur nauðungaflutningum á Landsann. Starfsmenn voru að sjálfsögðu ekkert inntir álits á þessari ráðagerð, þeir fylgja bara með eins hver annar búfénaður. Ég mótmælti þessu kröftuglega en var bent á að menning fælist í fólki en ekki veggjum. Mikið skelfilega reyndist það rangt.
To be continued, fylgist með launamálum, tölvum og Litla Prinsinum sem allt leyfðist.
sunnudagur, nóvember 24, 2002
Ég fæ þá spurningu oft frá krökkunum af hverju þau þurfi að læra hitt og þetta. Auðvitað gæti ég reynt að vera háfleyg og útskýra að menntun sé dregin af orðinu menn og menntunin eigi að gera okkur að meira mönnum eins og Páll Skúla orðaði það í Pælingum á sínum tíma.
Einfaldasta útskýringin er hins vegar sú að það er ömurlegt að vera ófaglærður starfsmaður á Íslandi. Það er nefnilega þannig að því minna vald sem fólk hefur því líklegra er það til að misnota það. Og þegar maður er neðstur í virðingarstiganum þá getur hvaða fífl sem er vaðið yfir mann á skítugum skónum í skjóli titla.
Þegar maður er ófaglærð kona þá er ástandið enn verra. Konur eru lægri í launum og fá verr launaðri vinnu. Ég vann sem ófaglærður starfsmaður á Landspítalanum í nokkur ár. Stéttaskiptingin og stéttahrokinn var ógeðslegur. Það fór sko ekki á milli mála að hjúkkurnar voru æðri okkur en læknarnir, lo and behold. Við kvenkynsstarfsmennirnir fengum líka skilaboðin beint í æð, ef neyðarbjallan fór í gang þá áttu karlmennin að hlaupa ekki við, litlu viðkvæmu konurnar. Og það varð að vera alla vega einn karlmaður á vakt. Það gilti að sjálfsögðu ekki um konurnar enda voru oft bara karlmenn á næturvöktunum ,,en sko hjúkkan var kona." Já en sko hjúkkan er ekki starfsmaður þannig að það verður að vera en karlkynsstarfsmaður á vaktinni en það þarf ekki að vera neinn kvenkynsstarfsmaður! Og svo var einn sjúklingurinn svo erfiður að það þurfti tvo karlkynsstarfsmenn til að sitja yfir honum. Svo sátu litlu horuðu strákarnir ábúðafullir á rassgatinu á yfirsetu allan daginn á meðan við kvenfólkið sinntum allri deildinni. Og þeir rökuðu inn yfirvinnunni. Hvað er það annað en illa dulbúið launamisrétti?
To be continued....
Einfaldasta útskýringin er hins vegar sú að það er ömurlegt að vera ófaglærður starfsmaður á Íslandi. Það er nefnilega þannig að því minna vald sem fólk hefur því líklegra er það til að misnota það. Og þegar maður er neðstur í virðingarstiganum þá getur hvaða fífl sem er vaðið yfir mann á skítugum skónum í skjóli titla.
Þegar maður er ófaglærð kona þá er ástandið enn verra. Konur eru lægri í launum og fá verr launaðri vinnu. Ég vann sem ófaglærður starfsmaður á Landspítalanum í nokkur ár. Stéttaskiptingin og stéttahrokinn var ógeðslegur. Það fór sko ekki á milli mála að hjúkkurnar voru æðri okkur en læknarnir, lo and behold. Við kvenkynsstarfsmennirnir fengum líka skilaboðin beint í æð, ef neyðarbjallan fór í gang þá áttu karlmennin að hlaupa ekki við, litlu viðkvæmu konurnar. Og það varð að vera alla vega einn karlmaður á vakt. Það gilti að sjálfsögðu ekki um konurnar enda voru oft bara karlmenn á næturvöktunum ,,en sko hjúkkan var kona." Já en sko hjúkkan er ekki starfsmaður þannig að það verður að vera en karlkynsstarfsmaður á vaktinni en það þarf ekki að vera neinn kvenkynsstarfsmaður! Og svo var einn sjúklingurinn svo erfiður að það þurfti tvo karlkynsstarfsmenn til að sitja yfir honum. Svo sátu litlu horuðu strákarnir ábúðafullir á rassgatinu á yfirsetu allan daginn á meðan við kvenfólkið sinntum allri deildinni. Og þeir rökuðu inn yfirvinnunni. Hvað er það annað en illa dulbúið launamisrétti?
To be continued....
Ossið er gjörsamlega brjálað. Var að frétta að nágrannadrengur minn hefði fengið ,,lánað" hjólið mitt undanfarnar vikur. Fór niður í hjólageymslu og ætlaði að læsa hjólinu þá var lásinn klipptur á ofninum og búið að hækka sæti og stýri í hæð drengsins. Náði í foreldrana og úthellti mér yfir þá. Mamman kannaðist við að hann hefði sagst hafa tekið hjól einu sinni sem aldrei væri notað. Í fyrsta lagi þá nota ég hjólið á sumrin og í öðru lagi; hvað með það þótt hjólið væri aldrei notað? Það gefur honum ekki rétt til að taka það. Urrr!!!!
laugardagur, nóvember 23, 2002
föstudagur, nóvember 22, 2002
Damn, I wish I was your lover
I'll rock you till the daylight comes
Make sure you are smiling and warm
I am everything
Tonight I'll be your mother I will
And I'll do such things to ease your pain
Free your mind and you won't feel ashamed,
Shucks, for me there is no other
You're the only shoe that fits
I can't imagine I'll grow out of it
Damn I wish I was your lover
SHB.
I'll rock you till the daylight comes
Make sure you are smiling and warm
I am everything
Tonight I'll be your mother I will
And I'll do such things to ease your pain
Free your mind and you won't feel ashamed,
Shucks, for me there is no other
You're the only shoe that fits
I can't imagine I'll grow out of it
Damn I wish I was your lover
SHB.
Takk frændi, mér líður strax betur. Og þegar ég fer að hugsa um það þá var Biggi miðaldra strax í menntaskóla. Hann var með nákvæmlega sömu klippinguna og klæðaburðinn sem hann skartar nú.
Heyrði út undan mér að Íslendingar ætluðu að styðja árás á Írak ef af henni verður. Við vorum aðilar að stríði þegar NATO réðst á Bosníu (if memory serves) Ég held að það hafi verið ákvæði í samningnum þegar Jón Baldvin og co skriðu á fjórum fótum til Keflavíkur og grátbáðu Kanann um að vera lengur að Íslendingar yrðu að styðja allt hernaðarbrambolt Kanans í framtíðinni. Alla vega ekki mótmæla. Það var svartur dagur í sögu Íslands þegar Kaninn ætlaði að fara og við báðum hann um að vera lengur út af peningunum.
