mánudagur, nóvember 27, 2006
Dót fyrir stóra stráka
Fór á vetrarsýninguna í iþróttahöllinni á Akureyri í gær. Þar var aðallega verið að sýna vélsleða og svoleiðis dótarí. Það sló mig talsvert að annars vegar var auglýsing sem sagði: ,,Icehobby - dót fyrir stóra stráka" og hins vegar var eitthvert vörumerki sem sagði síðan: ,,Fyrir alvöru menn með hreðjar". Einhverra hluta vegna fannst mér ég ekkert sérstaklega velkomin þarna.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Long time no see
Jamm, ég hef verið upptekin. Annars vegar við persónulegt drama og hins vegar við leikritaskrif. Ég er orðin víðfrægt leikskáld. Var nefnd á nafn í þriðjudagsmogganum, hvorki meira né minna.
Helstu update eru eftirfarandi:
Ég hætti í leikfiminni. Ég borgaði of fjár fyrir að losna við bakverkinn í sumar og svo borgaði ég of fjár fyrir að hoppa hann í mig aftur. Nú er ég búin að panta tíma hjá sjúkraþjálfaranum. Ossið er pissed.
Mikið rosalega er ég orðin þreytt á ,,málflutningnum" talibanar, torfkofar og hundasúrur. Samstarfsmaður minn er það hins vegar ekki. Hann verður fljótlega myrtur.
Þvottavélin mín er að gefa upp öndina.
Þeir eru margir aumingjarnir en einn veit ég mestan.
Þjóðmálin:
Mikið rosalega kann Árni Nonsense ekki að skammast sín. Og ,,tæknileg mistök". Pikkaði þetta beint upp úr málsvörn morðingja eftir að þeir myrtu ,,óvart" konur og börn.
Praktísk atriði:
Ef einhverjir ætla að gefa mér George Michael pakkann í jólagjöf þá vil ég bæði fá DVD diskinn og, takið eftir þetta er mjög mikilvægt: þriggja diska geisladiskinn.
Helstu update eru eftirfarandi:
Ég hætti í leikfiminni. Ég borgaði of fjár fyrir að losna við bakverkinn í sumar og svo borgaði ég of fjár fyrir að hoppa hann í mig aftur. Nú er ég búin að panta tíma hjá sjúkraþjálfaranum. Ossið er pissed.
Mikið rosalega er ég orðin þreytt á ,,málflutningnum" talibanar, torfkofar og hundasúrur. Samstarfsmaður minn er það hins vegar ekki. Hann verður fljótlega myrtur.
Þvottavélin mín er að gefa upp öndina.
Þeir eru margir aumingjarnir en einn veit ég mestan.
Þjóðmálin:
Mikið rosalega kann Árni Nonsense ekki að skammast sín. Og ,,tæknileg mistök". Pikkaði þetta beint upp úr málsvörn morðingja eftir að þeir myrtu ,,óvart" konur og börn.
Praktísk atriði:
Ef einhverjir ætla að gefa mér George Michael pakkann í jólagjöf þá vil ég bæði fá DVD diskinn og, takið eftir þetta er mjög mikilvægt: þriggja diska geisladiskinn.
laugardagur, október 21, 2006
Hvalveiðarnar
Ég ætla að segja það strax í byrjun að vissulega á þjóðin að ráða sér sjálf og nýtingu sinna auðlinda. En...
Íslendingar hafa ekki stundað hvalveiðar í 17-20 ár og þorskstofninn er ekki hruninn. Hvalveiðimenn hafa ekki gengið atvinnulausir um göturnar heldur þvert á móti hefur hvalveiðibannið skapað atvinnu við hvalaskoðun hér og hvar. Aðallega Húsavík. Fátækt fólk hefur ekki soltið heilu og hálfu hungri vegna brotthvarfs hvalkjöts úr verslunum. Það er til fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar en það er ekki vegna skorts á hvalkjöti.
Mig grunar að öll þessi eftirspurn eftir hvalkjöti sé byggð á einhverjum misskilningi. Ég grillaði hrefnukjöt í sumar. Einu sinni, bara til að prufa. Það var ágætt. Ég get ekki hugsað mér að borða neitt annað hvalkjöt og annað hvalkjöt var ekki sýnt i fréttinni um hvalkets eftirspurnina. Japanir borða hvalkjöt en þeir fullnægja sinni eftirspurn fullkomlega sjálfir. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt. Svo af hverju í ósköpunum er verið að hefja hvalveiðar aftur?
Það er tvennt sem mér dettur í hug.
Við álversandstæðingar vorum aðeins of duglegir að benda á hvalaskoðun sem mótvægi. Ekki eina mótvægið og ekki aðalmótvægið en gott dæmi. Ferðamenn eru þegar byrjaðir að afpanta í hvalaskoðun á Húsavík. Þegar ríkisstjórnir eru búnar að ganga af öllum atvinnuvegum landsbyggðarinnar dauðum þá kemur auðvitað sú stund að jafnvel hörðustu andstæðingar samþykkja helvítis álverið eða flytja ella. Það er ekki um neitt annað að ræða.
Hin ástæðan held ég að sé að ríkisstjórnin er að gefa Bandaríkjamönnum langt nef eins og óþroskaður krakki. ,,Ókey, þú vilt ekki leika lengur heima hjá mér með stríðstólin þín svo ég ætla að drepa hval í staðinn. Nanananananaaa..." Er þetta sjálfstæð ákvörðun eða er verið að láta aðra stjórna sér? Ég bara spyr.
Við erum að fá alþjóðasamfélagið upp á móti okkur fyrir ekkert. Kosturinn er reyndar sá að ef það er skellt á okkur viðskiptabanni þá hætta þeir kannski við að slátra landbúnaðinum. Mér þykir það samt hæpið.
Íslendingar hafa ekki stundað hvalveiðar í 17-20 ár og þorskstofninn er ekki hruninn. Hvalveiðimenn hafa ekki gengið atvinnulausir um göturnar heldur þvert á móti hefur hvalveiðibannið skapað atvinnu við hvalaskoðun hér og hvar. Aðallega Húsavík. Fátækt fólk hefur ekki soltið heilu og hálfu hungri vegna brotthvarfs hvalkjöts úr verslunum. Það er til fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar en það er ekki vegna skorts á hvalkjöti.
Mig grunar að öll þessi eftirspurn eftir hvalkjöti sé byggð á einhverjum misskilningi. Ég grillaði hrefnukjöt í sumar. Einu sinni, bara til að prufa. Það var ágætt. Ég get ekki hugsað mér að borða neitt annað hvalkjöt og annað hvalkjöt var ekki sýnt i fréttinni um hvalkets eftirspurnina. Japanir borða hvalkjöt en þeir fullnægja sinni eftirspurn fullkomlega sjálfir. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt. Svo af hverju í ósköpunum er verið að hefja hvalveiðar aftur?
Það er tvennt sem mér dettur í hug.
Við álversandstæðingar vorum aðeins of duglegir að benda á hvalaskoðun sem mótvægi. Ekki eina mótvægið og ekki aðalmótvægið en gott dæmi. Ferðamenn eru þegar byrjaðir að afpanta í hvalaskoðun á Húsavík. Þegar ríkisstjórnir eru búnar að ganga af öllum atvinnuvegum landsbyggðarinnar dauðum þá kemur auðvitað sú stund að jafnvel hörðustu andstæðingar samþykkja helvítis álverið eða flytja ella. Það er ekki um neitt annað að ræða.
Hin ástæðan held ég að sé að ríkisstjórnin er að gefa Bandaríkjamönnum langt nef eins og óþroskaður krakki. ,,Ókey, þú vilt ekki leika lengur heima hjá mér með stríðstólin þín svo ég ætla að drepa hval í staðinn. Nanananananaaa..." Er þetta sjálfstæð ákvörðun eða er verið að láta aðra stjórna sér? Ég bara spyr.
Við erum að fá alþjóðasamfélagið upp á móti okkur fyrir ekkert. Kosturinn er reyndar sá að ef það er skellt á okkur viðskiptabanni þá hætta þeir kannski við að slátra landbúnaðinum. Mér þykir það samt hæpið.
sunnudagur, október 15, 2006
Og lífið heldur áfram
Litla systir var í heimsókn hjá mér um helgina. Það var mjög skemmtilegt og upplífgandi. Ég hef nefnilega verið eitthvað óskaplega þreytt undanfarið. Það gæti auðvitað staðið í einhverju sambandi við það að ég er að gera frekar mikið. Ég byrjaði t.d. í líkamsrækt í haust. Nágranni minn og samkennari spurði hvert ég vildi koma með í átak. Ég hélt það væri Í form eftir fertugt eins og þessi þjálfari var með í vor svo ég hélt mér hlyti að vera óhætt. Þetta átti líka að vera styrktarná´mskeið frekar en þolþjálfun. Samt vorum við vigtaðar í fyrsta tíma! Núna er stúlkan orðin óð og vill losa okkur við allt lýsið. Not what I signed up for! Ekki svo að skilja að maður hafi ekki gott af því að léttast en mér finnst það bara ekki alveg aðalmálið. Ég er með yngri konum þarna og ég persónulega hef engan áhuga á því að fá kúlurass, sem virðist vera takmark þessa námskeiðs. Ég var meira að hugsa um hjartað og blóðrásina og verkinn í bakinu, sem er nota bene að versna. En það er svona. Ég ætla að reyna að þrauka þetta. Bara sex vikur eftir.
föstudagur, október 13, 2006
Að lúffa
Ég hef aldrei verið mjög áfjáð í það að bera ósigra mína á torg en það urðu lyktir málsins. Ég var mjög einfaldlega svínbeygð.
Skv. túlkun hreppsins, sem ku koma frá lögfræðingi hans, þá ,,vanræktum” við ekki að gera samning. Mér var nefnilega svona elskulega boðinn samningur sem ég ákvað að afþakka. Og tveir mánuðurnir voru sko ekkert liðnir af því að málið var ,,í ferli.” Það stendur að vísu ekkert um það í 59. gr. að tíminn endurnýjist í hvert sinn sem fólk talar saman, en þetta er skilningur hreppsins. Og ekki nóg með það þá var ,,skorað á mig” að flytja úr húsnæðinu af því að mér var bent á að lesa húsaleigulögin þar sem stóð að fólk var samninglaust ætti að flytja út. Persónulega held ég að það samrýmist ekki lagahugtakinu ,,að skora á”, en hvað veit ég. Auk þess var lögfræðingurinn að skrifa útburðarbréfið og ég mátti eiga von á því daginn eftir.
Ég sá fram lagaþrætur sem ég myndi bera talsverðan kostnað af þótt ég sé nokkuð sannfærð um að ég myndi vinna þær. Hinn möguleikinn var að flytja bara. Það er að vísu ekkert húsnæði laust hér í sveit svo ég var alvarlega að íhuga það að flytja bara heim. Maður er nefnilega ekkert sérstaklega velkominn hérna, satt best að segja. Skólinn fer t.d. minnkandi ár frá ári og ekki séns á því að fá fastráðningu. Láðist líka alveg að nefna það þegar ég sótti um. Það er líka samkeppni um stöðurnar. Fólk heldur mjög fast í það sem það telur sitt. Þá er ónefnt hvað starfskraftar manns eru alveg sérstaklega vel metnir. Svo ekki sé talað um hvað hreppurinn tekur vel á móti manni og gerir allt sem í hans valdi stendur til að laða til sín og halda fólki.
Hins vegar þá eru nemendurnir mínir hér. Og Braveheart er hérna. Hann ætlar að byggja hús. Þá flyt ég í næstu sveit og hætti að borga útsvar hér. Ég ákvað því að lúffa. Ég fæ samt ágúst og september á gamla verðinu.
Skv. túlkun hreppsins, sem ku koma frá lögfræðingi hans, þá ,,vanræktum” við ekki að gera samning. Mér var nefnilega svona elskulega boðinn samningur sem ég ákvað að afþakka. Og tveir mánuðurnir voru sko ekkert liðnir af því að málið var ,,í ferli.” Það stendur að vísu ekkert um það í 59. gr. að tíminn endurnýjist í hvert sinn sem fólk talar saman, en þetta er skilningur hreppsins. Og ekki nóg með það þá var ,,skorað á mig” að flytja úr húsnæðinu af því að mér var bent á að lesa húsaleigulögin þar sem stóð að fólk var samninglaust ætti að flytja út. Persónulega held ég að það samrýmist ekki lagahugtakinu ,,að skora á”, en hvað veit ég. Auk þess var lögfræðingurinn að skrifa útburðarbréfið og ég mátti eiga von á því daginn eftir.
