A Man and Woman Making Love, Plate I of "Liebe," 1901
Ætli við verðum þekkt sem ,,Fólkið með klámmyndina"?
Í byrjun ætla ég að taka það fram að ég er flokksbundin í VG og er feministi.
Nú þegar er lesandinn búinn að mynda sér skoðun á því sem ég ætla að segja. Það er ágætt, svo framarlega sem hann er meðvitaður um það. Það skiptir nefnilega máli hver er segja hlutina, af hverju hann er að segja þá og hvað honum gengur til. Lesandinn verður líka að vera meðvitaður um eiginn hlutdrægni. Það er enginn hlutlaus.
Núna stöndum við í þeirri meiningu að við búum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Stundum finnst mér tjáningarfrelsið túlkað ansi vítt, mér er t.d. fyrirmunað að skilja að klám sé tjáningarfrelsi. Enda virðist að þegar verið er að níðast á konum þá er það tjáningarfrelsi. Þegar níðst er á einhverjum öðrum eru það fordómar. Ég fagna kosningu Obama en þegar hann og Hillary Clinton voru að berjast um útnefninguna þá mátti nota hvaða orðbragð um hana sem var. Virkilega ljótt orðbragð. N-orðið var aldrei notað um hann enda hefði verið brugðist mjög harkalega við því. Þegar forsetakosningabaráttan sjálf var í gangi þá var á hrekkjavökunni sett upp e.k. brúða af Obama sem var umsvifalaust tekin niður af lögreglunni á grundvelli laga að það mætti ekki lítlsvirða minnihlutahópa. Á sama tíma fékk sambærileg brúða af Palin að standa dögum saman. Eru konur þó sannlega minnihlutahópur.
Um daginn var viðtal við Svövu Johanssen, athafnakonu, og Jón Ársæll spyr hana um jafnrétti . Hún svarar: ,,Ég er sko EKKI feministi en ég vil jafnrétti kynjanna.”
Feminismi er jafnréttisstefna sem vill að réttur kvenna til lífsgæða sé jafn rétti karla. Nú er búið að gildishlaða orðið. Það er neikvætt. Alveg nákvæmlega eins og rauðsokka er búið að vera í mörg ár. Það er verið að stýra umræðunni með því að gildishlaða orð svona. Oft er verið að þagga niður umræðu. Ef umræðan er þögguð þá breytist ekkert.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ræða atburði síðustu vikna og mánaða. Ég ætla nú samt aðeins að koma inn á það vegna þess hvað orðræðan er merkileg. Skömmu eftir fall ríkisstjórnar Geirs H. Haarde en áður en nýja stjórnin tók við var viðtal við formann Samtaka atvinnulífsins. Hann hafði dálitlar áhyggjur af þessari nýju stjórn. Hafði áhyggjur af því að upp verði tekin haftastefna og eitthvað svona meira leiðinlegt vinstri eitthvað og klykkti svo út með: ,,En ég treysti því að Íslendingar séu nú það skynsamir að þeir hverfi ekki aftur til haftastefnu.” Nú vissum við ekkert hvað þessi nýja stjórn ætlaði að gera en það var alveg ljóst að hún hafði aðrar hugmyndir en formaður samtaka atvinnulífsins enda heitir hann Þór Sigfússon, er bróðir Árna og vitaskuld sjálfstæðismaður. Nú er orðræðan ekki þannig að hann hafi aðrar skoðanir á málinu. Skoðanir hinna eru beinlínis heimskulegar. Samt erum við búin að búa við frjálshyggju og frelsi í 18 ár og sjáið hvar við erum. Fyrir áramót voru sett á mikil gjaldeyrishöft. Fólk sem vildi leysa út gjaldeyri þurfti að fara með farseðilinn í sinn viðskiptabanka. Það er frekar erfitt að fá ákveðnar vörur í verslunum. Þetta heitir ekki haftastefna.
Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur komið fram fólk sem hefur varað við ofvexti bankakerfisins. Það voru náttúrulega bara einhverjir neikvæðnipúkar sem skildu ekki íslenskt efnahagslíf. Og voru að tala niður krónuna. Ef einhver gagnrýndi ,,útrásarvíkingana” og takið eftir orðinu, víkingar. Þetta er orð sem tengist þjóðararfinum okkar og þjóðarstoltinu. Það er gildishlaðið jákvætt, andstætt feminista. Víkingar voru náttúrulega glæpamenn og þjófar og hvað kom á daginn. Orðið er engu að síður jákvætt. Það vitnar í karlmennsku og kjark. Og ef einhver leyfði sér að gagnýna þá var hann ekkert að hugsa um hag lands og þjóðar. Þessir menn voru að moka peningum inn í landið.
Ef einhver leyfði sér að gagnrýna ofurlaun bankastjóra þá var svarið: ,,Ábyrgðin er svo mikil.” Hvar er öll sú ábyrgð nú? Svo kom: ,,Þetta eru einkafyrirtæki og ykkur kemur þetta bara ekkert við.” Þegar kemur að því að borga skuldirnar, þá er þetta okkur ákaflega viðkomandi. Mig minnir að það hafi verið Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi sem fékk Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Þegar fólk gagnrýndi það þá sagði hann: ,,Ég nenni ekki að hlusta á einhverja öfundsjúka smáborgara.”
Umræðan var þannig: Þið eruð smáborgarar, þið eruð öfundsjúk, ykkur kemur þetta ekki við. Þetta eru útrásarvíkingar, íslenskar hetjur.
Umræðunni var stjórnað, hún var þögguð. Þessir menn rændu okkur ekki í skjóli nætur. Þeir rændu okkur beint fyrir framan augun á okkur.
En það eru ekki bara stjórnmálamenn, útrásarvíkingar og karlrembur sem leika þennan leik. Fjölmiðlarnir taka mjög virkan þátt í honum líka. Svo virkan að það má heita að þeir stjórni honum.
Í janúar stóð fólk hundruðum saman fyrir framan Alþingishúsið og stjórnarráðið og krafðist afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlamenn fluttu fréttir af þessu og iðulega í beinni útsendingu. Þegar stjórnin loksins féll þá sneru þessir sömu fjölmiðlamenn sér að Geir H. Haarde og spurðu: ,,Geir. Af hverju slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu?” Búsáhaldabyltingin er sögulegur viðburður en skyndilega skiptir hún engu máli. Orðræðan og raunveruleikinn fara ekki saman. Enda svaraði Geir að bragði: ,,Vegna þess að Samfylkingin er sundurtættur flokkur.” Leikurinn heldur áfram. Það eru að koma kosningar og stjórnmálamenn komnir í framboð. Fjölmiðlarnir verða að fylla blöðin og fréttatímana daglega. Raunveruleikinn er túlkunaratriði, við sköpum hann með orðræðunni. Í upphafi var orðið.
Fyrst flutt á fundi hjá Flugu.
Þegar óhapp auðkýfings
auð bankans skerðir.
Reka hann til réttarþings
falskir lagaverðir.
Vægan fékk hann dóm...
Á Kvíabryggju liggur hann
stórlaxar hringja á laun.
Móðir kveður minni mann
sem er sendur á Litla Hraun.
Vægan fékk hann dóm...
Flestir fara á Litla Hraun
nema bankabókin sé feit.
Dómarinn brosir, dæmir á laun.
Landsbankinn þarf ekki að vita neitt.
Vægan fékk hann dóm...
Kerfið þjónar þeim ríku
yfirstéttin tryggir sín völd.
Lögin beygja sig, fyrir auðsins klíku.
Hvítflibbinn greiddi sín gjöld.
Vægan fékk hann dóm...
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...