Gleður mig að Evrópubandalagið er búið að sýna sitt rétta andlit. Sum okkar vissu þetta reyndar alltaf. Nægir að nefna Mastricht samkomulagið sem Danir urðu að kjósa um tvisvar. Ef aðildaþjóðir neita einhverju þá verða þær bara að kjósa aftur. Þær hafa rétt til að segja já. Og Írar, þeir þurftu líka að kjósa aftur núna um daginn.
Skil ekki hvernig sumum Íslendingum dettur það í hug að við getum fengið aðgang að Bandalaginu án þess að láta neitt í staðinn. Það einasta eina sem við höfum að bjóða er fiskurinn því við erum algjört bananalýðveldi ennþá. Svo auðvitað fara þeir fram á aðgang að sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskimiðunum. Það liggur alveg í augum uppi og ég skil bara ekki hvað þarf að ræða það frekar.
Heyrði út undan mér að Íslendingar ætluðu að styðja árás á Írak ef af henni verður. Við vorum aðilar að stríði þegar NATO réðst á Bosníu (if memory serves) Ég held að það hafi verið ákvæði í samningnum þegar Jón Baldvin og co skriðu á fjórum fótum til Keflavíkur og grátbáðu Kanann um að vera lengur að Íslendingar yrðu að styðja allt hernaðarbrambolt Kanans í framtíðinni. Alla vega ekki mótmæla. Það var svartur dagur í sögu Íslands þegar Kaninn ætlaði að fara og við báðum hann um að vera lengur út af peningunum.
Gleður mig að Evrópubandalagið er búið að sýna sitt rétta andlit. Sum okkar vissu þetta reyndar alltaf. Nægir að nefna Mastricht samkomulagið sem Danir urðu að kjósa um tvisvar. Ef aðildaþjóðir neita einhverju þá verða þær bara að kjósa aftur. Þær hafa rétt til að segja já. Og Írar, þeir þurftu líka að kjósa aftur núna um daginn.
Skil ekki hvernig sumum Íslendingum dettur það í hug að við getum fengið aðgang að Bandalaginu án þess að láta neitt í staðinn. Það einasta eina sem við höfum að bjóða er fiskurinn því við erum algjört bananalýðveldi ennþá. Svo auðvitað fara þeir fram á aðgang að sjávarútvegsfyrirtækjum og fiskimiðunum. Það liggur alveg í augum uppi og ég skil bara ekki hvað þarf að ræða það frekar.
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
Það gleður mig að frétta að það skuli engir aðrir sjá kossakúna en ég.(Vekur að vísu aðrar áhyggjur en ég ætla ekki að deila þeim með alþjóð.They're coming to take me away, aha...) Í öðru lagi þá skil ég ekki hvað fólk hefur á móti útliti síðunnar en þar sem ég sé ekki það sama og aðrir þá er það kannski ekki alveg að marka.
Þessar snaróðu hormónabombur sem ganga undir dulnefninu unglingar eru að fara á ball í kvöld. Glætan að það hafi verið hægt að hugsa um námið. Alltaf þegar ég held að ég sé bara að verða hel... góð þá bresta á einhver skaðræðis læti. Þurfti að hvessa mig og vera vond við þau. Eins og mér finnst nú leiðinlegt að vera vond við fólk, alltaf svo skapgóð og yndisleg.
Sá í Fréttablaðinu að það átti að banna bossann á George Clooney. Það er í góðu lagi að flagga beru kvenfólki grimmt og galið en þegar það er karlmannskjöt þá gilda einhverjar aðrar reglur. Gott dæmi um tvískinnunginn sem er enn við lýði.
Í einhverjum kjaftaþætti um daginn, gott ef ekki silfrinu, þá var talað um Bigga Ármanns sem miðaldra. Ég er búin að vera svo sjokkeruð að ég hef bara ekki náð mér fyrr en nú. Ég var nefnilega í skóla með honum á sínum tíma. Mér finnst nógu hræðilegt að vera komin með hvít hár langt fyrir aldur fram þótt ekki sé verið að ljúga upp á mig miðöldrun líka. Sem ýtir bara undir minn versta ótta; ég hef alveg skelfilegar áhyggjur af því að ég fái harmoníku-efri vör. Skilst að reykingakonur fái þennan ófögnuð og sumir ónefndir sprungu á limminu í fyrra. Komin á hræðilegan ellibömmer. Verð að fara og fá mér nammi.
Þessar snaróðu hormónabombur sem ganga undir dulnefninu unglingar eru að fara á ball í kvöld. Glætan að það hafi verið hægt að hugsa um námið. Alltaf þegar ég held að ég sé bara að verða hel... góð þá bresta á einhver skaðræðis læti. Þurfti að hvessa mig og vera vond við þau. Eins og mér finnst nú leiðinlegt að vera vond við fólk, alltaf svo skapgóð og yndisleg.
Sá í Fréttablaðinu að það átti að banna bossann á George Clooney. Það er í góðu lagi að flagga beru kvenfólki grimmt og galið en þegar það er karlmannskjöt þá gilda einhverjar aðrar reglur. Gott dæmi um tvískinnunginn sem er enn við lýði.
Í einhverjum kjaftaþætti um daginn, gott ef ekki silfrinu, þá var talað um Bigga Ármanns sem miðaldra. Ég er búin að vera svo sjokkeruð að ég hef bara ekki náð mér fyrr en nú. Ég var nefnilega í skóla með honum á sínum tíma. Mér finnst nógu hræðilegt að vera komin með hvít hár langt fyrir aldur fram þótt ekki sé verið að ljúga upp á mig miðöldrun líka. Sem ýtir bara undir minn versta ótta; ég hef alveg skelfilegar áhyggjur af því að ég fái harmoníku-efri vör. Skilst að reykingakonur fái þennan ófögnuð og sumir ónefndir sprungu á limminu í fyrra. Komin á hræðilegan ellibömmer. Verð að fara og fá mér nammi.
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
þriðjudagur, nóvember 19, 2002
Sá í kynningunni að Sjálfstæðum Íslendingum fólk vera að dansa og slengja til höndum og ætlaði þ.a.l. að athuga hvort ég þekkti einhvern vera að gera sig að fífli í sjónvarpinu. En þá byrjaði Gunnar að tala og þegar hann tilkynnti að það erfiðasta við að skrifa ræðu væri að vita hvað Guð væri að hugsa þennan daginn þá fékk ég alveg nóg og stillti yfir á Will&Grace. Gunnari finnst það sem sagt alveg fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt að hann sé með beintengingu í hugsanir Guðs. Þetta er hámark hrokans.