Ég sá fram lagaþrætur sem ég myndi bera talsverðan kostnað af þótt ég sé nokkuð sannfærð um að ég myndi vinna þær. Hinn möguleikinn var að flytja bara. Það er að vísu ekkert húsnæði laust hér í sveit svo ég var alvarlega að íhuga það að flytja bara heim. Maður er nefnilega ekkert sérstaklega velkominn hérna, satt best að segja. Skólinn fer t.d. minnkandi ár frá ári og ekki séns á því að fá fastráðningu. Láðist líka alveg að nefna það þegar ég sótti um. Það er líka samkeppni um stöðurnar. Fólk heldur mjög fast í það sem það telur sitt. Þá er ónefnt hvað starfskraftar manns eru alveg sérstaklega vel metnir. Svo ekki sé talað um hvað hreppurinn tekur vel á móti manni og gerir allt sem í hans valdi stendur til að laða til sín og halda fólki.
Hins vegar þá eru nemendurnir mínir hér. Og Braveheart er hérna. Hann ætlar að byggja hús. Þá flyt ég í næstu sveit og hætti að borga útsvar hér. Ég ákvað því að lúffa. Ég fæ samt ágúst og september á gamla verðinu.
miðvikudagur, október 04, 2006
It's the LAW!
Ræddi við lögfræðing í dag. Það var sérdeilis upplífgandi og skemmtileg lífsreynsla. Ef samningur er tímabundinn en ekki kemur til nýr samningur þá gildir sá gamli. Það var það sem ég hélt. Leigusali getur ekki bara byrjað að rukka inn meiri pening. (Og misnotað sér þá aðstöðu að vera bæði leigusali og launagreiðandi.)
Skv. húsaleigulögum er þetta svona:
10. gr.Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.
Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt.
SAMÞYKKT. Ég hef aldrei samþykkt þessa upphæð.
Hvað viðkemur því að henda mér út:
59. gr. Nú líða tveir mánuðir frá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, en leigjandi heldur áfram að hagnýta hið leigða húsnæði og getur leigusali þá krafist þess að leigusamningurinn framlengist ótímabundið. Sömu kröfu getur leigjandi einnig gert enda hafi leigusali ekki skorað á hann að rýma húsnæðið eftir að leigutíma var lokið.
Bíðum nú við, hvenær rann aftur tímabundni samningurinn út? Jú, jú. 1. ágúst 2006. Það gerir svo mikið sem tvo mánuði. Ég er kominn með ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnafresti. Og leigusamningurinn framlengist. Hvaða leigusamningur skyldi það vera? Jú, sá gamli.
Lögfræðingar eru dásamlegar mannverur:)
Þá er bara að vita hvað oddvitinn segir á morgun.
Skv. húsaleigulögum er þetta svona:
10. gr.Hafi aðilar vanrækt að gera skriflegan leigusamning teljast þeir hafa gert ótímabundinn leigusamning og gilda öll ákvæði laganna um réttarsamband þeirra.
Upphæð leigunnar ákveðst þá sú fjárhæð sem leigusali getur sýnt fram á að leigjandi hafi samþykkt.
SAMÞYKKT. Ég hef aldrei samþykkt þessa upphæð.
Hvað viðkemur því að henda mér út:
59. gr. Nú líða tveir mánuðir frá því að leigutíma lauk samkvæmt uppsögn eða ákvæðum tímabundins leigusamnings, en leigjandi heldur áfram að hagnýta hið leigða húsnæði og getur leigusali þá krafist þess að leigusamningurinn framlengist ótímabundið. Sömu kröfu getur leigjandi einnig gert enda hafi leigusali ekki skorað á hann að rýma húsnæðið eftir að leigutíma var lokið.
Bíðum nú við, hvenær rann aftur tímabundni samningurinn út? Jú, jú. 1. ágúst 2006. Það gerir svo mikið sem tvo mánuði. Ég er kominn með ótímabundinn samning með 6 mánaða uppsagnafresti. Og leigusamningurinn framlengist. Hvaða leigusamningur skyldi það vera? Jú, sá gamli.
Lögfræðingar eru dásamlegar mannverur:)
Þá er bara að vita hvað oddvitinn segir á morgun.
þriðjudagur, október 03, 2006
Húsaleigan
Það var ákveðið að hækka leiguna á okkur hlunnindapakkinu sem fær ódýrt leiguhúsnæði á skólalóðinni. Úr 15 þús. í 20. þús. Ókey, þetta er ekki há leiga en við erum úti á landi. Ef mig vantar mjólkurpott þá þarf ég í tuttugu mínútna bíltúr til Húsavíkur. Já, og bensínið er svo ódýrt. Ég fékk heldur engan flutningsstyrk af því að húsaleigan er svo lág. Svo ég borgaði flutning upp á annað hundrað þúsund úr eigin vasa. Það láðist reyndar pínulítið að segja mér að leigan ætti að hækka en það er víst orð gegn orði. Ég er að vísu með vitni en who cares. Alla vega.
Það vita það allir að ég er í lélegustu íbúðinni. Þegar það er hvasst úti þá fjúka gluggatjöldin mín þótt allir gluggar séu lokaðir. Það skiptir víst engu máli. Mín íbúð og viðhangandi paríbúð eru líka minni en hinar. Það skiptir heldur engu máli. Það er byrjað eða jafnvel búið að endurnýja hinar íbúðirnar en ekkert verið gert í minni. Skiptir engu máli. Engin skápur á baðinu og raki þar. Wanna guess? Alveg rétt, skiptir ekki máli. Af því að ég er með norðurvegg og hann var steyptur ofan á plötuna þá döggvast stundum veggurinn ef húsgögn standa þétt upp við hann. En það skiptir auðvitað engu máli. Það er ekki nóg með að íbúðirnar í skólanum séu stærri þær eru líka með aukageymslu í kjallaranum. Það er sameiginlegt geymslurými þar og það er þvottakjallari þar sem hægt er að hafa þvottavélina sína og þurrkarann. Það er líka hægt að hengja upp tau. Og rúsínan í pylsuendann: Rafmagnið í kjallaranum er tengt inn á rafmagnsreikning skólans. En það er víst svo erfitt að meta það. Ég neita að samþykkja þessa hækkun og er samningslaus. Núna er oddvitinn að fara að skrifa útburðarbréfið til mín. Það skemmtilega við þetta allt saman er að af því að hreppurinn borgar launin mín þá dregur hann helv... 20 þús krónurnar af mér mánaðarlega. Ó , þetta er indælt stríð.
Það vita það allir að ég er í lélegustu íbúðinni. Þegar það er hvasst úti þá fjúka gluggatjöldin mín þótt allir gluggar séu lokaðir. Það skiptir víst engu máli. Mín íbúð og viðhangandi paríbúð eru líka minni en hinar. Það skiptir heldur engu máli. Það er byrjað eða jafnvel búið að endurnýja hinar íbúðirnar en ekkert verið gert í minni. Skiptir engu máli. Engin skápur á baðinu og raki þar. Wanna guess? Alveg rétt, skiptir ekki máli. Af því að ég er með norðurvegg og hann var steyptur ofan á plötuna þá döggvast stundum veggurinn ef húsgögn standa þétt upp við hann. En það skiptir auðvitað engu máli. Það er ekki nóg með að íbúðirnar í skólanum séu stærri þær eru líka með aukageymslu í kjallaranum. Það er sameiginlegt geymslurými þar og það er þvottakjallari þar sem hægt er að hafa þvottavélina sína og þurrkarann. Það er líka hægt að hengja upp tau. Og rúsínan í pylsuendann: Rafmagnið í kjallaranum er tengt inn á rafmagnsreikning skólans. En það er víst svo erfitt að meta það. Ég neita að samþykkja þessa hækkun og er samningslaus. Núna er oddvitinn að fara að skrifa útburðarbréfið til mín. Það skemmtilega við þetta allt saman er að af því að hreppurinn borgar launin mín þá dregur hann helv... 20 þús krónurnar af mér mánaðarlega. Ó , þetta er indælt stríð.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Meðmælagangan
Ennþá er skref til ógæfunnar stigið,
engin er hugsun, framtíðar um haginn.
Hér verður ekki dýpra í svaðið sigið,
en sýndu Þingeyingar göngudaginn.
Eitt sinn var ,,þingeyskt", tákn hins hreina og heiða,
hugsjónabanki menningar og frama.
Nú ættlerar hratt til úrkynjunar skeiða,
auðhringa þýin, byggð sinni til ama.
Það er grátlega sárt og segist vart með orðum,
þau svik við okkar arfleifð hjartað stingur.
Nú skeður það, sem skeði aldrei forðum,
að skammast sín að vera Þingeyingur.
Þorfinnur á Ingveldarstöðum
engin er hugsun, framtíðar um haginn.
Hér verður ekki dýpra í svaðið sigið,
en sýndu Þingeyingar göngudaginn.
Eitt sinn var ,,þingeyskt", tákn hins hreina og heiða,
hugsjónabanki menningar og frama.
Nú ættlerar hratt til úrkynjunar skeiða,
auðhringa þýin, byggð sinni til ama.
Það er grátlega sárt og segist vart með orðum,
þau svik við okkar arfleifð hjartað stingur.
Nú skeður það, sem skeði aldrei forðum,
að skammast sín að vera Þingeyingur.
Þorfinnur á Ingveldarstöðum
mánudagur, ágúst 28, 2006
Illvirkjun
Þótt mér sé illa við Landsvirkjun fyrir að eyðileggja landið bara til að geta nánast gefið útlendingum rafmagn (og láta okkur hin borga fullt verð) þá held ég samt ekki að þeir séu svo djö.. heimskir að þeir veiti milljörðum í eitthvað sem gæti síðan bara gefið sig si sona.
Skólinn er byrjaður svo ég verð að vinna meira á tölvuna. Þ.a.l. liggur beint við að blogga:)
Annars er ég að reyna að starta þessari.
Egill frændi er byrjaður að blogga:)
Skólinn er byrjaður svo ég verð að vinna meira á tölvuna. Þ.a.l. liggur beint við að blogga:)
Annars er ég að reyna að starta þessari.
Egill frændi er byrjaður að blogga:)
laugardagur, ágúst 26, 2006
Opna bréfið
Opið bréf til Gunnars í Krossinum, Jón Vals Jenssonar, Snorra í Betel sem og annarra bókstafstrúarmanna sem hafa "Sannleikann" sín megin og birtu m.a. auglýsingu í Morgunblaðinu sl.Sunnudag varðandi "lækningu" við samkynhneigð:
Kæru bókstafstrúarmenn,
Kærar þakkir fyrir upplýsa fáfróðan almenning á Íslandi varðandi "Guðs lög" sem og um "sannleikann". Það er ljóst að það er mjög margt sem maður getur lært frá ykkur - vitrari mönnum - og ég reyni t.d. að miðla ykkar fróðleik eins víða og ég get þar sem ég tel ykkur vera eins og þið segið - boðberar sannleikans í einu og öllu.
Það eru hinsvegar nokkur atriði sem ég þarf aðstoð við varðandi "Guðs orð" því eins og þið bentið alltaf á, er sannleikurinn að finna í guðs orði sem og orð Guðs er óbreytanlegt og eilíft.
Eftir að hafa lesið Guðs orð undanfarið langar mig að biðja ykkur að fræða mig aðeins um eftirfarandi:
1. Mig langar að selja dóttur mína í þrældóm eins og leyft er í Exodus 21:7
- hvað teljið þið eðlilegt markaðsverð fyrir hana þar sem þið eruð jú sérfræðingarnir hérna, er 18 ára og gullfalleg.
2. Ég veit að ég má ekki hafa neitt samband af neinu tagi við konu á meðan hún er ´"túr" sbr. Lev 15:19
- ....vandamálið er hvernig ég segi henni þetta ? Virðast flestar bara móðgast.....
3. Í Lev 25:44 segir skýrt að ég megi hafa þræla - bæði karlmenn sem og konur, svo framarlega sem þeir eru keyptir frá nágrannalöndum okkar. Vandamálið er að ég er mjög hrifinn af Þjóðverjum og því langar mig að spyrja af hverju ég megi ekki eiga þræla frá Þýskalandi þótt það sé ekki nágrannaland okkar ?
4. Ég á vin sem krefst þess að vinna á "Sabbath" deginum. Í Exodus 35:2 segir skýrt að hann skuli tekinn af lífi fyrir slíkan óhæfuverknað. Er ég skyldugur til að drepa hann sjálfur eða get ég látið öðrum það eftir ?
5. Í Lev 21:20 segir skýrt að ég megi ekki nálgast altari guðs ef ég hafi sjónskekkju , þ.e. ekki fullkomna sýn. Ég verð að viðurkenna að ég nota lesgleraugu - er ekki eitthva svigrúm hérna svo ég geti nálgast altari guðs?
6. Flestir karlkyns vinir mínir fara í klippingu og snyrta nefhár osvfrv.,þrátt fyrir að þetta sé stranglega bannað skv. Lev 19:27. Á hvaða hátt ber að taka þessa menn af lífi ?
7. Frændi minn er bóndi. Því miður brýtur hann Lev 19:19 þar sem hann er með 2 uppskerur á sömu jörð. Kona hans brýtur einnig sama ákvæði Guðs orðs með því að nota 2 mismunandi efni í fötin sín (Cotton/Polyester). Hann blótar einnig og rífur kjaft. Er það virkilega nauðsynlegt að safna öllum bæjarbúum til að grýta þau til dauða eins og segir í guðs orði (Lev 24:10-16) ? Er ekki bara hægt að brenna þau til dauða innan fjölskyldunnar, eins og við gerum með fólk sem sefur hjá ættingjum sínum ?
Ég veit að þið hafið skoðað og lært þessar kenningar í einu og öllu svo ég er sannfærður að þið getið hjálpað. Og síðast en ekki síst - bestu þakkir fyrir að benda okkur á að Guðs orðs er ÓBREYTANLEGT og EILÍFT.
Bestu kveður,
Hinir fáfróðu
Kæru bókstafstrúarmenn,
Kærar þakkir fyrir upplýsa fáfróðan almenning á Íslandi varðandi "Guðs lög" sem og um "sannleikann". Það er ljóst að það er mjög margt sem maður getur lært frá ykkur - vitrari mönnum - og ég reyni t.d. að miðla ykkar fróðleik eins víða og ég get þar sem ég tel ykkur vera eins og þið segið - boðberar sannleikans í einu og öllu.
Það eru hinsvegar nokkur atriði sem ég þarf aðstoð við varðandi "Guðs orð" því eins og þið bentið alltaf á, er sannleikurinn að finna í guðs orði sem og orð Guðs er óbreytanlegt og eilíft.
Eftir að hafa lesið Guðs orð undanfarið langar mig að biðja ykkur að fræða mig aðeins um eftirfarandi:
1. Mig langar að selja dóttur mína í þrældóm eins og leyft er í Exodus 21:7
- hvað teljið þið eðlilegt markaðsverð fyrir hana þar sem þið eruð jú sérfræðingarnir hérna, er 18 ára og gullfalleg.
2. Ég veit að ég má ekki hafa neitt samband af neinu tagi við konu á meðan hún er ´"túr" sbr. Lev 15:19
- ....vandamálið er hvernig ég segi henni þetta ? Virðast flestar bara móðgast.....
3. Í Lev 25:44 segir skýrt að ég megi hafa þræla - bæði karlmenn sem og konur, svo framarlega sem þeir eru keyptir frá nágrannalöndum okkar. Vandamálið er að ég er mjög hrifinn af Þjóðverjum og því langar mig að spyrja af hverju ég megi ekki eiga þræla frá Þýskalandi þótt það sé ekki nágrannaland okkar ?
4. Ég á vin sem krefst þess að vinna á "Sabbath" deginum. Í Exodus 35:2 segir skýrt að hann skuli tekinn af lífi fyrir slíkan óhæfuverknað. Er ég skyldugur til að drepa hann sjálfur eða get ég látið öðrum það eftir ?
5. Í Lev 21:20 segir skýrt að ég megi ekki nálgast altari guðs ef ég hafi sjónskekkju , þ.e. ekki fullkomna sýn. Ég verð að viðurkenna að ég nota lesgleraugu - er ekki eitthva svigrúm hérna svo ég geti nálgast altari guðs?
6. Flestir karlkyns vinir mínir fara í klippingu og snyrta nefhár osvfrv.,þrátt fyrir að þetta sé stranglega bannað skv. Lev 19:27. Á hvaða hátt ber að taka þessa menn af lífi ?
7. Frændi minn er bóndi. Því miður brýtur hann Lev 19:19 þar sem hann er með 2 uppskerur á sömu jörð. Kona hans brýtur einnig sama ákvæði Guðs orðs með því að nota 2 mismunandi efni í fötin sín (Cotton/Polyester). Hann blótar einnig og rífur kjaft. Er það virkilega nauðsynlegt að safna öllum bæjarbúum til að grýta þau til dauða eins og segir í guðs orði (Lev 24:10-16) ? Er ekki bara hægt að brenna þau til dauða innan fjölskyldunnar, eins og við gerum með fólk sem sefur hjá ættingjum sínum ?
Ég veit að þið hafið skoðað og lært þessar kenningar í einu og öllu svo ég er sannfærður að þið getið hjálpað. Og síðast en ekki síst - bestu þakkir fyrir að benda okkur á að Guðs orðs er ÓBREYTANLEGT og EILÍFT.
Bestu kveður,
Hinir fáfróðu
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Sumarið .. Eða eitthvað
Það er nú ekki það að sumarið á Norðurlandi sé svo stórkostlegt að ég geti ekki bloggað. (Að vísu er ágætur dagur í dag og ég hef verið að sóla mig á pallinum.) Og ekki er ég svona yfir mig upptekin af kærastanum, hann vinnur nefnilega meira og minna allan daginn og langt fram á kvöld. Ég kveiki bara einhverra hluta vegna ekki á tölvunni. Nema í dag. Ég á nefnilega von á uppskriftum í tölvupósti. Braveheart á afmæli á morgun?
Héðan er allt gott að frétta. Ég var verkstjóri í unglingavinnunni. Hún er bara í einn mánuð hálfan daginn svo það var ósköp ljúft. Við þurftum bara einu sinni að fara í pollagallana svo sumarið er ekki alslæmt. Það mætti samt vera meiri sól. Það er gott að liggja á pallinum á sólbekknum. Ahh.. Unglingavinnan verður svo sennilega viku í viðbót eftir verslunarmannahelgina. Um verslunarmannahelgina verður Landsmót UMFÍ á Laugum og kvenfélagið ætlar að selja kökur og kleinur. Ég verð náttla þar.
Ég gafst upp á verknum og fór í sjúkraþjálfun. Eins og venjulega fékk ég eina karlmanninn á svæðinu sem nuddara. Karlmenn eru vissulega ekki verri nuddarar en maður er sko hálfber... Alla vega, hann náði verknum úr mér! Sjúkraþjálfun er dásamleg, dásamleg uppfinning.
Að öðru leyti er allt meinhægt
Héðan er allt gott að frétta. Ég var verkstjóri í unglingavinnunni. Hún er bara í einn mánuð hálfan daginn svo það var ósköp ljúft. Við þurftum bara einu sinni að fara í pollagallana svo sumarið er ekki alslæmt. Það mætti samt vera meiri sól. Það er gott að liggja á pallinum á sólbekknum. Ahh.. Unglingavinnan verður svo sennilega viku í viðbót eftir verslunarmannahelgina. Um verslunarmannahelgina verður Landsmót UMFÍ á Laugum og kvenfélagið ætlar að selja kökur og kleinur. Ég verð náttla þar.
Ég gafst upp á verknum og fór í sjúkraþjálfun. Eins og venjulega fékk ég eina karlmanninn á svæðinu sem nuddara. Karlmenn eru vissulega ekki verri nuddarar en maður er sko hálfber... Alla vega, hann náði verknum úr mér! Sjúkraþjálfun er dásamleg, dásamleg uppfinning.
Að öðru leyti er allt meinhægt
sunnudagur, júlí 16, 2006
Brauðuppskriftir
Fyrir hundrað árum fékk annars vegar maískornabrauð og hins vegar brauð með gulrótum að borða. Þetta var gott og nú þegar ég er að fá mikið bökunaræði langar mig að prófa þessar uppskriftir. Ég veit reyndar hvar ég get nálgast þær en... well... Ef einhver kannast við svona uppskriftir eða veit hvar er hægt að finna á netinu (búin að leita, fann ekkert) þá væri næs að fá upplýsingar.
(Já, ég er á fullu að fóðra manninn:))
(Já, ég er á fullu að fóðra manninn:))
mánudagur, júlí 03, 2006
Let's eat!
Ég keypti just Right morgunkorn nýverið og fékk fitumælingartæki í kaupbæti.
Þegar heim var komið ákvað ég að skoða græjuna og fitumæla sjálfa mig. maður á að smella þumlunum á tvo silfraða nema á ofanverðu tækinu. Undarlegt nokk þá reyndist ég vera vannærð. Nú skil ég loksins af hverju ég sé alltaf feita konu í speglinum. Ég hlýt bara að vera með anorexiu!
Þegar heim var komið ákvað ég að skoða græjuna og fitumæla sjálfa mig. maður á að smella þumlunum á tvo silfraða nema á ofanverðu tækinu. Undarlegt nokk þá reyndist ég vera vannærð. Nú skil ég loksins af hverju ég sé alltaf feita konu í speglinum. Ég hlýt bara að vera með anorexiu!
fimmtudagur, júní 29, 2006
Afmælisgjöfin
Nýverið vorum við skötuhjú að ræða saman um leyndarmál og persónufrelsi í samböndum. Sagði ég honum þá eftirfarandi sögu:
Fyrir nokkrum árum kom upp svipuð umræða á þáverandi vinnustað mínum. Mig minnir að einhver kona hafi farið í gegnum hirslur spúsa síns og fundið eitthvað sem henni líkaði ekki. Vinnufélaga mínum fannst þetta bara gott á hana, hún ætti engan rétt á að fara í gegnum dótið hans. Mér hins vegar fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Vinnufelaginn sagði þá að í hans sambandi gæti hann ef hann vildi verið með lokaðan og læstan kistil og konan hans myndi virða það fullkomlega. Ég svaraði því til að ef hann væri maðurinn minn þá myndi þessi kistill hans vera læstur jafn lengi og það tæki mig að finna kúbein.
Í gær átti ég afmæli. Ástmaður minn gaf mér forláta kúbein.
Fyrir nokkrum árum kom upp svipuð umræða á þáverandi vinnustað mínum. Mig minnir að einhver kona hafi farið í gegnum hirslur spúsa síns og fundið eitthvað sem henni líkaði ekki. Vinnufélaga mínum fannst þetta bara gott á hana, hún ætti engan rétt á að fara í gegnum dótið hans. Mér hins vegar fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Vinnufelaginn sagði þá að í hans sambandi gæti hann ef hann vildi verið með lokaðan og læstan kistil og konan hans myndi virða það fullkomlega. Ég svaraði því til að ef hann væri maðurinn minn þá myndi þessi kistill hans vera læstur jafn lengi og það tæki mig að finna kúbein.