Við Guð sömdum um vopnahlé fyrir 16 árum. Ég reyni ekki að fullvissa fólk um ekkitilveru hans og hann lýstur mig ekki með eldingu í hvert skipti sem ég stíg fæti út fyrir dyr. (Ég er sem sagt með mjög virkan just-in-case faktor þótt ég telji mig trúleysingja.) Þannig að þótt ég þekki Guð ekki alveg og sé ekki með beintengingu í hugsanir hans (frekar en nokkur annar) þá tel ég það alveg öruggt að hann sé ekki forpokaður smáborgari. Það má vera að hann hafi verið það í Gyðingalandi í den tid en svo sá hann að mannkynið hafði þroskast pínulítið og sendi Jesú niður til að sýna okkur og segja hvernig við ættum að haga okkur. Við vorum sumsé orðin fær um að læra, þurfti ekki lengur að berja okkur áfram. Jesús boðaði náungakærleik og umburðarlyndi þannig að við sem teljum okkur kristin förum eftir Nýja-Testamentinu ekki því gamla. Þoli það alveg gjörsamlega ekki þegar það er verið að boða hatur og fordóma í nafni Jesú Krists. Það er argandi þversögn í sjálfu sér.
Við Guð sömdum um vopnahlé fyrir 16 árum. Ég reyni ekki að fullvissa fólk um ekkitilveru hans og hann lýstur mig ekki með eldingu í hvert skipti sem ég stíg fæti út fyrir dyr. (Ég er sem sagt með mjög virkan just-in-case faktor þótt ég telji mig trúleysingja.) Þannig að þótt ég þekki Guð ekki alveg og sé ekki með beintengingu í hugsanir hans (frekar en nokkur annar) þá tel ég það alveg öruggt að hann sé ekki forpokaður smáborgari. Það má vera að hann hafi verið það í Gyðingalandi í den tid en svo sá hann að mannkynið hafði þroskast pínulítið og sendi Jesú niður til að sýna okkur og segja hvernig við ættum að haga okkur. Við vorum sumsé orðin fær um að læra, þurfti ekki lengur að berja okkur áfram. Jesús boðaði náungakærleik og umburðarlyndi þannig að við sem teljum okkur kristin förum eftir Nýja-Testamentinu ekki því gamla. Þoli það alveg gjörsamlega ekki þegar það er verið að boða hatur og fordóma í nafni Jesú Krists. Það er argandi þversögn í sjálfu sér.
mánudagur, nóvember 18, 2002
Jólaprófin nálgast á fljúgandi fart og ég er að farast úr stressi. Krökkunum er hins vegar alveg sama, samt eru það þau sem eru að fara í prófin ekki ég. Mér finnst ég ekki hafa kennt þeim neitt og kemst ekki yfir neitt og þau kunna ekki neitt og eiga öll eftir að falla á prófunum!!! Ég er enginn brjálæðislegur hugsjónakennari mig langar bara að kenna börnunum ensku, dönsku og íslensku. Og vil að þau nái prófunum, það er allt og sumt. Plís, plís, plís byrjið að læra heima og fylgjast með í tímunum!!!
sunnudagur, nóvember 17, 2002
Ég heyrði það í útvarpinu fyrir stuttu að eitthvert manngrey í útlandinu hefði lent 36 sinnum í árekstri án þess að eiga sök á nokkrum þeirra. Að sjálfsögðu ber þessi maður ábyrgð á miklum meirihluta þessara árekstra með fávitalegu aksturslagi, það vill bara þannig til að umferðalögin eru fávitalegri. Og já, líka á Íslandi.
Langbesta dæmið er 88. gr. umfl. Samkvæmt þeim ber ökumaður bifreiðar ábyrgð á öllu ,,tjóni” sem bifreið hans veldur manneskju. Jafnvel þótt hún fleygi sér á bifreiðina þá ber hún enga ábyrgð á hegðun sinni. Ef íslenska fjallalambinu verður það á að villast fyrir bifreið þá er það því sjálfu að kenna og bóndinn ber skaðann á lambi og bifreið. Það er sem sagt formlega viðurkennt af löggjafanum í landinu að mannskepnan sé heimskari en rolla.
Þegar ég ferðast hér um götur borgarinnar þá hef ég fullan skilning á þessari löggjöf. Mannskepnan í umferðinni er alveg foráttu heimsk. Einföldustu umferðarreglur vefjast fyrir henni. Þetta með vinstri akreinina, algjörlega óskiljanlegt. Hversu, hversu oft hef ég og annað viti borið fólk ekki lent á eftir sleða vinstra megin! Núverið var ég að rúlla heim og lenti á eftir enn einum sleðanum. Þegar færi gafst fór ég yfir á hægri til að fara fram úr. Gefur maðurinn ekki í! Svo ég þurfti að fara hraðar en ég ætlaði mér og taka knappari beygju en ég ætlaði mér til að komast fram úr. Á næstu ljósum sé ég að karlinn er að taka niður númerið á bílnum mínum ofsalega hneykslaður á svipinn. Ég snarast út og bendi honum vinsamlegast á að hans aksturslag hafi verið vítavert. Karlinn svarar að bragði: ,,Vertu ekkert að ljúga væna mín. Ég er sko í lögreglunni og veit þetta.” Einmitt. Ef lögreglan ekur svona þá er ég ekki hissa að ástandið á götum borgarinnar sé eins og það er.
Eitt af mörgu sem er alveg óþolandi er hegðun fólks á ljósum. Ég tek oft vinstri beygju á ljósum á Miklubrautinni. Fyrst eru áfram-ljósin en þau slá á rautt áður en beygjuljósið kemur. Nánast undantekningarlaust skal það gerast að þegar manneskjan á undan mér sér að hún nær ekki áfram-ljósinu byrjar hún að draga niður nokkrum kílómetrum áður en ég kemst á aðreinina til að beygja. Sem veldur því að sjálfsögðu að ég næ ekki ljósinu. Þetta gerist ekki bara þarna. Út um alla borg er fólk að koma í veg fyrir að fólkið fyrir aftan það nái beygjuljósum. Hvað er að ykkur? Svo skiljið þið ekkert í því að það eru umferðastöppur út um allan bæ. Það eru umferðastöppur út um allt af því að þið akið eins og fífl.