Í gær átti ég afmæli. Ástmaður minn gaf mér forláta kúbein.
föstudagur, júní 23, 2006
Sektarboð
Fór í kaupstaðarferð í dag og kippti hel... djö... sektarboðinu með. Það er stílað á Sýslumanninn á Blönduósi svo mig grunar að það bæjarfélag sé að hirða peninginn. Kaffifélagarnir héldu að það hirti alla vega hluta. Já, ég er að vinna í sumarfríinu. Kennaralaunin eru svo há:)
Mér var að mestu runnin reiðin þegar ég fór heim á sunnudaginn og tók þá ákvörðun að keyra á löglegum hraða alla leiðina. Ég þurfti reyndar að vera með annað augað á mælinum alla leiðina og vera meðvituð svo ég gat ekki sungið og trallað með tónlistinni og notið landslagsins. En niðurstaðan er þessi: Það munar sáralitlu í tíma að keyra á löglegum hraða en það munar hins vegar heilum hellingi í bensíneyðslu. Ég komst á tanknum heim og átti afgang. Ef þetta er ekki til að æra óstöðugan þá veit ég ekki hvað...:)
Mér var að mestu runnin reiðin þegar ég fór heim á sunnudaginn og tók þá ákvörðun að keyra á löglegum hraða alla leiðina. Ég þurfti reyndar að vera með annað augað á mælinum alla leiðina og vera meðvituð svo ég gat ekki sungið og trallað með tónlistinni og notið landslagsins. En niðurstaðan er þessi: Það munar sáralitlu í tíma að keyra á löglegum hraða en það munar hins vegar heilum hellingi í bensíneyðslu. Ég komst á tanknum heim og átti afgang. Ef þetta er ekki til að æra óstöðugan þá veit ég ekki hvað...:)
þriðjudagur, júní 13, 2006
Bless Blönduós
Lögreglan á Blönduósi er alræmd fyrir hraðamælingar sínar eins og allir vita. Pulsuframleiðandi einn veit þetta og auglýsir skv. því. Sjoppusali ,,pulsar" ökumenn niður eftir að þeir hafa lent í lögreglunni. Þetta embætti stærir sig líka greinilega af þessu orðspori eins og sést á linknum.
Í dag fór ég til Reykjavíkur. Áður en ég kem að Blönduósi sé ég að löggan er að mæla. Það er svo sem allt í lagi ég geri mér far um að keyra ekki hraðar en á hundrað. Að vísu þegar aðstæður eru góðar þá slæ ég stundum upp í 110. En eftir að ég sé lögguna er ég með annað augað á mælinum og passa mig. Efir að hafa stoppað í Essoskálnum eins og venjulega held ég áfram. Er langt komin að Staðarskála" þegar lögreglubíll kemur á móti mér og blikkar ljósum. Ég verð hálf hissa og lít á mælinn og sé að ég er á rúmlega hundrað. Löggan kemur á eftir mér svo ég stoppa. Lögregluþjónninn biður mig að koma út og aftur í lögreglubílinn. Þar er búið að koma fyrir kvikmyndatökubúnaði. Hann sýnir mér mælinn og mældist ég á 106. Ókey, ég veit að hámarkshraðinn er 90 km/kl en.. Það var rjómablíða, skyggni gott, bíllinn góður, vegurinn góður og ég nánast ein á ferli. Klukkan var um tvö á þriðjudegi. Í einfeldni minni held ég að maðurinn hljóti nú bara rétt að áminna mig en nei, hann skrifar sekt. Ókey, lög eru lög og ég braut þau. Ég spyr hvað þetta sé há sekt. 10.000 krónur!!! Er ekki allt í lagi!? Ég hefði getað flogið fram og til baka!!!
Ég keyrði of hratt, ég veit það. Ég keyrði of hratt miðað við lagasetninguna. Ég keyrði ekki of hratt miðað við aðstæður. Minni vinsamlegast á að það eru hraðbrautir í flestum öðrum löndum. Það rauk gjörsamlega upp úr höfðinu á mér þegar ég kom út úr lögreglubílnum. Miðað við áðurnefnda auglýsingu þá fer það ekki bara í skapið á mér að vera stöðvuð af litlu tilefni og fá fáránlega sekt. Skv. auglýsngunni eru ökumenn ,,brjálaðir" eftir að hafa verið stöðvaðir. Nú spyr ég eins og fáráður: Er það mjög gáfulegt að gera ökumenn brjálaða undir stýri? Er það mjög hraðaheftandi aðgerð? Ég held ekki. Ég var alla vega mun fljótari til Reykjavíkur núna en ég hef verið áður. En ég er ekki að viðurkenna neitt. Ég gæti hafa fundið styttri leið. Eða fengið far með geimskipi.
Ekki veit ég hvað veldur þessu offari í meintri ,,löggæslu" Lögreglunnar á Blönduósi. Ég segi meintri því ég held að þetta séu frekar lögbrotshvetjandi aðgerðir. Það eina sem þetta gerir gagnvart hraðaakstri er að fólk er á útkikkinu gagnvart lögreglunni á þessu landsvæði. Kannski ekur það hægar þarna í gegn. Það ekur ekki hægar annars staðar. En þá er kannski markmiðinu náð. Kannski finnst þeim þetta töff orðspor að hafa. Ég ætla ekki að halda því fram að það séu eintóm fífl í lögreglunni á Blönduósi, samt vil ég taka það skýrt fram að ég tel þennan tiltekna lögregluþjón algjört idijót. Hefði hann vegið og metið aðstæður af einhverju viti þá væri ég ekki með fáránlega sekt á bakinu núna. Eina líklega ástæðan fyrir þessu offorsi tel ég vera þá að það er verið að safna peningum í bæjarsjóð. Því hef ég ákveðið að hætta algjörlega öllum viðskiptum við Blönduós. Ég er búin að fara þrisvar sinnum á bíl til Reykjavíkur og aftur til baka frá því í vetur. Ég hef stoppað á Blönduósi í öll skiptin og keypt eitthvað, pulsu og kók, kaffi eða bensín. Það kostar fimm þúsund kall að fylla tankinn hjá mér. Héðan í frá munu þessi viðskipti færast til Staðarskála eða í Varmahlíð. Ég segi ekki að ég sé stór viðskiptaaðili en ég ferðast reglulega á milli landshornanna. Ég verð fljót að eyða öðrum tíu þúsund kalli annars staðar. Nema ég láti þjóðvegina bara eiga sig og fljúgi. Það er ódýrara.
Í dag fór ég til Reykjavíkur. Áður en ég kem að Blönduósi sé ég að löggan er að mæla. Það er svo sem allt í lagi ég geri mér far um að keyra ekki hraðar en á hundrað. Að vísu þegar aðstæður eru góðar þá slæ ég stundum upp í 110. En eftir að ég sé lögguna er ég með annað augað á mælinum og passa mig. Efir að hafa stoppað í Essoskálnum eins og venjulega held ég áfram. Er langt komin að Staðarskála" þegar lögreglubíll kemur á móti mér og blikkar ljósum. Ég verð hálf hissa og lít á mælinn og sé að ég er á rúmlega hundrað. Löggan kemur á eftir mér svo ég stoppa. Lögregluþjónninn biður mig að koma út og aftur í lögreglubílinn. Þar er búið að koma fyrir kvikmyndatökubúnaði. Hann sýnir mér mælinn og mældist ég á 106. Ókey, ég veit að hámarkshraðinn er 90 km/kl en.. Það var rjómablíða, skyggni gott, bíllinn góður, vegurinn góður og ég nánast ein á ferli. Klukkan var um tvö á þriðjudegi. Í einfeldni minni held ég að maðurinn hljóti nú bara rétt að áminna mig en nei, hann skrifar sekt. Ókey, lög eru lög og ég braut þau. Ég spyr hvað þetta sé há sekt. 10.000 krónur!!! Er ekki allt í lagi!? Ég hefði getað flogið fram og til baka!!!
Ég keyrði of hratt, ég veit það. Ég keyrði of hratt miðað við lagasetninguna. Ég keyrði ekki of hratt miðað við aðstæður. Minni vinsamlegast á að það eru hraðbrautir í flestum öðrum löndum. Það rauk gjörsamlega upp úr höfðinu á mér þegar ég kom út úr lögreglubílnum. Miðað við áðurnefnda auglýsingu þá fer það ekki bara í skapið á mér að vera stöðvuð af litlu tilefni og fá fáránlega sekt. Skv. auglýsngunni eru ökumenn ,,brjálaðir" eftir að hafa verið stöðvaðir. Nú spyr ég eins og fáráður: Er það mjög gáfulegt að gera ökumenn brjálaða undir stýri? Er það mjög hraðaheftandi aðgerð? Ég held ekki. Ég var alla vega mun fljótari til Reykjavíkur núna en ég hef verið áður. En ég er ekki að viðurkenna neitt. Ég gæti hafa fundið styttri leið. Eða fengið far með geimskipi.
Ekki veit ég hvað veldur þessu offari í meintri ,,löggæslu" Lögreglunnar á Blönduósi. Ég segi meintri því ég held að þetta séu frekar lögbrotshvetjandi aðgerðir. Það eina sem þetta gerir gagnvart hraðaakstri er að fólk er á útkikkinu gagnvart lögreglunni á þessu landsvæði. Kannski ekur það hægar þarna í gegn. Það ekur ekki hægar annars staðar. En þá er kannski markmiðinu náð. Kannski finnst þeim þetta töff orðspor að hafa. Ég ætla ekki að halda því fram að það séu eintóm fífl í lögreglunni á Blönduósi, samt vil ég taka það skýrt fram að ég tel þennan tiltekna lögregluþjón algjört idijót. Hefði hann vegið og metið aðstæður af einhverju viti þá væri ég ekki með fáránlega sekt á bakinu núna. Eina líklega ástæðan fyrir þessu offorsi tel ég vera þá að það er verið að safna peningum í bæjarsjóð. Því hef ég ákveðið að hætta algjörlega öllum viðskiptum við Blönduós. Ég er búin að fara þrisvar sinnum á bíl til Reykjavíkur og aftur til baka frá því í vetur. Ég hef stoppað á Blönduósi í öll skiptin og keypt eitthvað, pulsu og kók, kaffi eða bensín. Það kostar fimm þúsund kall að fylla tankinn hjá mér. Héðan í frá munu þessi viðskipti færast til Staðarskála eða í Varmahlíð. Ég segi ekki að ég sé stór viðskiptaaðili en ég ferðast reglulega á milli landshornanna. Ég verð fljót að eyða öðrum tíu þúsund kalli annars staðar. Nema ég láti þjóðvegina bara eiga sig og fljúgi. Það er ódýrara.
föstudagur, júní 09, 2006
Vondar fréttir
fimmtudagur, júní 08, 2006
sunnudagur, maí 28, 2006
Kosningar
Það voru kosningar í gær, bara svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Minn flokkur kom vel út og er það ánægjulegt. Ég hefði reyndar viljað að hann hefði náð inn þremur í Reykjavík en það er svona. Framsókn kom illa út svo eitthvað er þjóðin að segja flokkunum. Eins og t.d. að slaka á í stóriðjustefnunni.
Í Aðaldal voru engin flokkaframboð þótt tveir listar byðu fram. Bara einstaklingar sem tóku sig saman. Annars hópurinn setti sameiningarmál á oddinn. Ég kaus Sjálfstæðismann í fyrsta skipti á ævinni í gær!
Bóndinn minn var á J-listanum í Þingeyjarsveit en þeir lentu í minnihluta. Munaði 7 atkvæðum ef ég hef heyrt rétt. Við fórum á kosningavöku og ég tók niður VG barmmerkið og Aldrei kaus ég Framsókn merkið. Þegar líða fór á kvöldið varð ég að mótmæla álinu og lenti í miklum kappræðum við tvo Framsóknarmenn. Nýjasta nýtt er að einn ferðamaður sem kemur til landsins mengar jafnmikið og amerískur bíll í tíu ár! Þetta var nú allt í góðu en fólk skildi ekki af hverju ég væri ekki orðin Framsóknarmaður enn og bóndi minn hvattur til að vinna heimavinnuna sína:)
Í Aðaldal voru engin flokkaframboð þótt tveir listar byðu fram. Bara einstaklingar sem tóku sig saman. Annars hópurinn setti sameiningarmál á oddinn. Ég kaus Sjálfstæðismann í fyrsta skipti á ævinni í gær!
Bóndinn minn var á J-listanum í Þingeyjarsveit en þeir lentu í minnihluta. Munaði 7 atkvæðum ef ég hef heyrt rétt. Við fórum á kosningavöku og ég tók niður VG barmmerkið og Aldrei kaus ég Framsókn merkið. Þegar líða fór á kvöldið varð ég að mótmæla álinu og lenti í miklum kappræðum við tvo Framsóknarmenn. Nýjasta nýtt er að einn ferðamaður sem kemur til landsins mengar jafnmikið og amerískur bíll í tíu ár! Þetta var nú allt í góðu en fólk skildi ekki af hverju ég væri ekki orðin Framsóknarmaður enn og bóndi minn hvattur til að vinna heimavinnuna sína:)
fimmtudagur, maí 25, 2006
miðvikudagur, maí 24, 2006
Ófært
Í dag, 24.maí, gerðist það í fyrsta skipti i ,,vetur" að ég komst ekki til vinnu vegna ófærðar. Þau hringdu í mig af meðferðarheimilinu í gærkvöldi og sögðu það algerlega glórulaust að reyna að komast þetta. Einn starfsmaðurinn hafði að vísu brotist í gegn á pick-up en það hafði verið erfitt. Þetta er náttúrulega bara út í hött. Skólabílarnir komust samt í skólann seint og um síðir og eyddi ég deginum þar. Hékk ekki aðgerðalaus heima sem sagt.