Mér verður það einnig einstaka sinnum á að fara hringtorg. Ég fer á ytri akrein af því að ég fer út hægra megin á fyrstu gatnamótum. Í sumar geri ég þetta þótt ég sjái að manneskja sé á innri hring enda á hún þá að fara út á vinstri akrein ef hún ætlar út á sömu gatnamótum og ég. Næsta sem gerist er að ég heyri þetta ægilega bremsuvæl og svo er legið á flautunni lengi, lengi. Svo eltir manneskjan mig uppi til að steyta framan í mig hnefann. Elskan, þú braust lögin ekki ég.
Svo er alltaf verið að bölsótast út í unga fólkið. Ég segi það eitt, að það má vera að unga fólkið aki eins og brjálæðingar en það er þó vakandi undir stýri. Það kann enn þá umferðalögin. Hættulegasta fólkið í umferðinni er fullorðna fólkið. Hraðinn er búinn að aukast og orðnar miklar breytingar svo það er að fríka út af hræðslu og ekur á tuttugu vinstra megin. Lokar augunum þegar það fer inn á hringtorg. Svo stendur þetta fólk í þeim leiðinlega misskilningi að því beri einhver skylda til að ala upp annað fólk í umferðinni sérstaklega ef það er yngra en það sjálft. Úti á vegum landsins og það þarf ekki að fara lengra en í Hvalfjörðinn þá gefur þetta fólk undantekningarlítið í þegar það er verið að fara fram úr því. Það kveður stundum svo rammt að þessu að það hefur virkilega hvarflað að mér að leggja fram kæru um manndrápstilraun.
Langbesta dæmið er 88. gr. umfl. Samkvæmt þeim ber ökumaður bifreiðar ábyrgð á öllu ,,tjóni” sem bifreið hans veldur manneskju. Jafnvel þótt hún fleygi sér á bifreiðina þá ber hún enga ábyrgð á hegðun sinni. Ef íslenska fjallalambinu verður það á að villast fyrir bifreið þá er það því sjálfu að kenna og bóndinn ber skaðann á lambi og bifreið. Það er sem sagt formlega viðurkennt af löggjafanum í landinu að mannskepnan sé heimskari en rolla.
Þegar ég ferðast hér um götur borgarinnar þá hef ég fullan skilning á þessari löggjöf. Mannskepnan í umferðinni er alveg foráttu heimsk. Einföldustu umferðarreglur vefjast fyrir henni. Þetta með vinstri akreinina, algjörlega óskiljanlegt. Hversu, hversu oft hef ég og annað viti borið fólk ekki lent á eftir sleða vinstra megin! Núverið var ég að rúlla heim og lenti á eftir enn einum sleðanum. Þegar færi gafst fór ég yfir á hægri til að fara fram úr. Gefur maðurinn ekki í! Svo ég þurfti að fara hraðar en ég ætlaði mér og taka knappari beygju en ég ætlaði mér til að komast fram úr. Á næstu ljósum sé ég að karlinn er að taka niður númerið á bílnum mínum ofsalega hneykslaður á svipinn. Ég snarast út og bendi honum vinsamlegast á að hans aksturslag hafi verið vítavert. Karlinn svarar að bragði: ,,Vertu ekkert að ljúga væna mín. Ég er sko í lögreglunni og veit þetta.” Einmitt. Ef lögreglan ekur svona þá er ég ekki hissa að ástandið á götum borgarinnar sé eins og það er.
Eitt af mörgu sem er alveg óþolandi er hegðun fólks á ljósum. Ég tek oft vinstri beygju á ljósum á Miklubrautinni. Fyrst eru áfram-ljósin en þau slá á rautt áður en beygjuljósið kemur. Nánast undantekningarlaust skal það gerast að þegar manneskjan á undan mér sér að hún nær ekki áfram-ljósinu byrjar hún að draga niður nokkrum kílómetrum áður en ég kemst á aðreinina til að beygja. Sem veldur því að sjálfsögðu að ég næ ekki ljósinu. Þetta gerist ekki bara þarna. Út um alla borg er fólk að koma í veg fyrir að fólkið fyrir aftan það nái beygjuljósum. Hvað er að ykkur? Svo skiljið þið ekkert í því að það eru umferðastöppur út um allan bæ. Það eru umferðastöppur út um allt af því að þið akið eins og fífl.
Mér verður það einnig einstaka sinnum á að fara hringtorg. Ég fer á ytri akrein af því að ég fer út hægra megin á fyrstu gatnamótum. Í sumar geri ég þetta þótt ég sjái að manneskja sé á innri hring enda á hún þá að fara út á vinstri akrein ef hún ætlar út á sömu gatnamótum og ég. Næsta sem gerist er að ég heyri þetta ægilega bremsuvæl og svo er legið á flautunni lengi, lengi. Svo eltir manneskjan mig uppi til að steyta framan í mig hnefann. Elskan, þú braust lögin ekki ég.
Svo er alltaf verið að bölsótast út í unga fólkið. Ég segi það eitt, að það má vera að unga fólkið aki eins og brjálæðingar en það er þó vakandi undir stýri. Það kann enn þá umferðalögin. Hættulegasta fólkið í umferðinni er fullorðna fólkið. Hraðinn er búinn að aukast og orðnar miklar breytingar svo það er að fríka út af hræðslu og ekur á tuttugu vinstra megin. Lokar augunum þegar það fer inn á hringtorg. Svo stendur þetta fólk í þeim leiðinlega misskilningi að því beri einhver skylda til að ala upp annað fólk í umferðinni sérstaklega ef það er yngra en það sjálft. Úti á vegum landsins og það þarf ekki að fara lengra en í Hvalfjörðinn þá gefur þetta fólk undantekningarlítið í þegar það er verið að fara fram úr því. Það kveður stundum svo rammt að þessu að það hefur virkilega hvarflað að mér að leggja fram kæru um manndrápstilraun.
föstudagur, nóvember 15, 2002
Guði sé lof og dýrð, það er að koma helgi. Planið er að snúa tám upp í loft og lesa eitthvað skemmtilegt og dorma þess á milli. Ég er ekki svona party animal eins og sumir. Það gæti verið að mér þóknaðist að undirbúa kennslu og fara yfir verkefni en það verður væntanlega ekki fyrr en á sunnudagskvöld ef ég þekki mig rétt.
Annars hlotnaðist mér sá vafasami heiður að vera kosinn formaður húsfélagsins á sínum tíma og verð að halda fund eftir helgi. Á ég að taka til í íbúðinni eða ekki? Er ekki viss um að ég meiki það að vera umtöluð subba. Það væri líka illt til afspurnar í hinni örvæntingarfullu eiginmannsleit minni. Aldrei að sýna sína réttu hlið fyrr en eftir brúðkaupið.
Annars hlotnaðist mér sá vafasami heiður að vera kosinn formaður húsfélagsins á sínum tíma og verð að halda fund eftir helgi. Á ég að taka til í íbúðinni eða ekki? Er ekki viss um að ég meiki það að vera umtöluð subba. Það væri líka illt til afspurnar í hinni örvæntingarfullu eiginmannsleit minni. Aldrei að sýna sína réttu hlið fyrr en eftir brúðkaupið.
fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Það er bara fimmtudagur og ég er gjörsamlega búin á því. Þessi börn eru algjörar orkusugur, ég skil ekki hvernig fólki dettur í hug að hafa þetta heima hjá sér líka. Annars held ég að ég hafi verið að upplifa eggjahljóð í fyrsta skipti í gær. (Enda tími til kominn, ég fer brátt að renna út á aldri.) Var að horfa á menningarþáttinn 3rd Watch og þar er komið lítið stúlkubarn til sögunnar. Upp í huga minn skaust: ,,Ohhh.. gúdsí, gúdsí." Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessu, vona bara að það líði hjá. Það vill mig jú enginn.
miðvikudagur, nóvember 13, 2002
Að eilífu ung.
Ég hef alltaf verið óskaplega hneyksluð á konum sem vilja ekki eldast. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að hlaupa í hormónasprautur og eru ekki bara sáttar við að vera lausar við þessi mánaðarlegu óþægindi. Svo eru þær að lita á sér hárið, sparsla upp í hrukkurnar og eyða of fjár í vita gagnslaus yngingarlyf. Þær eru að hlaupa eftir heimskulegum kröfum vanþroska siðmenningar sem þjáist af æskudýrkun. Fussum svei! Auðvitað var það alltaf undirliggjandi í röksemdarfærslunni að ég var ung og falleg (lesist: ung) og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir að vera það alltaf.
Einn fagran dag í vor var ég að skoða fílapensabúskapinn (ég er nefnilega svo ung). Í speglinum blasti við einhver undarlegur glampi í hárinu á mér. Það var alveg sama hvernig ég sneri, alltaf var hann á sama stað. Eftir mjög nákvæma skoðun undir flóðljósum reyndist meintur glampi vera eitt hár undurfurðulegt á litinn. Öllu heldur, það var enginn litur á því. Í skelfingarfáti reif ég óþverrann upp með rótum. Samanburður við hvítt blað staðfesti gruninn: það var samlitt. Þegar hér var komið við sögu var mig farið að svima og sortna fyrir augum og varð að leggjast fyrir. Þegar ég var farin að anda eðlilega aftur og gat hugsað skynsamlega komst ég að einu rökréttu niðurstöðunni; þetta gat bara ekki verið.
Þegar glæpakvikindinu hafði verið sturtað út í sjó fór ég að reifa málið við klanið. Það var sameiginleg niðurstaða að í okkar ætt eldist fólk vel og heldur sínum háralit langt fram á sextugsaldur. Langlíklegasta skýringin var að sjálfsögðu að einhvern tíma hefði ég særst á höfði og væri með ör í hársverðinum og þess vegna yxi þetta hár litlaust. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug?
Það var því afskaplega ánægð og ung kona sem skoppaði út í vorið. Þó var einhver illur grunur á sveimi í undirmeðvitundinni sem olli miklu heilsuátaki. Reykingum var snögghætt og mikið af bætiefnum keypt, sérstaklega B-vítamín fyrir hárið, og E sem er andoxunarefni. (Það er sérstaklega mælt með andoxunarefnum í Hættum að eldast.) Er þá ónefnt rakakremið sem er orðið daglegur gestur á mínu skinni, nuddað vel í kringum augun. Einnig er ég algjörlega hætt að hnykla brúnir gáfulega og bregð ekki upp brosi nema bráðfyndið sé.
Eins og hára er siður óx óskapnaðurinn upp aftur. Sem væri í lagi ef það væri ekki gróft eins og gaddavír og stendur því beint upp í loftið svo það sjáist nú örugglega úr öllum áttum. Verra er að albinóinn minn er ekki einstæðingur lengur heldur er að selflytja ættingja sína á höfuðplánetuna. Og ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki stutt kurteisisheimsókn. Hvert nýtt hár olli svitakófi, fyrirbæri sem var ekki til að bæta líðanina. Seinna var mér sagt að ef ég fyndi hvítt hár þá mætti ég alls ekki slíta það því þá fengi ég tíu í staðinn. Það hefði verið gott að vita það áður en morðið var framið! Það styður enn örakenninguna að boðflennurnar eru allar hvítar. Hins vegar átta ég mig ekki á hvernig öll þessi ör gátu allt í einu dottið ofan á hausinn á mér þar sem ég man ekki til þess að hafa dottið á hausinn síðastliðin tuttugu ár. En ef höfuðáverkarnir hafa verið mjög slæmir þá er kannski ekki nema von að ég muni ekki eftir þeim? Reyndar er ég að verða afhuga örakenningunni. En eitthvað er það. Og nú færðist grunurinn á sjampóið. Ég er búin að prófa allar fáanlegar tegundir en þessi hvítu láta ekki bugast. Hvað sem þessu veldur virðist skynja söknuð minn eftir dökkum hárum og færir mér sárabætur. Nýverið fann ég eitt dökkt á efri vör. Mikið varð ég glöð.
Ég virðist ekki eiga um marga kosti að velja í stöðunni en að viðurkenna staðreyndir. Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum. Ég er búin að vera ung alla ævi svo nú er tímabært að prófa eitthvað nýtt. Það skal þó viðurkennt að það er hægara sagt en gert. Nú orðið fer ég ekki inn í apótek öðruvísi en að gjóa augum á pakkningar sem á stendur Just for the Gray. Gallinn er bara að þau eru ekki grá. Það er verið að snuða mig um millistig. Ég fer beint frá því að vera ung í það að vera gamalmenni. Svo ég er aðallega að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ég eigi að fá mér bláan eða lillaðan tón í hvíta hárið mitt.
Ég hef alltaf verið óskaplega hneyksluð á konum sem vilja ekki eldast. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að hlaupa í hormónasprautur og eru ekki bara sáttar við að vera lausar við þessi mánaðarlegu óþægindi. Svo eru þær að lita á sér hárið, sparsla upp í hrukkurnar og eyða of fjár í vita gagnslaus yngingarlyf. Þær eru að hlaupa eftir heimskulegum kröfum vanþroska siðmenningar sem þjáist af æskudýrkun. Fussum svei! Auðvitað var það alltaf undirliggjandi í röksemdarfærslunni að ég var ung og falleg (lesist: ung) og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir að vera það alltaf.