Það var lóa búin að koma sér fyrir í garðinum hjá mér sem mér fannst auðvitað voða huggulegt og núna hef ég stórkostlegar áhyggjur af henni. Snjórinn nær nánast upp á glugga. Ég sé samt glitta í grillið. Það er komið út. Það er sumar!
Það var lóa búin að koma sér fyrir í garðinum hjá mér sem mér fannst auðvitað voða huggulegt og núna hef ég stórkostlegar áhyggjur af henni. Snjórinn nær nánast upp á glugga. Ég sé samt glitta í grillið. Það er komið út. Það er sumar!
mánudagur, maí 22, 2006
laugardagur, maí 20, 2006
Update
Þegar það er meira um að vera í raunheimum þá bloggar maður minna. Ég fór á fyrirlestur hjá Andra Snæ um daginn og skemmti mér vel. Er enn meira á móti álverinu en áður. Þetta var velheppnað kvöld fyrir utan síðasta ræðumann sem missti sig í tilfinningasemi. Birti myndir af nýfæddum börnum og fuglum í slidesjóinu. Frekar vont að myndin sem fólk gekk út með var af crazy tree hugger. En það er svona. Ég keypti bókina og er nú að lesa hana. Hún er góð og ég hvet alla til að lesa hana. Andri fer skemmtilega leið að hlutunum. Ég hef aldrei lesið neitt eftir hann áður. Bæti úr því í sumar.
Að öðru leyti er allt ágætt að frétta af Norðurlandi. Að vísu er vegið mjög gróflega að mér faglega en ég get auðvitað ekki útlistað það nákvæmar. En ég ætla ekki að láta valta yfir mig nú frekar en fyrr.
Rauð(h)ærði bóndinn minn verður bara yndislegri og sætari eftir því sem tíminn líður. Það er að snjóa núna um hábjargræðistímann og ég er ferlega ánægð. Þá getur hann nefnilega verið meira hjá mér:)
Að öðru leyti er allt ágætt að frétta af Norðurlandi. Að vísu er vegið mjög gróflega að mér faglega en ég get auðvitað ekki útlistað það nákvæmar. En ég ætla ekki að láta valta yfir mig nú frekar en fyrr.
Rauð(h)ærði bóndinn minn verður bara yndislegri og sætari eftir því sem tíminn líður. Það er að snjóa núna um hábjargræðistímann og ég er ferlega ánægð. Þá getur hann nefnilega verið meira hjá mér:)
sunnudagur, maí 14, 2006
Fyrirspurn
Fyrir mörgum árum síðan heyrði ég að stelpur mættu ekki nota sláttuorf af því að: ,,eggjastokkarnir gætu losnað"(!) Ég hef alltaf talið þetta tómt bull og komið til af einhverri gamalli heimku. Kæmi helst til af því að þetta væru vélar, og við vitum jú allt um stelpur og vélar, og hins vegar að það að slá var eitt það skemmtilegasta sem hægt var að gera í unglingavinnunni. Alla vega lét ég stelpurnar alltaf slá til jafns við strákana þegar ég var leiðbeinandi í unglingavinnunni. Þessi umræða kom aftur upp um daginn og viðmælendur mínir voru alveg sannfærðir um þetta, sögðu m.a.s. að stelpum væri bannað að nota sláttuorf í unglingavinnunni á Akureyri. Mér finnst þetta þvílíkt bull að ég næ bara ekki utan um það.Mega stelpur þá hlaupa til dæmis? Eða hoppa í snú-snú? En alla vega, allur er varinn góður og mig langar að spyrjast fyrir um þetta. Veit einhver um eitthvað sem styður þessa fullyrðingu? Er fræðilegur möguleiki að þetta sé rétt eins fjarstæðukennt og það nú er? Svör óskast.
fimmtudagur, maí 11, 2006
Betlið
Símsölukona vakti mig af værum blundi núna áðan. (Já, nætursvefninn hefur styst talsvert undanfarið.) Það er búið að hringja ansi mikið finnst mér og ég er búin að styrkja töluvert. Ég styrki Amnesty International og svo hef ég gert mér far um að styrkja flest allt sem viðkemur börnum og/eða geðrænum kvillum. Kennari og fyrrverandi geðdeildarstarfsmaður, you know. En núna er ég komin í pásu enda finnst mér þetta orðið ansi mikið. Símsölukonan hóf mónólóginn sinn og ég stoppa hana af og segist ekki ætla að styrkja. Þá verður hún bara sármóðguð! Come on! Er það kennt í Símsöluskólanum að láta fólk fá sektarkennd? Yfirleitt eru þetta einhver fyrirtæki sem hringja út og hirða bróðurpartinn af því sem safnast. Ég er bara halfmóðguð yfir því að hún skyldi móðgast.
þriðjudagur, maí 09, 2006
Fréttaflutningur
Ég gat ekki tjáð mig um það í gær þar sem ég fór á síðasta fund ITC flugu en... Mér finnst fréttaflutningurinn af Skarfaskersmálinu alveg fyrir neðan allar. Þetta er dómsmál en ekki fréttamál. Auðvitað á að rétta í málinu og kalla þá seku til ábyrgðar ef einhverjir eru en ég sé engan tilgang með að flytja fréttir af þessu. Þetta er skelfilegur mannlegur harmleikur og á að fá að spilast út fyrir luktum dyrum.
föstudagur, maí 05, 2006
Vorið
Héðan er allt gott að frétta. Allt í einu voraði í Aðaldal. Svo ég og flestallir aðrir eru búin að umfelga. Flugurnar eru byrjaðar að herja á og verulega dónalegar kóngulær hætta sér inn á bað. Það er síðasti viðkomustaður þeirra á jarðríki.
10. bekkur er í samræmdu og tók enskuprófið í gær. Mér fannst það ágætt og tiltölulega sanngjarnt. Skólinn er bara alveg að verða búinn. Ég er svona að velta því fyrir mér að fá mér sumarvinnu hérna. Braveheart er jú hérna:)
10. bekkur er í samræmdu og tók enskuprófið í gær. Mér fannst það ágætt og tiltölulega sanngjarnt. Skólinn er bara alveg að verða búinn. Ég er svona að velta því fyrir mér að fá mér sumarvinnu hérna. Braveheart er jú hérna:)
mánudagur, maí 01, 2006
1. maí
Til hamingju með daginn, við öll.
Má lítið vera að því að blogga þessa dagana. Upptekin við annað:)
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Sjúúh-sjúúh...
Sjúkrabíllinn kom tvisvar upp í Hlíðarfjall í dag en ekki til að flytja mig á brott. Undir lok ferðar var ég bæði farin að geta staðið á skíðunum og rennt mér og er ægilega ánægð með sjálfa mig. Núna langar mig aftur á skíði:)
miðvikudagur, apríl 26, 2006
Fjallið bíður glottandi
Ég er að fara í skíðaferð á morgun. Ég mun mjög væntanlega fara á skíði. Ég hef að vísu ekki stigið á skíði síðastliðin 24 ár ef mér reiknast rétt til. Ég er nett að fara á taugum.
?
?
sunnudagur, apríl 23, 2006
Test dagsins
This Is My Life, Rated | |
Life: | 6.9 |
Mind: | 7.9 |
Body: | 6.4 |
Spirit: | 8.3 |
Friends/Family: | 3.2 |
Love: | 2.1 |
Finance: | 8.4 |
Take the Rate My Life Quiz |
laugardagur, apríl 22, 2006
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Í Reykjavíkurferðinni...
...var það auðvitað Nappi litli sem átti hug minn og hjarta eins og ungviði einu er lagið. Snotra var ekkert hrifin en ég sinnti nú ,,móðurskyldunum” við hana eins og mér var frekast unnt. Reyndar fékk ég frekar leiðinlegt og langvinnt ofnæmistilfelli sem gerði mér örðugt um vik. Vegna heilsuræktarátaks á heimilinu er fiskur oft á borðum sem hefur þá hliarverkun í för með sér að Snotra er að hlaupa í spik. Hún er orðin lítil 4,6 kíló!
En alla vega. Nappi litli er leikglaður mjög en var svo farinn að verða eitthvað eirðarlaus. Hann tók eftir því að hinir kettirnir hurfu reglulega út um eitthvert gat á svalahurðinni og birtust svo aftur eftir einhvern tíma. Svo var orðið hlýtt úti og erfitt að hafa alltaf lokað svo það hengt ól á litla og svalahurðin opnuð og sett fyrir kattastigann. Það sem gaurnum fannst gaman. Gat verið úti á svölum og verið í eltingaleik við ólina sína og hlaupið inn. Og hlaupið inn. Og hlaupið út. Og hlaupið inn. Og ... You get the picture. Daginn eftir var litli gæinn búinn að fatta kattalúguna. A-ha! Þá var ekki annað í stöðunni en hengja aftur á hann ólina og hleypa honum að kattastiganum. Hann var frekar nervös gagnvart honum og þorði ekki niður.
Ekki fyrr en hann sá elsku Dúlla stóra bróður niðri en þá lét hann sig hafa það. Hann þorði nú samt ekki mjög langt svona fyrsta kastið og hélt sig nálægt stiganum. Bara svona just in case. En núna er litli strákurinn að vera stór. Kominn með ól og byrjaður að fara út.
Af öðrum ,,börnum” er það að frétta að ólétti táningurinn hún Ísold er ekkert að verða léttari.
Er samt komin á steypirinn og orðin ægilega skapill, þreytt og pirruð á þessu. Sennilega heldur hún í sér þar sem hún fær ekki frið. Alltaf verið að athuga með hana. Þetta er fjögurra vetra tryppi sem tókst á einhvern undarlegan hátt að verða fylfull. Umgekkst ekkert nema ungabörn og geldinga fyrir ári síðan svo allir eru mjög hvumsa á þessu. Að vísu var einn geldingurinn grunsamlega fjörugur... Svo nú er bara beðið eftir nýrri böddu. Svo kemur í ljós á litafarinu hver verður krafinn meðlags.
En alla vega. Nappi litli er leikglaður mjög en var svo farinn að verða eitthvað eirðarlaus. Hann tók eftir því að hinir kettirnir hurfu reglulega út um eitthvert gat á svalahurðinni og birtust svo aftur eftir einhvern tíma. Svo var orðið hlýtt úti og erfitt að hafa alltaf lokað svo það hengt ól á litla og svalahurðin opnuð og sett fyrir kattastigann. Það sem gaurnum fannst gaman. Gat verið úti á svölum og verið í eltingaleik við ólina sína og hlaupið inn. Og hlaupið inn. Og hlaupið út. Og hlaupið inn. Og ... You get the picture. Daginn eftir var litli gæinn búinn að fatta kattalúguna. A-ha! Þá var ekki annað í stöðunni en hengja aftur á hann ólina og hleypa honum að kattastiganum. Hann var frekar nervös gagnvart honum og þorði ekki niður.
Ekki fyrr en hann sá elsku Dúlla stóra bróður niðri en þá lét hann sig hafa það. Hann þorði nú samt ekki mjög langt svona fyrsta kastið og hélt sig nálægt stiganum. Bara svona just in case. En núna er litli strákurinn að vera stór. Kominn með ól og byrjaður að fara út.
Af öðrum ,,börnum” er það að frétta að ólétti táningurinn hún Ísold er ekkert að verða léttari.
Er samt komin á steypirinn og orðin ægilega skapill, þreytt og pirruð á þessu. Sennilega heldur hún í sér þar sem hún fær ekki frið. Alltaf verið að athuga með hana. Þetta er fjögurra vetra tryppi sem tókst á einhvern undarlegan hátt að verða fylfull. Umgekkst ekkert nema ungabörn og geldinga fyrir ári síðan svo allir eru mjög hvumsa á þessu. Að vísu var einn geldingurinn grunsamlega fjörugur... Svo nú er bara beðið eftir nýrri böddu. Svo kemur í ljós á litafarinu hver verður krafinn meðlags.
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Home, sweet home
En, eftir að hafa verið í heimsókn hjá ADSL tengingu þá er símalínan sooooooo slooooooooow.........
sunnudagur, apríl 16, 2006
laugardagur, apríl 15, 2006
Herinn
Mér láðist að fagna brottför hersins og geri það hér með. Ég er ekki alveg viss um að við eigum að segjaokkur úr Atlantshafsbandalaginu. Kemur það ekki á fullri fart ef á okkur verður ráðist? Ekki það að ég geti ímyndað mér hverjir ættu að ráðast á okkur en mér sýnist Bush samt á fullu að starta þriðju heimsstyrjöldinni svo allur er varinn góður. Íslenskir ráðamenn ættu að hætta þessu væli um varnir landsins. Það vita allir að það eru gróðasjónarmið þarna á bak við og þetta er bara orðið skammarlegt.
fimmtudagur, apríl 13, 2006
miðvikudagur, apríl 12, 2006
þriðjudagur, apríl 11, 2006
laugardagur, apríl 08, 2006
Ferðin til Reykjavíkur gekk ágætlega. Ég var líka með tvo farþega sem styttu mér stundir. Það er að vísu slæmt þegar ég er að koma til Reykjavíkur eftir rúmlega 5 tíma keyrslu og er orðin þreytt að enda þá í trafíkinni. Óskaplega fer þessi trafík í taugarnar á mér. Enda flutti ég út á land:)
Fáránlegt að koma úr 20 sentimetra snjó inn í byrjandi vor. Það er nú ekki eins og landið sé stórt.
Fór með kortið mitt lagarsölu hjá Senu. Ekki sniðugt.
Fáránlegt að koma úr 20 sentimetra snjó inn í byrjandi vor. Það er nú ekki eins og landið sé stórt.
Fór með kortið mitt lagarsölu hjá Senu. Ekki sniðugt.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Mér tókst að búa til prófið og leggja það fyrir. Núna er það bara búið og ég að fatta að ég er að fara í páskafrí á morgun. Undarlegt. Ég ætla suður á morgun ef veður leyfir. Ég er komin með fullan bíl af börnum svo ég tek enga sénsa. Hér er leiðindaveður en færð á vegum virðist ágæt. Þetta kemur allt í ljós.
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Samstarfsmaður minn var að hræða mig með því að hann hefði fundið bloggið mitt. Ég er ekki alveg sannfærð en sé samt fram á að þurfa að ritskoða framvegis og gæta tungu minnar. (Damn you! Damn you to hell!)
Fór á tónleika í gær með Braveheart (hugaða piparsveininum). Það var mjög gaman. Nú ætla ég ekki að segja meira. Bæði vegna samstarfsmannsins og þess að þótt ég lifi mínu lífi í beinni þá get ég ekki sett annað fólk í þá stöðu.
Ég á að hafa enskupróf á morgun. Ætli það sé ekki best að fara að búa það til.
Fór á tónleika í gær með Braveheart (hugaða piparsveininum). Það var mjög gaman. Nú ætla ég ekki að segja meira. Bæði vegna samstarfsmannsins og þess að þótt ég lifi mínu lífi í beinni þá get ég ekki sett annað fólk í þá stöðu.
Ég á að hafa enskupróf á morgun. Ætli það sé ekki best að fara að búa það til.
mánudagur, apríl 03, 2006
Átti notalega kvöldstund með karlakórnum Hreim. Hlustaði á söng með kaffi og kökum. Ekki minna en 17 sortum. Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar voru gestir. Hún frábær eins og við var að búast en það sem kom mér á óvart var að hann var það líka! Hann hefur aldrei heillað mig í sjónvarpinu en á sviði er hann algjör sjarmur og syngur bara feikna vel.
Á eftir var ball sem ég var auðvitað á og.... Suður-Þingeyskir karlmenn eru búnir að öðlast uppreisn æru. Ég hitti tvo piparsveina og annar þeirra hafði heyrt af mér, hafði vonast til að hitta mig og dansaði mikið við mig! Miðað við að það eitt að maðurinn hlaupi ekki öskrandi í burtu flokkast undir stóran plús þá var þetta ekkert undir 5 stjörnum!
Svo hafði ég pizzakvöld fyrir lóðarbúa í gær sem ég held að hafi bara heppnast vel. Fólk virtist alla vega getað borðað pizzurnar mínar.
Að öðru. Mér var sagt í dag, sem ég reyndar veit, að ég tæki aðfinnslum illa. Hvern and.. er líka verið að setja út á mig!!!
Á eftir var ball sem ég var auðvitað á og.... Suður-Þingeyskir karlmenn eru búnir að öðlast uppreisn æru. Ég hitti tvo piparsveina og annar þeirra hafði heyrt af mér, hafði vonast til að hitta mig og dansaði mikið við mig! Miðað við að það eitt að maðurinn hlaupi ekki öskrandi í burtu flokkast undir stóran plús þá var þetta ekkert undir 5 stjörnum!
Svo hafði ég pizzakvöld fyrir lóðarbúa í gær sem ég held að hafi bara heppnast vel. Fólk virtist alla vega getað borðað pizzurnar mínar.
Að öðru. Mér var sagt í dag, sem ég reyndar veit, að ég tæki aðfinnslum illa. Hvern and.. er líka verið að setja út á mig!!!
fimmtudagur, mars 23, 2006
Það viðurkennist formlega hér og nú: Ég hef gefist upp. Þrátt fyrir að hafa svarið þess dýran eið að láta aldrei nudda á mer rassinn þá hef ég gefist upp. Ég er lika búin að vera með þennan verk ansi lengi. Ég sumsé gafst upp og pantaði tíma hjá lækni. Timinn var í dag og ég tilkynnti lækninum formlega að yfirlýst markmið mitt með heimsókinni væri að væla út sjúkraþjálfun. Hann var voða ánægður að heyra það, sjúklingar eiga víst stundum efitt með að koma út sér hvað þeir vilja. Þetta var voða næs læknir. Það er að vísu talsverð bið í sjúkraþjálfun en hann skrifaði upp a töflur fyrir mig. Ég hef fengið Voltaren Rapid við þessu áður en þótt þær slægju a verkinn þá kom hann bara aftur þegar þær voru búnar. Þessi læknir lét mig fá einhverjar aðrar svo ég prófa að éta þær. Það er enginn rauður þríhyrningur á þeim svo þær hljóta að vera meinlausar. En alla vega, rassinn minn er kominn á biðlista í sjúkraþjálfun.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Fyrir rúmum þremur mánuðum siðan pantaði ég boli frá Cafepress.com. Einhvern veginn æxlaðist það að einn bolurinn var sendur stakur. Ég fékk stærri pakkann, tollaðan og allt í orden. Svo fékk ég tilkynningu um staka bolinn en mér fannst tollurinn grunsamlega hár á einum bol. Þegar ég fór að grennslast um þetta kom í ljós að ég var tolluð aftur um alla upphæðina. Var því tekið til ráðs í samráði við Pósthúsið á Húsavík að senda bolinn aftur suður í endurmat. Síðan eru liðnir tveir mánuðir. Ég hringdi fyrir nokkru í þjónustuver Íslandspósts og talaði þá við ungan mann sem sagðist ætla að athuga málið. Ég sendi Tollmiðlun síðan email um verð bolnum upp á $12.99. Í dag ákveð ég að spyrjast aftur fyrir um bolinn og hringi í þjónustuver Íslandspósts. Svarar einhver kona. Ég segist hafa beðið lengi eftir þessu og hvað sé um að vera. Kemur upp úr dúrnum að sendingin er týnd. Jahá. Ég segi að mér finnist það nú ekkert voða sniðugt en er frekar svona brosandi yfir þessu. ,,Það er verið að vinna í þessu” svarar konan. Ég endurtek það að ég sé nú búin að bíða ansi lengi. ,,Já, þú varst búin að segja það. Það er verið að vinna í þessu.” Jájá. Ég er bara búin að bíða núna í tvo mánuði. Þau eru búin að týna sendingunni og það er ekki hægt að segja eins og t.d. ,,Okkur þykir þetta leitt” eða ,,afsakaðu þetta ónæði” eða eitthvað þvíumlíkt. Neinei. Ég er bara voða mikið að ónáða þau í vinnunni. Og svo voga ég mér að pirra þessa önnum köfnu konu með endurtekningum út af einhverju ómerkilegu eins og því að pósturinn er búinn að týna sendingu. Flokkast það ekki hreinlega undir afglöp í starfi? Þetta er svo sem ekkert stórmál fyrir mér þótt þessi bolur tefjist eitthvað á leiðinni en fólk í þjónustustarfi má alveg vera kurteist.
laugardagur, mars 18, 2006
Já, það er dottin í mig einhver bloggleti. Kannski vegna þessarar hægu nettengingar en annars er bara allt meinhægt og lítið að gerast.
Hér kom ljúfur vorforboði með 10 stiga hita og yndislegu veðri. Litli bekkurinn minn hafði mig út en ég stóðst þrýsting frá krökkunum í skólanum og er ógurlega stolt af sjálfri mér:) Mig vantar reyndar bráðnauðsynlegt kennslutæki á meðferðarheimilið. Það er nefnilega ekki til neinn fótbolti þar. Þetta stendur okkur stórkostlega fyrir þrifum og við erum bara alltaf úti í fjósi. Það er að vísu ekkert leiðinlegt, fullt af nýjum og sætum kálfum.
Það imprað nett a því um daginn að það væri komið að mér að halda boð á torfunni. Við sem búum hér a skólalóðinni erum reglulega í mat og kaffi hjá hvert öðru. Ég vissi alveg að það væri komið að mér svo nú er ég að reyna að gera partýhæft. Veit samt ekki alveg hvort ég á að hafa mat eða kaffi.
Ó, og nú veit maðurinn að ég er skotin í honum.
Hér kom ljúfur vorforboði með 10 stiga hita og yndislegu veðri. Litli bekkurinn minn hafði mig út en ég stóðst þrýsting frá krökkunum í skólanum og er ógurlega stolt af sjálfri mér:) Mig vantar reyndar bráðnauðsynlegt kennslutæki á meðferðarheimilið. Það er nefnilega ekki til neinn fótbolti þar. Þetta stendur okkur stórkostlega fyrir þrifum og við erum bara alltaf úti í fjósi. Það er að vísu ekkert leiðinlegt, fullt af nýjum og sætum kálfum.
Það imprað nett a því um daginn að það væri komið að mér að halda boð á torfunni. Við sem búum hér a skólalóðinni erum reglulega í mat og kaffi hjá hvert öðru. Ég vissi alveg að það væri komið að mér svo nú er ég að reyna að gera partýhæft. Veit samt ekki alveg hvort ég á að hafa mat eða kaffi.
Ó, og nú veit maðurinn að ég er skotin í honum.
mánudagur, mars 13, 2006
sunnudagur, mars 12, 2006
Brá mér í menningarreisu í höfuðstaðinn. Sá Öskubusku og skemmti mér vel. Aðaltilgangur reisunnar var samt að skoða þennan
sem er nýjasti meðlimur reykvísku kattafjölskyldunnar. Hann kemur í kjölfar Jósefínu og heitir þ.a.l. auðvitað Napóleon. Honum hefur tekist að hoppa á lyklaborði tölvunnar með þeim afleiðingum að takkarnir skrifa flestir eitthvað annað en á þeim stendur.
Snotra er svo ósátt við mig að hún vll ekkert við mig tala.
Þetta er erfitt líf.
sem er nýjasti meðlimur reykvísku kattafjölskyldunnar. Hann kemur í kjölfar Jósefínu og heitir þ.a.l. auðvitað Napóleon. Honum hefur tekist að hoppa á lyklaborði tölvunnar með þeim afleiðingum að takkarnir skrifa flestir eitthvað annað en á þeim stendur.
Snotra er svo ósátt við mig að hún vll ekkert við mig tala.
Þetta er erfitt líf.