Einn fagran dag í vor var ég að skoða fílapensabúskapinn (ég er nefnilega svo ung). Í speglinum blasti við einhver undarlegur glampi í hárinu á mér. Það var alveg sama hvernig ég sneri, alltaf var hann á sama stað. Eftir mjög nákvæma skoðun undir flóðljósum reyndist meintur glampi vera eitt hár undurfurðulegt á litinn. Öllu heldur, það var enginn litur á því. Í skelfingarfáti reif ég óþverrann upp með rótum. Samanburður við hvítt blað staðfesti gruninn: það var samlitt. Þegar hér var komið við sögu var mig farið að svima og sortna fyrir augum og varð að leggjast fyrir. Þegar ég var farin að anda eðlilega aftur og gat hugsað skynsamlega komst ég að einu rökréttu niðurstöðunni; þetta gat bara ekki verið.
Þegar glæpakvikindinu hafði verið sturtað út í sjó fór ég að reifa málið við klanið. Það var sameiginleg niðurstaða að í okkar ætt eldist fólk vel og heldur sínum háralit langt fram á sextugsaldur. Langlíklegasta skýringin var að sjálfsögðu að einhvern tíma hefði ég særst á höfði og væri með ör í hársverðinum og þess vegna yxi þetta hár litlaust. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug?
Það var því afskaplega ánægð og ung kona sem skoppaði út í vorið. Þó var einhver illur grunur á sveimi í undirmeðvitundinni sem olli miklu heilsuátaki. Reykingum var snögghætt og mikið af bætiefnum keypt, sérstaklega B-vítamín fyrir hárið, og E sem er andoxunarefni. (Það er sérstaklega mælt með andoxunarefnum í Hættum að eldast.) Er þá ónefnt rakakremið sem er orðið daglegur gestur á mínu skinni, nuddað vel í kringum augun. Einnig er ég algjörlega hætt að hnykla brúnir gáfulega og bregð ekki upp brosi nema bráðfyndið sé.
Eins og hára er siður óx óskapnaðurinn upp aftur. Sem væri í lagi ef það væri ekki gróft eins og gaddavír og stendur því beint upp í loftið svo það sjáist nú örugglega úr öllum áttum. Verra er að albinóinn minn er ekki einstæðingur lengur heldur er að selflytja ættingja sína á höfuðplánetuna. Og ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki stutt kurteisisheimsókn. Hvert nýtt hár olli svitakófi, fyrirbæri sem var ekki til að bæta líðanina. Seinna var mér sagt að ef ég fyndi hvítt hár þá mætti ég alls ekki slíta það því þá fengi ég tíu í staðinn. Það hefði verið gott að vita það áður en morðið var framið! Það styður enn örakenninguna að boðflennurnar eru allar hvítar. Hins vegar átta ég mig ekki á hvernig öll þessi ör gátu allt í einu dottið ofan á hausinn á mér þar sem ég man ekki til þess að hafa dottið á hausinn síðastliðin tuttugu ár. En ef höfuðáverkarnir hafa verið mjög slæmir þá er kannski ekki nema von að ég muni ekki eftir þeim? Reyndar er ég að verða afhuga örakenningunni. En eitthvað er það. Og nú færðist grunurinn á sjampóið. Ég er búin að prófa allar fáanlegar tegundir en þessi hvítu láta ekki bugast. Hvað sem þessu veldur virðist skynja söknuð minn eftir dökkum hárum og færir mér sárabætur. Nýverið fann ég eitt dökkt á efri vör. Mikið varð ég glöð.
Ég virðist ekki eiga um marga kosti að velja í stöðunni en að viðurkenna staðreyndir. Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum. Ég er búin að vera ung alla ævi svo nú er tímabært að prófa eitthvað nýtt. Það skal þó viðurkennt að það er hægara sagt en gert. Nú orðið fer ég ekki inn í apótek öðruvísi en að gjóa augum á pakkningar sem á stendur Just for the Gray. Gallinn er bara að þau eru ekki grá. Það er verið að snuða mig um millistig. Ég fer beint frá því að vera ung í það að vera gamalmenni. Svo ég er aðallega að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ég eigi að fá mér bláan eða lillaðan tón í hvíta hárið mitt.
þriðjudagur, nóvember 12, 2002
Ég þurfti að breyta útlitinu til að geta tengt linkana. (Alla þessa tvo sem eru ættmenni mín. Ég á enga vini.) Hitt var bara alltof flókið fyrir svona einfalda sál eins og mig. Þetta er náttúrulega ekki alveg nógu smart, fyrirsögnin kafnar í auglýsingum og álíka dónaskap. Verst er þó að stór hluti snilldarinnar týndist í umbreytingunum og það er auðvitað ómögulegt. Ég þarf augljóslega að republish-a eitthvað.
mánudagur, nóvember 11, 2002
Strætóbílstjórar eru yfirleitt alveg ágætis fólk.Nema hvað, nokkrir þurfa endilega að sýna vald sitt. Ef maður situr fremst þá er náttúrulega þægilegast að fara út um fremstu dyrnar þó svo að þær séu formlega inngangur. Í morgun tek ég mér þetta bessaleyfi og mannfýlan opnar ekki nema aðra hurðina svo ég þurfi nú alveg örugglega að bíða eftir öllu fólkinu sem er að koma inn! Ég get bara ekki séð hvað er svona erfitt. Og hvaða kikk fær maðurinn út úr þessu? Til að bæta gráu ofan á svart þá var ég næstum búin að drepa mig þegar ég hljóp yfir götuna. Leit til vinstri en klikkaði alveg á því að líta til hægri. Klukkan rétt orðin átta og dagurinn byrjaði svona.
Krakkarnir í bekknum mínum tóku upp á þeim óskunda að vera óþekkir svo ég er bæði hás af öskrum og með harðsperrur í handleggjum eftir dvergakastið út úr stofunni.
Hinir bekkirnir tóku náttúrulega eftir því að ég var alveg hvínandi og höfðu mjög gaman af. Ég deildi þeirri gleði ekki með þeim. Ætla sko að kenna þeim eitthvað voðalega erfitt.
Var að lesa Kular af degi eftir Kristínu Marju. Hún skrifar líka Mávahlátur sem ég er löngu búin að lesa en börnin varla byrjuð á. (Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér.) Þórsteina Þórsdóttir er héðan í frá hetja mín og fyrirmynd. Stefni að því með öllum ráðum að verða virðuleg kennslukona eins og hún. Í tilefni þess reyndi ég að moka flórinn heima hjá mér en gafst fljótlega upp á því. Ég er gjörsamlega vonslaus húsmóðir. Hins vegar tók ég Íslenska málfræði með mér í rúmið, legg ekki alveg í orðabækurnar strax. Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðina og ég rakst á þessa setningu: ,,Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf." Algjör dásemd.