þriðjudagur, mars 07, 2006
A-ha! Ossið hefur gert merka uppgötvun. Ég er undarlega marblettagjörn þessa dagana. Ég er líka frekar syfjuð. Leitaði því til mér vitrara fólks sem finnst líklegt að ég sé járnlaus. Sem gæti alveg staðist i kjölfar breyttra lifnaðarhátta sem útiloka súkkulaði að miklu leyti. Ég er líka eiginlega alveg viss um að þetta er ástæðan fyrir því að ég er að floppa á heilsuræktinni. Mikið er ég glöð að vera búin að fatta þetta:)
mánudagur, mars 06, 2006
laugardagur, mars 04, 2006
Mætti á fund hjá Svæðafélagi Vinstri-Grænna í Þingaeyjarsýslum í dag. Það var gaman og fróðlegt. Alltaf gaman að tala við viti borið fólk:) Öll þessi orka sem Húsvíkingar eiga dugar varla fyrir álverið. Og alveg örugglega ekki ef stærri útgáfan verður reist. Þá þarf að virkja meira. Samt var ein helsta röksemdafærslan fyrir þessu öll orkan sem var til. Það var samt margt fleira rætt en álverið. Þetta kom mér bara á svo á óvart. Ég var kosin í stjórn félagsins og hlakka til að taka þátt í þessu.
föstudagur, mars 03, 2006
fimmtudagur, mars 02, 2006
miðvikudagur, mars 01, 2006
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Reif mig upp fyrir níu í morgun til að mæta í félagsheimilið og smyrja súkkulaði á bollur. Sat og penslaði og náði einni á hverja þrjár hjá hinum. Týpískt. Alveg það sama og þegar ég var að reyna að hjálpa til við að flysja kartöflurnar fyrir Góugleðina. Stöllur mínar reyndu að hugga mig með því að þær hefðu margra ára æfingu. Ég þarf greinilega að fara að æfa mig. Svo var ég sett upp í bíl með annarri til að selja bollurnar. Þegar langt var komið fattaði ég það að það var bara einn einhleypingur á leiðinni okkar og sá er á áttræðisaldri. Ókey, ég vil þá alveg þroskaða en ég vil samt að maðurinn minn geti skrölt með börnunum okkar til altaris þegar þau fermast. Það var líka búið að tala um einhverja leið með fullt af einhleypingum. Ég var alveg viss um að ég fengi hana. Ég kvartaði formlega undan þessu þegar við komum til baka en þá hafði það þegar uppgötvast. Þetta voru bara mistök í hita leiksins. En nú er alveg ár í annað svona kynningartækifæri og ég er alvarlega sorrí, svekkt og sár yfir þessu!
laugardagur, febrúar 25, 2006
Það er búíð að vera mikið um að vera i skólanum þar sem Þorrablót eða öllu heldur Góugleði krakkanna var haldið í gær. Krakkarnir í 8.-9. bekk voru með skemmtiatriði sem ég fékk aðeins að koma að þessu og fannst ósköp gaman. Ég kenni náttúrulega mest litið i skólanum svo aðkoma mín er frekar erfið. En öll atriði heppnuðust vel og það var mjög gaman. Foreldrar voru með eins og á árshátíðinni. Ég er nú ekki frá því að það sé þrælsniðugt að börn og foreldrar skemmti sér svona saman.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Fékk heimsókn um helgina. Stóra systir og dæturnar. Þær drógu mig í laugina sem er í alvega 50 metra fjarlægð. Fyrsta skipti sem ég fer í hana. Ég hef reyndar alltaf verið illa synd en stóra systir sýndi mér þetta og merkilegt nokk þá gat ég bara synt nokkrar ferðir! Svo fórum við til Húsavíkur og skoðuðum okkur um. Því verður ekki nietað að staðurinn er fallegur.
PS. Sylvía Nótt rúlar.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Brugðum okkur í vettvangsferð í dag, litli bekkurinn minn og ég. Vorum frekar hugmyndasnauð og enduðum aftur á Húsavík. Þar áttum við líka eftir óskoðað safn. Hið íslenska reðasafn nefnilega. Krakkarnir voru ægilega spenntir fyrir þessu en svo endaði það á því að ég og starfsmaðurinn lentum i miklum umræðum við safnstjórann um reðurbein og tilgang þeirra. Við skemmtum okkur alla vega vel. Svo fórum við aftur á Sölku að borða þar sem Gamla Bauk þóknaðist ekki að svara símhringingum. Það var í góðu lagi, pizzurnar eru mjög góðar. Svo er þetta líka sami rekstararaðilinn.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
mánudagur, febrúar 13, 2006
Nokkrir eldri menn sátu í heita pottinum og létu fara vel um sig. Þá kemur ungur foli og byrjar umsvifalaust að gera lítið úr þeim eldri á kynlífssviðinu. Endar það með því að einn þeirra eldri ákveður að fara í keppni við þann unga. Þeir bregða sér í sturturnar og byrja að láta vinina rísa. Sá ungi er mun fljótari. ,,Þær vilja forleik, vinur” segir sá eldri rólega og heldur sínu striki. Sá ungi tekur nú blautt handklæði og leggur á vininn. Svo annað. Loks hið þriðja. Er hið fjórða fer á sígur á ógæfuhliðina. Sá eldri er nú tilbúinn og tekur blautt handklæði og leggur á vininn. Svo annað. Og hið þriðja. Fer nú um unga folann. Þá setur hann hið fjórða og loks hið fimmta. Þá gáfu hnéin sig.
sunnudagur, febrúar 12, 2006
föstudagur, febrúar 10, 2006
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Við búum í samfélagi sem er mikið í því að afhelga og gera grín að embættum, stofnunum og hefðum. Það er svo sem ágætt. Það hefur enginn gott af því að vera hafinn yfir gagnrýni. Það hefði lítil þróun átt sér stað ef enginn hefði mátt gagnrýna. Hins vegar hefur mér alltaf þótt það mikilsverð regla í mannlegum samskiptum að hæðast ekki að því sem fólki er heilagt. Nú er ég ekki endilega að tala um trúarbrögð, það er ýmislegt annað sem fólki getur verið heilagt. Fjölskyldan, skoðanir, minningar svo eitthvað sé nefnt. Þannig að þótt maður sé ekki sammála eða þykir skoðunin jafnvel fáránleg þá hæðist maður ekki að því. Ekki vegna þess að skoðunin sé ekki fáránleg heldur vegna þess að þegar maður hæðist að einhverju sem er fólki heilagt þá er maður að hæðast að fólkinu. Hins vegar er hægt að gagnrýna og ræða hluti án þess að hæðast að þeim. Það er grundvallarmunur á því.
Ég skil það mjög vel að múslimum mislíki þessar skopmyndabirtingar enda voru þær algjörlega óþarfar. Ég skil það líka mjög vel að þeir mótmæli. Þessar myndbirtingar voru til þess eins að hæðast að múslimum. Hins vegar eru þessi viðbrögð gjörsamlega út úr kortinu. Það má vera minn vestræni hugsanaháttur en þessar skopmyndir eru strangt tiltekið smámál. Myndbirtingar af Múhammeð eru ekki nýtt fyrirbæri. Ég man eftir að hafa séð teikningu af spámanninum fyrir mörgum árum síðan og Málbeinið vísar á nokkrar. En vissulega eru þetta skopmyndir gerðar til þess að særa. Viðbrögðin eru samt ekki í neinu samræmi við glæpinn. Því hallast ég að þeirri skoðun að það séu einhverjir að kynda undir. Hvort sem það eru Vesturlandahatarar sem vilja stríð eða einhverjir hagsmunahópar sem geta grætt á þessum ósköpum. Ég set líka spurningarmerki við umfjöllun fjölmiðla um þetta mál. Getur verið að fréttaflutningurinn hafi gert þetta að meira máli en efni stóðu til?
Ég skil það mjög vel að múslimum mislíki þessar skopmyndabirtingar enda voru þær algjörlega óþarfar. Ég skil það líka mjög vel að þeir mótmæli. Þessar myndbirtingar voru til þess eins að hæðast að múslimum. Hins vegar eru þessi viðbrögð gjörsamlega út úr kortinu. Það má vera minn vestræni hugsanaháttur en þessar skopmyndir eru strangt tiltekið smámál. Myndbirtingar af Múhammeð eru ekki nýtt fyrirbæri. Ég man eftir að hafa séð teikningu af spámanninum fyrir mörgum árum síðan og Málbeinið vísar á nokkrar. En vissulega eru þetta skopmyndir gerðar til þess að særa. Viðbrögðin eru samt ekki í neinu samræmi við glæpinn. Því hallast ég að þeirri skoðun að það séu einhverjir að kynda undir. Hvort sem það eru Vesturlandahatarar sem vilja stríð eða einhverjir hagsmunahópar sem geta grætt á þessum ósköpum. Ég set líka spurningarmerki við umfjöllun fjölmiðla um þetta mál. Getur verið að fréttaflutningurinn hafi gert þetta að meira máli en efni stóðu til?
mánudagur, febrúar 06, 2006
Á Þorrablótinu var dreginn til mín ungur maður sem mörgum finnst henta mér. Hann var að vinna og varð hálfvandræðalegur og hlýddi dragandanum (nýyrðasmíð) ekki í því að bjóða mér upp. Vegna ákveðinna og ónefndra vonbrigða leitaði ég drenginn uppi og bauð honum upp. Hann þáði það alveg með þökkum, brosandi og sætur og dönsuðum við alveg slatta. Þetta virkar mjög indæll maður og allir segja að hann sé mjög ljúfur og góður. Ég hef alltaf verið svag fyrir ljúfum og góðum mönnum. Hann er í karlakórnum og nú stefni ég á að verða rótari hjá karlakórnum. Það er líka mega-kúl að vera rótari!
föstudagur, febrúar 03, 2006
Gerði mikla reisu til Akureyrar í dag. Þurfti að sækja buxur svo eg kom við í Bónus og Hagkaup. Straujaði kortin duglega og á nú mat í frysti. Það er búið að vera yndislegt veður hérna og það var svo gaman að keyra fram og til baka. Eyjafjörðurinn er fallegur.
Nemendur mínir tilkynntu mér um daginn að ég væri auðplataðasti kennarinn í skólanum. Það er alltaf hægt að ná mér út í fótbolta þegar veður er gott. En come on! Maður á að vera úti í góðu veðri. Það kom m.a.s. annar kennari út til okkar og var með. Það var alveg rosa gaman.
Ég man ekkert af hverju ég byrjaði a þessari færslu eða hvað ég ætlaði að segja. Nema hvað að hér er yndislegt veður. Heimurinn er fallegur og það er gaman að vera til:)
Nemendur mínir tilkynntu mér um daginn að ég væri auðplataðasti kennarinn í skólanum. Það er alltaf hægt að ná mér út í fótbolta þegar veður er gott. En come on! Maður á að vera úti í góðu veðri. Það kom m.a.s. annar kennari út til okkar og var með. Það var alveg rosa gaman.
Ég man ekkert af hverju ég byrjaði a þessari færslu eða hvað ég ætlaði að segja. Nema hvað að hér er yndislegt veður. Heimurinn er fallegur og það er gaman að vera til:)
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
þriðjudagur, janúar 31, 2006
mánudagur, janúar 30, 2006
laugardagur, janúar 28, 2006
föstudagur, janúar 27, 2006
miðvikudagur, janúar 25, 2006
þriðjudagur, janúar 24, 2006
mánudagur, janúar 23, 2006
Þorrablótið er að bresta á í sveitinni. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að eiginmannsleit mín verður meðal helstu skemmtatriða. Ég segi nú bara aftur og enn; það er gott að ég er ekki mjög viðkvæm.
Samverkafólk mitt vill meina að ég sé alltaf að bæta við kröfum og báðu um útboðsgögn. Ég er nú ekki sammála því að ég sé alltaf að bæta við kröfum en ákvað að verða við beiðninni til að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Útboðsgögn.
Óskað er eftir: Karlmanni.
Verkið sem ber að vinna: Deila lífi með konu.
Kröfur:
Líkamlegar:
Aldur ca. 35-55.
Vítt svigrúm meðalhæðar og meðalþyngdar.
Andlegar:
Þarf að vera blíðlyndur og góður.
Má ekki hafa mikla kvennafarssögu bakinu. Kvennabósar verða skotnir á færi.
Verður að ráða við vín.
Verður að vilja eignast börn. Hans eigin börn engin fyrirstaða.
Þarf að vera mjög knúsþolinn.
Geta haldið uppi vitrænum samræðum að einhverju leyti.
Verður að vera dýravinur.
Má ekki vera karlremba.
Vera þokkalega vel að sér í mannasiðum og almennum umgengnisreglum.
Engan kynferðislegan perraskap.
Gott ef hann er heimakær.
Betra ef hann er vinstrisinnaður.
Laun:
Ef maðurinn er réttur í verkið verður honum vel launað. Hans bíður skjólgóður, mjúkur og hlýr faðmur og ævarandi ást.
Hann fær reglulega að borða góðan og næringarríkan mat og einstaka sinnum kökur, pönnukökur og vöfflur.
Jafnvel verður þvegið af honum. Það er samningsatriði.
Hugað verður að allri hans heilsu og vel upp á hann passað. Þörfum hans verður fullnægt.
Heimilið verður honum griðastaður.
Tilboð verða að berast fyrir vorið annars flytur konan úr sveitinni.
Samverkafólk mitt vill meina að ég sé alltaf að bæta við kröfum og báðu um útboðsgögn. Ég er nú ekki sammála því að ég sé alltaf að bæta við kröfum en ákvað að verða við beiðninni til að leysa þetta í eitt skipti fyrir öll.
Útboðsgögn.
Óskað er eftir: Karlmanni.
Verkið sem ber að vinna: Deila lífi með konu.
Kröfur:
Líkamlegar:
Aldur ca. 35-55.
Vítt svigrúm meðalhæðar og meðalþyngdar.
Andlegar:
Þarf að vera blíðlyndur og góður.
Má ekki hafa mikla kvennafarssögu bakinu. Kvennabósar verða skotnir á færi.
Verður að ráða við vín.
Verður að vilja eignast börn. Hans eigin börn engin fyrirstaða.
Þarf að vera mjög knúsþolinn.
Geta haldið uppi vitrænum samræðum að einhverju leyti.
Verður að vera dýravinur.
Má ekki vera karlremba.
Vera þokkalega vel að sér í mannasiðum og almennum umgengnisreglum.
Engan kynferðislegan perraskap.
Gott ef hann er heimakær.
Betra ef hann er vinstrisinnaður.
Laun:
Ef maðurinn er réttur í verkið verður honum vel launað. Hans bíður skjólgóður, mjúkur og hlýr faðmur og ævarandi ást.
Hann fær reglulega að borða góðan og næringarríkan mat og einstaka sinnum kökur, pönnukökur og vöfflur.
Jafnvel verður þvegið af honum. Það er samningsatriði.
Hugað verður að allri hans heilsu og vel upp á hann passað. Þörfum hans verður fullnægt.
Heimilið verður honum griðastaður.
Tilboð verða að berast fyrir vorið annars flytur konan úr sveitinni.
sunnudagur, janúar 22, 2006
NFS er bara í þvi að ýta undir hysteríu. ,,Sóttvarnarlæknir hvetur fólk til að hamstra mat!" Já, þegar var búíð að leggja honum orðin i munn. Hvaða tilgangi þjónar svona fréttaflutningur? Sem betur fer var Ríkissjónvarpið líka með frétt um fuglaflensuna og talaði líka við sóttvarnarlækni og leyfði honum bara að tala. Mun ábyrgari og skynsamlegri fréttaflutningur þar a bæ. Fuglaflensan er ekki komin til Íslands og hefur ekki enn stökkbreyst þannig að hún berist manna á milli. Hún getur gert það og allur er varinn góður en það er ekkert víst að það gerist. Við skulum panikera þegar við þurfum þess. Ekki fyrr.
laugardagur, janúar 21, 2006
Það var yndislegt veður i dag svo ég dreif mig út að ganga þótt ég nennti því ekki. Ég a gönguvinkonu sem er hæggeng eins og ég og þekkir svæðið eins og lófann a sér. Það er sem sagt fullt, fullt af gönguleiðum hérna sem ég hafði ekki hugmynd um. En hún var því miður veik í dag svo ég tölti þetta bara ein. Gat þá farið stutt þar sem ég nennti þessu ekki:) En það er óskaplega gott að viðra sig. Ég var komin með snert af innilokunarkennd fyrir jólin þegar ég komst ekkert út vegna ófærðar og halku. Ófærðar og hálku a einu gönguleiðinni sem ég þekkti þá. En það þýðir ekkert að gráta það núna. Þetta reddaðist um leið og ég bar mig eftir hjálpinni.
Það er partý a lóðinni og mér ekki boðið. Ég er alvarlega að íhuga að verða gróflega móðguð.
Það er partý a lóðinni og mér ekki boðið. Ég er alvarlega að íhuga að verða gróflega móðguð.
föstudagur, janúar 20, 2006
Ég er í heilsuræktarátaki þessa dagana, reyna að stoppa þessa óheillaþróun á vigt og ummáli. Og passa hjartað náttúrulega. Ég styðst við Konulikami fyrir lífið og er farin að borða mun hollari mat þar sem ávextir og grænmeti skipa stóran sess. Gallinn við heilsuræktarátakið er hins vegar sá að matarreikningurinn minn er meira en tvöfalt hærri en áður. Af hverju í ósköpunum er hollur matur miklu dýrari en hinn? Heilbrigt mataræði fólks hlýtur að skila sér með betri heilsu og minni kostnaði i heilbrigðiskerfinu þótt síðar verði. Þarf ekki að íhuga þetta eitthvað betur?
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Lovely, lovely, lovely day. Ég og litli bekkurinn minn sáúm um matinn, klúðruðum því aðeins en skemmtum okkur konunglega. Svo skildi ég starfsmennina eftir með allt uppvaskið og þrifin. Eldhúsið var bara eins og þar hefði fallið sprengja. Hva. Svo gerðist góður hlutur i skólanum sem ég get auðvitað ekki sagt frá but I'm a happy, happy cookie:)
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Kennsla féll niður í dag vegna veðurs. Það var nú orðið tímabært að maður græddi eitthvað á þessum króniska kulda hérna:) Mætti samt aðeins í vinnuna til að undirbúa og ljósrita. Ég er vinnuþræll í eðli mínu. Svo er ekkert hvasst hérna í innsveitinni, það er frekar meðfram ströndinni. Börnin koma víða að svo það er ófært fyrir mörg þeirra. Og auðvitað ekkert vit að vera að taka einhverja sénsa.
mánudagur, janúar 16, 2006
sunnudagur, janúar 15, 2006
Þar sem Pulla er alveg hætt að standa sig í stykkinu með sætu strákana þá birti ég mynd af Billy. Hann var rosa sætur í Almost Famous og er náttla almennt sætur.
föstudagur, janúar 13, 2006
fimmtudagur, janúar 12, 2006
mánudagur, janúar 09, 2006
Eiginmannsleitin ógurlega bar á góma einu sinni sem oftar á kennarastofunni i dag. Sérstaklega þar sem ,,ekkert gekk" á barkvöldinu. Svo var bent á einhvern mann en ákveðnar áhyggjur viðraðar af því að hann væri kannski of gamall. Ég sagðist nú ekki setja svoleiðis smáatriði fyrir mig og sagði þeim tvær fyrstu línurnar i einkamálaauglýsingunni sem ég er að semja en hef ekki komist lengra með. Stuttu seinna var samkennari minn búinn að botna þetta fyrir mig. Svo nú er komið:
Baða' og skeina kona kann,
kjörin fyrir gamlan mann.
Klár og hress í hverri raun
Kennari með súperlaun.
Kemur upp úr dúrnum að hún (kennarinn sem botnaði) er formaður kvæðamannafélagsins í sveitinni svo við fórum að ræða um ljóð og ljóðagerð og ég sýndi henni ýmislegt sem ég hef verið að brasa. Ekki nóg með að hún byðist til að lesa yfir fyrir mig og hjálpa mér með hrynjandina heldur bauð hún mér líka inngöngu í félagið!
Baða' og skeina kona kann,
kjörin fyrir gamlan mann.
Klár og hress í hverri raun
Kennari með súperlaun.
Kemur upp úr dúrnum að hún (kennarinn sem botnaði) er formaður kvæðamannafélagsins í sveitinni svo við fórum að ræða um ljóð og ljóðagerð og ég sýndi henni ýmislegt sem ég hef verið að brasa. Ekki nóg með að hún byðist til að lesa yfir fyrir mig og hjálpa mér með hrynjandina heldur bauð hún mér líka inngöngu í félagið!
sunnudagur, janúar 08, 2006
Barkvöldið í gær var bara ágætlega skemmtilegt. Þar sem ég er tiltölulega nýkomin þá þekki ég ekki alveg allar ættir og tengsl né höfuðból svo sumar sögurnar fóru dálítið fram hjá mér. Verst var samt að maðurinn mætti ekki. Og fáir piparsveinar. Einn af fáum piparsveinum sem mættu reyndist m.a.s. genginn út. Hins vegar held ég að koma mín og karlmannsleit fari nú að berast um sveitir. Fólk var svona að skjóta saman nefjum og spá í hver ég væri. Og spyrja þau sem mig þekkja. Svo fór náttúrulega ekki fram hjá neinum þegar gifti maðurinn bauð mér upp og bað hljómsveitina um að spila Love me tender. Fyrir okkur. Ég vil ekkert eiga við gifta menn, það síðasta sem mig vantar í lifið er brjáluð eiginkona með haglara á hælana! Sem betur fer er enginn alvara á bak við þetta hjá honum. Hann er bara einn af þessum mönnum sem sinnir þeirri skyldu að dansa við allar konur og reyna við þær. Hann meinar ekkert með því og allir vita það. En fólk var alla vega að forvitnast aðeins um mig og samstarfsfólk mitt var mjög ötult að koma því á framfæri að mig vantaði mann svo núna ætti þetta að vera komið til skila.
föstudagur, janúar 06, 2006
Hér var þrettándabrennu frestað eins og á öðrum stöðum á landinu. Hins vegar var kvöldkaffinu ekki frestað og er sit ég nú sæl uppfull af köku og heitu súkkulaði. Ég lét nammið samt alveg eiga sig og tel mig þ.a.l. hafa staðið mig ágætlega í átakinu. Já, whatever!
Af tælingarmálum er það að frétta að nú er ég á mjög lymskufullan hátt að reyna kveikja þá hugmynd hjá manninum að reyna við mig. Hann er ekki alveg að ná því. Er alvarlega að íhuga að gefa honum bókina How to seduce a single woman called Ásta ef hann fer ekki fljótlega að fatta hintin. Annars er barkvöld á morgun. Vona að allir hinir einhleypu mennirnir í sveitinni mæti svo ég geti kannað möguleikana á varamanni.
Af tælingarmálum er það að frétta að nú er ég á mjög lymskufullan hátt að reyna kveikja þá hugmynd hjá manninum að reyna við mig. Hann er ekki alveg að ná því. Er alvarlega að íhuga að gefa honum bókina How to seduce a single woman called Ásta ef hann fer ekki fljótlega að fatta hintin. Annars er barkvöld á morgun. Vona að allir hinir einhleypu mennirnir í sveitinni mæti svo ég geti kannað möguleikana á varamanni.
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Ég er komin í ææægilegt átak. Áramótiðheitið nebbla. Eins og síðastliðin 11 ár:) Heyrist samstarfskonur mínar ætla i danska kúrinn sem byrjar á Húsavík í næstu viku. Ég ætla að halda mig við þennan. Dr. Peeke hefur fullan skilning a þvi að stundum verða konur bara að fá súkkulaði.
þriðjudagur, janúar 03, 2006
mánudagur, janúar 02, 2006
Við systur skelltum okkur á Potterinn áðan. Það fór bara allur dagurinn í það. Skemmti mér vel fyrir utan tímabilið þegar litli drengurinn fyrir aftan mig sparkaði reglulega í sætið mitt. Ég hvessti mig tvisvar en fullorðna manneskjan við hliðina á honum fattaði ekkert fyrr en ég nefndi þetta hléinu. Myndin er nú ekki beinlínis fyrir svona lítil börn svo ég skil vel að honum hafi leiðst greyinu. En mér leiddist ekki og á ekki þetta barn og því ekki í mínum verkahring að hafa ofan af því. Og hana nú!
Mikið rosalega er Ralph Fiennes að verða flottur með aldrinum.
Mikið rosalega er Ralph Fiennes að verða flottur með aldrinum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...