Krakkarnir í bekknum mínum tóku upp á þeim óskunda að vera óþekkir svo ég er bæði hás af öskrum og með harðsperrur í handleggjum eftir dvergakastið út úr stofunni.
Hinir bekkirnir tóku náttúrulega eftir því að ég var alveg hvínandi og höfðu mjög gaman af. Ég deildi þeirri gleði ekki með þeim. Ætla sko að kenna þeim eitthvað voðalega erfitt.
Var að lesa Kular af degi eftir Kristínu Marju. Hún skrifar líka Mávahlátur sem ég er löngu búin að lesa en börnin varla byrjuð á. (Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér.) Þórsteina Þórsdóttir er héðan í frá hetja mín og fyrirmynd. Stefni að því með öllum ráðum að verða virðuleg kennslukona eins og hún. Í tilefni þess reyndi ég að moka flórinn heima hjá mér en gafst fljótlega upp á því. Ég er gjörsamlega vonslaus húsmóðir. Hins vegar tók ég Íslenska málfræði með mér í rúmið, legg ekki alveg í orðabækurnar strax. Björn Guðfinnsson skrifaði málfræðina og ég rakst á þessa setningu: ,,Sögnin að ske er útlendur slæðingur og vart rithæf." Algjör dásemd.
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Indælis helgi. Svaf allan laugardaginn og ligg bara í leti núna. Enda dauðþreytt, hef ekkert hvílst í hálfan mánuð því ég eyddi síðustu helgi í tóma tjöru. (Dauði og djöfull!!!) Jæja, það þýðir ekkert að gráta yfir því núna. Var að glápa á viltu vinna milljón. Mikið voðalega fara þessir kallar í taugarnar á mér sem halda að þeir séu alveg óskaplega fyndnir og eyða tíma í endalaust kjaftæði. Það á sko aldeilis að nýta sér þessar 15 mínútur. Halda þeir að þeir verði uppgötvaðir eða eitthvað?
Sá í Fréttablaðinu að Árni Nonsense er í alvöru að spá í framboð. Hefur maðurinn enga sómatilfinningu?
Nenni ekki að skrifa meira núna, þarf að skila spólu á leiguna.
Sá í Fréttablaðinu að Árni Nonsense er í alvöru að spá í framboð. Hefur maðurinn enga sómatilfinningu?
Nenni ekki að skrifa meira núna, þarf að skila spólu á leiguna.
fimmtudagur, nóvember 07, 2002
Það er eitthvað skelfilegt í gangi, börnin eru bara í því að vera stillt og prúð. Þau læra meira að segja! Fór með tvo bekki í tölvuverið í dag til að skoða námsefni á vefnum. Það gekk nokkuð vel þótt sumir hafi haldið að þau ættu bara að leika sér á netinu. (Hinir kennararnir leyfa okkur það aalltaaaf... Yeah, right.)
Vinkona mín kíkti í heimsókn í gær og var að segja mér frá Eflingarlaununum. Ég þekki þau reyndar mjög vel og það er skemmst frá því að segja að þau eru til háborinnar skammar. Ég held að þetta lið ætti að hætta að dáðst að nýju höllinni sinni og reyna að gera eitthvað fyrir félagsmenn sína. Það er alla vega lágmark að það skammist til að fá starfslýsingar svo það sé ekki endalaust hægt að bæta vinnu á fólk launauppbótarlaust.
Vinkona mín kíkti í heimsókn í gær og var að segja mér frá Eflingarlaununum. Ég þekki þau reyndar mjög vel og það er skemmst frá því að segja að þau eru til háborinnar skammar. Ég held að þetta lið ætti að hætta að dáðst að nýju höllinni sinni og reyna að gera eitthvað fyrir félagsmenn sína. Það er alla vega lágmark að það skammist til að fá starfslýsingar svo það sé ekki endalaust hægt að bæta vinnu á fólk launauppbótarlaust.
miðvikudagur, nóvember 06, 2002
Rembist eins rjúpan við staurinn að koma upp tenglasafni en það er bara alls ekki að ganga eins og sést á þar síðustu færslu. Ossið er óskaplega óánægt með getuleysið.
Aha!! Held ég sé búin að fatta dæmið. Það eru svo gamlar og lélegar tölvur í þessum skóla.
Ekki svo að skilja að ég sé að dunda mér við þetta í vinnunni, almáttugur nei...
Aha!! Held ég sé búin að fatta dæmið. Það eru svo gamlar og lélegar tölvur í þessum skóla.
Ekki svo að skilja að ég sé að dunda mér við þetta í vinnunni, almáttugur nei...
þriðjudagur, nóvember 05, 2002
Allt liðið var bara ótrúlega stillt í dag. (Mjög grunsamlegt. Það er eitthvað í gangi!) Nema minn bekkur, ég þurfti að öskra dálítið á hann en svo varð hann stilltur eftir það.
Þau eru hreint ekki að ofreyna sig á heimalærdómnum. Ægilega erfitt að lesa eina bók. Mávahlátur er mjög skemmtileg en þau:" ...ætla sko bara að sjá myndina, sko..." Ég hef dálítlar áhyggjur af þessari friðsæld, það er eitthvað ankannalegt við hana...
Þau eru hreint ekki að ofreyna sig á heimalærdómnum. Ægilega erfitt að lesa eina bók. Mávahlátur er mjög skemmtileg en þau:" ...ætla sko bara að sjá myndina, sko..." Ég hef dálítlar áhyggjur af þessari friðsæld, það er eitthvað ankannalegt við hana...
mánudagur, nóvember 04, 2002
sunnudagur, nóvember 03, 2002
Ég er með hausverk og hita og get ekki hugsað frumlega hugsun í dag svo ég endurútgef. Þetta þýðir ekki að ég mæti ekki í skólann á mánudaginn krakkar!
Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna.
Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu.
Foreldrar mínir voru ákaflega heppnir, þeir komu báðir úr rjúpufjölskyldum. Bæði afa- og ömmusettin höfðu alltaf rjúpu. Foreldrar mínir líka. Systir mín og börn líka. Svona gengur þetta kynslóð fram af kynslóð. Í samfélagi þar sem hefðir eru á hröðu undanhaldi er gott að hafa einhvern öruggan punkt í tilverunni.
Nú hefur fækkað mikið í kringum jólaborðið okkar. Afar og ömmur hafa gengið sinn veg og faðir minn líka. Sem dæmi um það að matur sé ekki bara matur þá virkjuðu vinir og starfsfélagar föður míns öll sín tengslanet um landið og miðin til að tryggja að hann fengi örugglega rjúpu síðustu jólin sín. Elskulegri virðingarvott get ég ekki ímyndað mér.
En af því að endurnýjun fjölskyldunnar gengur ekki jafnvel og úrelding hennar þá er nú bara fullorðið fólk í kringum jólaborðið. Engin ofurspennt börn að bíða eftir pökkunum, engar fljúgandi pappírsrifur, bara ljúf og notaleg kvöldstund með góðum minningum og góðum mat.
Undanfarin ár hefur sá orðrómur komið upp um hver jól að kannski fáist ekki rjúpa. Og ef hún fæst þá er hún á uppsprengdu verði. Slær út köldum svita á fjölskyldumeðlimum. En einhverra hluta vegna þá hefur hún alltaf fengist og þegar er farið í stórmarkaði á milli jóla og nýjárs hvað er þá frosið ofan í kælikistum annað en rjúpa! Uhmm... Það er eitthvað gruggugt í gangi. Og það er ekkert annað en hinn ömurlegi fylgifiskur jólanna, græðgin.
Þessi leikur hefur verið leikinn of oft, við og aðrir rjúpuunnendur erum búin að sjá í gegnum þetta og látum ekki glepjast. Við rjúkum ekki út í búð og kaupum rjúpur á uppsprengdu verði því við vitum að það er til nóg og þegar nær dregur jólum þá panikkera kaupmennirnir og lækka verðið.
En eins og við mátti búast þá er nú kominn krókur á móti bragði. Það hefur fækkað um of í rjúpustofninum. Ekki skrítið þar sem hefur verið skotið of mikið af henni en raunverulega selst og síðan reynt að okra upp í rjáfur. Sér einhver annar þversögnina hérna en bara ég?
Þannig að núna má ekki selja rjúpu, bara skjóta hana. Jú, jú, það er búið að stytta veiðitímann og stækka friðarsvæðið en það má skjóta eins margar og næst í. Ó, vei! Svartamarkaðsbrask! Aldeilis hægt að græða!
Þetta er mjög einfalt, fjölskyldan mín hefur alltaf borðað rjúpu á jólunum og heldur því áfram. Ef ég þarf að varpa margrómuðum, kvenlegum yndisþokka mínum fyrir róða, reima á mig bússur og vaða upp á heiðar þá geri ég það. En persónulega óska ég eftir betri lausn og hugsa að veiðimennirnir geri það líka. Ég efast um að frústireruð piparjúnka undir vopnum sé kompaní sem þeir kæra sig um.
Ég held að við getum öll verið sammála um að jólin eru sambland hefða í hugum okkar. Hvort sem við lítum á þau sem ljósahátíð í skammdeginu, fögnum fæðingu frelsarans eða sitjum sveitt og reiknum út raðgreiðslurnar þá eigum við vonandi öll eitt sameiginlegt um jólin og það er sameining fjölskyldunnar. Og af því að hefðir eru svo stór hluti jólanna þá eru þær fjölskyldur ákaflega fáar sem hafa ekki sama mat í borðum ár eftir ár. Sami maturinn, sama lyktin, þetta skapar nefnilega sömu stemmninguna, jólastemmninguna.
Nú má segja að matur sé bara matur og það sé fleira sem skipti máli í sambandi við jólin. Ekki ætla ég að bera á móti því en í mínum huga er það fjölskyldun sem skiptir máli. Eins og við vitum getur jólamaturinn skapað mikla togstreitu í nýjum samböndum þegar fólk er að skapa sér sína sérstöku jólastemmningu.
Foreldrar mínir voru ákaflega heppnir, þeir komu báðir úr rjúpufjölskyldum. Bæði afa- og ömmusettin höfðu alltaf rjúpu. Foreldrar mínir líka. Systir mín og börn líka. Svona gengur þetta kynslóð fram af kynslóð. Í samfélagi þar sem hefðir eru á hröðu undanhaldi er gott að hafa einhvern öruggan punkt í tilverunni.
Nú hefur fækkað mikið í kringum jólaborðið okkar. Afar og ömmur hafa gengið sinn veg og faðir minn líka. Sem dæmi um það að matur sé ekki bara matur þá virkjuðu vinir og starfsfélagar föður míns öll sín tengslanet um landið og miðin til að tryggja að hann fengi örugglega rjúpu síðustu jólin sín. Elskulegri virðingarvott get ég ekki ímyndað mér.
En af því að endurnýjun fjölskyldunnar gengur ekki jafnvel og úrelding hennar þá er nú bara fullorðið fólk í kringum jólaborðið. Engin ofurspennt börn að bíða eftir pökkunum, engar fljúgandi pappírsrifur, bara ljúf og notaleg kvöldstund með góðum minningum og góðum mat.
Undanfarin ár hefur sá orðrómur komið upp um hver jól að kannski fáist ekki rjúpa. Og ef hún fæst þá er hún á uppsprengdu verði. Slær út köldum svita á fjölskyldumeðlimum. En einhverra hluta vegna þá hefur hún alltaf fengist og þegar er farið í stórmarkaði á milli jóla og nýjárs hvað er þá frosið ofan í kælikistum annað en rjúpa! Uhmm... Það er eitthvað gruggugt í gangi. Og það er ekkert annað en hinn ömurlegi fylgifiskur jólanna, græðgin.
Þessi leikur hefur verið leikinn of oft, við og aðrir rjúpuunnendur erum búin að sjá í gegnum þetta og látum ekki glepjast. Við rjúkum ekki út í búð og kaupum rjúpur á uppsprengdu verði því við vitum að það er til nóg og þegar nær dregur jólum þá panikkera kaupmennirnir og lækka verðið.
En eins og við mátti búast þá er nú kominn krókur á móti bragði. Það hefur fækkað um of í rjúpustofninum. Ekki skrítið þar sem hefur verið skotið of mikið af henni en raunverulega selst og síðan reynt að okra upp í rjáfur. Sér einhver annar þversögnina hérna en bara ég?
Þannig að núna má ekki selja rjúpu, bara skjóta hana. Jú, jú, það er búið að stytta veiðitímann og stækka friðarsvæðið en það má skjóta eins margar og næst í. Ó, vei! Svartamarkaðsbrask! Aldeilis hægt að græða!
Þetta er mjög einfalt, fjölskyldan mín hefur alltaf borðað rjúpu á jólunum og heldur því áfram. Ef ég þarf að varpa margrómuðum, kvenlegum yndisþokka mínum fyrir róða, reima á mig bússur og vaða upp á heiðar þá geri ég það. En persónulega óska ég eftir betri lausn og hugsa að veiðimennirnir geri það líka. Ég efast um að frústireruð piparjúnka undir vopnum sé kompaní sem þeir kæra sig um.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...